Fékk SMS í tæka tíð og þarf að kaupa hund Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. febrúar 2024 13:53 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson í Kryddsíldinni. Vísir/hulda margrét Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins þarf að standa við loforð sem hann gaf eiginkonu sinni og dóttur í Kryddsíldinni og kaupa hund á heimilið þar sem þær stóðu við sinn hluta áskorunar. Hann segist örlítið móðgaður yfir því hvað SMS barst seint frá mæðgunum sem er til marks um að þær hafi ekki horft á þáttinn. Í Kryddsíldinni á Stöð 2 sem fram fór venju samkvæmt á síðasta degi ársins 2023 voru formenn flokkanna beðnir um að greina frá áramótaheiti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sagðist ætla að elda meira. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ætlar að fara í sumarfrí með fjölskyldunni og Sjálfstæðismaðurinn Bjarni Benediktsson ætlar upp á Herðubreið, drottninguna sjálfa, svo eitthvað sé nefnt. Gísli Rafn Ólafsson, Bjarni Benediktsson og Kristrún Frostadóttir hlæja yfir góðu gríni í þættinum.vísir/hulda margrét Miðflokksmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var með skýr áramótaheit. „Það er náttúrulega bara þetta hefðbundna, að grennast og verja meiri tíma með fjölskyldunni. Hundurinn má ekki hata bréfbera Þá ljóstraði hann upp um að eiginkona hans og dóttir hefðu óskað eftir nýjum hundi eftir að Emma, gamli hundurinn lést. „Þær vilja nýjan hund. Ég hef sagt að það komi til greina en það verður að vera hundur sem geltir ekki eins mikið og þessi Terrier. Og fer ekki úr hárum. Og helst einhvern sem hatar ekki bréfbera eins og Emma mín gerði.“ „Ef þær eru að fylgjast með þá geta þær sent á mig SMS fyrir klukkan sex í kvöld og þá skal ég samþykkja þennan hund.“ „Nú verður einhver að hringja í þær strax og láta þær vita,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Einhver kjaftað frá á ögurstundu Og viti menn. SMS barst í tæka tíð. „Fresturinn var til klukkan 18:00 en ég fékk SMS frá konunni klukkan 17:36, sem sýndi mér að þær hafi ekki verið að horfa... ég móðgaðist örlítið við því en einhver hafði kjaftað frá á síðustu stundu,“ segir Sigmundur. Hann þarf því að standa við loforðið. Hundurinn sem er líklega væntanlegur í vor verður af annarri tegund en Emma. „Þetta á víst að vera Havanese tegund, sem ég hef ekki mikið vit á en þetta varð fyrir valinu hjá þeim.“ Hefur áður lofað hundi Fimmtán ár eru síðan Sigmundur þurfti að standa við sambærilegt loforð. „Það er þannig tilkomið að ég lofaði konunni því að við myndum fá hund ef ég yrði formaður Framsóknarflokksins enda taldi ég litlar líkur á því að ég þyrfti að standa við það en það verður ekki hjá því komist núna," sagði Sigmundur í viðtali árið 2009. Kryddsíld Hundar Dýr Gæludýr Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ætlar upp á drottninguna á árinu Formenn þingflokkanna fóru yfir áramótaheit sín fyrir árið 2024 í Kryddsíld á gamlársdag. Þar kenndi ýmissa grasa, loforð um sumarfrí, minna álag og nýjan hund. Áætlanir um að verða öflugri en nokkru sinni fyrr og loforð um minna mas. Utanríkisráðherra ætlar að hætta að grána, hitta vini og klífa drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. 1. janúar 2024 19:35 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Í Kryddsíldinni á Stöð 2 sem fram fór venju samkvæmt á síðasta degi ársins 2023 voru formenn flokkanna beðnir um að greina frá áramótaheiti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sagðist ætla að elda meira. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ætlar að fara í sumarfrí með fjölskyldunni og Sjálfstæðismaðurinn Bjarni Benediktsson ætlar upp á Herðubreið, drottninguna sjálfa, svo eitthvað sé nefnt. Gísli Rafn Ólafsson, Bjarni Benediktsson og Kristrún Frostadóttir hlæja yfir góðu gríni í þættinum.vísir/hulda margrét Miðflokksmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var með skýr áramótaheit. „Það er náttúrulega bara þetta hefðbundna, að grennast og verja meiri tíma með fjölskyldunni. Hundurinn má ekki hata bréfbera Þá ljóstraði hann upp um að eiginkona hans og dóttir hefðu óskað eftir nýjum hundi eftir að Emma, gamli hundurinn lést. „Þær vilja nýjan hund. Ég hef sagt að það komi til greina en það verður að vera hundur sem geltir ekki eins mikið og þessi Terrier. Og fer ekki úr hárum. Og helst einhvern sem hatar ekki bréfbera eins og Emma mín gerði.“ „Ef þær eru að fylgjast með þá geta þær sent á mig SMS fyrir klukkan sex í kvöld og þá skal ég samþykkja þennan hund.“ „Nú verður einhver að hringja í þær strax og láta þær vita,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Einhver kjaftað frá á ögurstundu Og viti menn. SMS barst í tæka tíð. „Fresturinn var til klukkan 18:00 en ég fékk SMS frá konunni klukkan 17:36, sem sýndi mér að þær hafi ekki verið að horfa... ég móðgaðist örlítið við því en einhver hafði kjaftað frá á síðustu stundu,“ segir Sigmundur. Hann þarf því að standa við loforðið. Hundurinn sem er líklega væntanlegur í vor verður af annarri tegund en Emma. „Þetta á víst að vera Havanese tegund, sem ég hef ekki mikið vit á en þetta varð fyrir valinu hjá þeim.“ Hefur áður lofað hundi Fimmtán ár eru síðan Sigmundur þurfti að standa við sambærilegt loforð. „Það er þannig tilkomið að ég lofaði konunni því að við myndum fá hund ef ég yrði formaður Framsóknarflokksins enda taldi ég litlar líkur á því að ég þyrfti að standa við það en það verður ekki hjá því komist núna," sagði Sigmundur í viðtali árið 2009.
Kryddsíld Hundar Dýr Gæludýr Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ætlar upp á drottninguna á árinu Formenn þingflokkanna fóru yfir áramótaheit sín fyrir árið 2024 í Kryddsíld á gamlársdag. Þar kenndi ýmissa grasa, loforð um sumarfrí, minna álag og nýjan hund. Áætlanir um að verða öflugri en nokkru sinni fyrr og loforð um minna mas. Utanríkisráðherra ætlar að hætta að grána, hitta vini og klífa drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. 1. janúar 2024 19:35 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Ætlar upp á drottninguna á árinu Formenn þingflokkanna fóru yfir áramótaheit sín fyrir árið 2024 í Kryddsíld á gamlársdag. Þar kenndi ýmissa grasa, loforð um sumarfrí, minna álag og nýjan hund. Áætlanir um að verða öflugri en nokkru sinni fyrr og loforð um minna mas. Utanríkisráðherra ætlar að hætta að grána, hitta vini og klífa drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. 1. janúar 2024 19:35
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“