Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 81-85 | Naumur sigur toppliðsins Smári Jökull Jónsson skrifar 2. febrúar 2024 21:09 Taiwo Badmus sýnir tilþrif í háloftunum. Vísir/Bára Dröfn Valsmenn eru með fjögurra stiga forskot á toppi Subway-deildar karla í körfubolta eftir nauman fjögurra stiga sigur gegn Stjörnunni á útivelli í kvöld, 81-85. Leikurinn í kvöld var jafn og spennandi allan tímann. Sóknarleikur Stjörnunnar byrjaði hægt en vel útfærð hraðaupphlaup komu þeim inn í leikinn. Lítið var skorað lengi vel í fyrri hálfleik en undir lok hans settu Valsarinn Taiwo Badmus og Stjörnumaðurinn Ægir Þór Steinarsson upp stutta sýningu og röðuðu niður körfum. Hlynur Bæringsson í baráttunni við varnarmenn Vals.Vísir/Bára Dröfn Staðan í hálfleik var 46-46 en það var áhyggjuefni fyrir Valsmenn að Bandaríkjamaðurinn Justin Jefferson var alls ekki að finna sig og var þar að auki kominn með þrjár villur. Í þriðja leikhluta náði Stjarnan frumkvæðinu. Þeir börðust af gríðarlegum krafti, tóku sóknarfráköst sem gáfu þeim stig og ýttu Valsmönnum út úr því sem þeir vildu gera. Stjarnan komst mest tíu stigum yfir og Valsmenn voru í brasi. Í fjórða leikhluta sýndu Valsmenn styrk sinn. Þeir hertu á í vörninni og minnkuðu muninn hægt og rólega niður. Josh Jefferson fékk sína fimmtu villu þegar skammt var eftir og James Ellisor einnig í liði Stjörnunnar. Ástþór Ægir Svalason sækir að körfu Stjörnunnar.Vísir/Bára Dröfn Sóknarleikur heimamanna fraus þegar mest var undir og það nýttu Valsmenn sér. Undir lokin þurftu Stjörnumenn að brjóta til að freista þess að Valsarar myndu klikka á vítalínunni en það gekk ekki eftir. Valsmenn fögnuðu að lokum sigri. Lokatölur 85-81 og Valur hefur nú unnið átta leiki í röð í Subway-deildinni en Stjarnan tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Af hverju vann Valur? Þeir sýndu mátt sinn þegar mest á reyndi. Vörn Vals lokaði á sóknaraðgerðir heimamanna í lokasóknunum og Stjarnan var í vandræðum að skapa góð færi eftir að James Ellisor fékk fimmtu villuna. Valsmenn fóru á vítalínuna nærri fjörtíu sinnum í dag á meðan Stjarnan fékk átján víti. Arnar Guðjónsson þjálfari Garðbæinga ræddi þessa tölfræði eftir leik og sagði að þarna væri kannski munurinn á liðunum í leiknum. Stjörnumenn fagna.Vísir/Bára Dröfn Það er styrkleikamerki af hálfu Valsara að vinna Stjörnuna á útivelli þegar Josh Jefferson á jafn dapurt kvöld og hann átti í Umhyggjuhöllinni. Valur hefur nú unnið átta leiki í röð og virðast vera sterkasta lið deildarinnar í augnablikinu. Hvað gekk illa? Stjörnumenn sendu Valsmenn afar oft á vítalínuna. Garðbæingar spila fast en hvort það sé ástæðan fyrir öllum vítaskotunum eða skrýtin lína dómaranna skal ég ekki segja til um. Arnar Guðjónsson þjálfari var að minnsta kosti ósáttur og skal engan undra. Josh Jefferson vill gleyma þessum leik sem fyrst. Hann hitti aðeins úr einu af tólf skotum utan af velli og villaði út þar að auki. Júlíus Orri Ágústsson með boltann.Vísir/Bára Dröfn Þessir stóðu upp úr: Taiwo Badmus var frábær hjá Val og steig upp þegar Jefferson klikkaði Badmus skoraði 31 stig og fiskaði 10 villur á heimamenn. Kristinn Pálsson og Kristófer Acox komu með mikilvægt framlag sem og hinn ungi Ástþór Ægir Svalason. Hjá Stjörnunni var Ægir Þór góður en datt aðeins niður í seinni hálfleik. Kevin Kone tók mikilvæg sóknarfráköst og James Ellisor átti ágæta spretti. Hvað gerist næst? Stjarnan mætir Tindastóli í næstu umferð í gríðarlega mikilvægum leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. Valsmenn taka á móti Haukum og geta þá enn bætt í stigapokann góða. Finnur Freyr: Nýir og nýir menn sem stíga upp Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals var gríðarlega sáttur með sigurinn gegn Stjörnunni í Garðabæ og minntist sérstaklega á að þeirra besti maður hefði ekki átt sinn besta leik í kvöld. „Ég er mjög ánægður. Josh (Jefferson) er búinn að skjóta vel í vetur og leiða okkur í stigaskori. Hann hitti á „off“ leik í dag og var að klikka á mikið af færum sem hann er vanur að setja og sérstaklega í byrjun seinni hálfleiks þegar þeir byggja upp mun.“ Frank Aaron Booker lék ekki með Val vegna meiðsla en tók engu að síður virkan þátt í leiknum.Vísir/Bára Dröfn „Stjörnumenn eru virkilega góðir og hvað eftir annað þegar við erum að nálgast þá gera þeir eitthvað stórt. Þeir komu með baráttu og tóku sóknarfráköst og slíkt. Við erum sáttir að hafa unnið þó við missum Josh útaf og við náum að vera töffarar. Ástþór (Ægir Svalason) er enn og aftur að sýna það að hann er klár í stóra sviðið þó hann fái ekki alltaf virðinguna sem hann á skilið, sérstaklega frá sumum þremur. Ég er virkilega ánægður að koma hingað og sækja sigur sérstklega hvernig staðan var þegar fjórar eða fimm mínútur eru eftir,“ en Stjörnumenn höfðu tekið frumkvæðið í þriðja leikhuta og leiddu framan af í þeim fjórða. Valsmenn voru án Kára Jónssonar og Frank Aaron Booker í dag og sagði Finnur jákvætt að það séu alltaf einhverjir sem stíga upp hjá liðinu. Ægir Þór Steinarsson sækir á Taiwo Badmus.Vísir/Bára Dröfn „Það vantar Aaron í róteringuna hjá okkur. Þetta er búið að vera ótrúlega gott hingað til miðað við hvað við höfum misst og verið að spila alltaf án nokkurra manna. Það eru alltaf nýir og nýir menn sem stíga upp. Vonandi getum við farið að setja fullmannað lið á gólfið og farið að gera það sem við viljum gera þar. Það gerðist eitthvað í dag og gerist eitthvað þegar við náum að klára svona sigra. Það þarf að virkja það áfram.“ Finnur sagði afar erfitt að spila gegn Stjörnuliðinu og sagði erfitt að eiga við þá. Kristófer Acox sækir að körfu Stjörnunnar.Vísir/Bára Dröfn „Stjarnan er eitt besta varnarliðið í deildinni. Þeir eru með frábæra varnarmenn, Ægir er stórkostlegur og þeir eru frábærlega þjálfaðir af Arnari og Inga Þór. Þeir eru með gott varnarskipulag og Hlynur (Bæringsson) bindur allt rosalega vel saman. Það er mjög erfitt að spila á móti þeim og sérstaklega þegar þeir fá að vaða í bakið á mönnum í sóknarfráköstum og svona. Þá er erfitt að eiga við þá. Ég er virkilega ánægður að koma hingað og ná í sigur, sérstaklega eftir vonbrigðin síðast,“ en Valur tapaði á dögunum fyrir Stjörnunni í bikarpnum. „Þessi deild er bara svona, 50/50 leikir út í eitt og síðan þarf annað liðið að finna einhvern kraft hjá sér til að klára. Ég er ánægður með að það vorum við í dag.“ Badmus: Stjarnan setti mig í þá stöðu að geta tekið yfir „Ég held það hafi verið orkan okkar. Stjarnan er gott lið og spila alltaf með mikla orku. Við þurftum að reyna að mæta því og koma með okkar eigin orku inn í leikinn. Undir lokin settum við hausinn undir okkur og gerðum það sem þurfti að gera,“ sagði Taiwo Badmus aðspurður hvað hefði gert gæfumuninn hjá Valsmönnum undir lok leiksin í dag. Badmus átti frábæran leik fyrir Val og skoraði 31 stig. Mikið var flautað af villum í kvöld og stundum lítið flæði í leiknum. Taiwo Badmus tróð með tilþrifum í síðari hálfleiknum.Vísir/Bára Dröfn „Þetta var á báða vegu. Bæði lið voru í villuvandræðum og liðið sem nær að leiða svona hjá sér og spila áfram er liðið sem oft vinnur. Við reyndum að gera það.“ Josh Jefferson átti eins og áður segir ekki gott kvöld en Badmus steig upp og var frábær sóknarlega hjá Valsmönnum. „Stjarnan setti mig í þá stöðu að geta tekið yfir og ég nýtti mér það.“ Hann sagði Valsliðið geta farið alla leið í vetur en liðið var að vinna sinn áttunda leik í röð í kvöld. „Við getum farið eins og við viljum, þetta er undir okkur komið. Við erum með frábært lið og frábæran þjálfara sem fyllir okkur sjálfstrausti. Við þurfum að standa okkur og standast áskorunina.“ Subway-deild karla Stjarnan Valur
Valsmenn eru með fjögurra stiga forskot á toppi Subway-deildar karla í körfubolta eftir nauman fjögurra stiga sigur gegn Stjörnunni á útivelli í kvöld, 81-85. Leikurinn í kvöld var jafn og spennandi allan tímann. Sóknarleikur Stjörnunnar byrjaði hægt en vel útfærð hraðaupphlaup komu þeim inn í leikinn. Lítið var skorað lengi vel í fyrri hálfleik en undir lok hans settu Valsarinn Taiwo Badmus og Stjörnumaðurinn Ægir Þór Steinarsson upp stutta sýningu og röðuðu niður körfum. Hlynur Bæringsson í baráttunni við varnarmenn Vals.Vísir/Bára Dröfn Staðan í hálfleik var 46-46 en það var áhyggjuefni fyrir Valsmenn að Bandaríkjamaðurinn Justin Jefferson var alls ekki að finna sig og var þar að auki kominn með þrjár villur. Í þriðja leikhluta náði Stjarnan frumkvæðinu. Þeir börðust af gríðarlegum krafti, tóku sóknarfráköst sem gáfu þeim stig og ýttu Valsmönnum út úr því sem þeir vildu gera. Stjarnan komst mest tíu stigum yfir og Valsmenn voru í brasi. Í fjórða leikhluta sýndu Valsmenn styrk sinn. Þeir hertu á í vörninni og minnkuðu muninn hægt og rólega niður. Josh Jefferson fékk sína fimmtu villu þegar skammt var eftir og James Ellisor einnig í liði Stjörnunnar. Ástþór Ægir Svalason sækir að körfu Stjörnunnar.Vísir/Bára Dröfn Sóknarleikur heimamanna fraus þegar mest var undir og það nýttu Valsmenn sér. Undir lokin þurftu Stjörnumenn að brjóta til að freista þess að Valsarar myndu klikka á vítalínunni en það gekk ekki eftir. Valsmenn fögnuðu að lokum sigri. Lokatölur 85-81 og Valur hefur nú unnið átta leiki í röð í Subway-deildinni en Stjarnan tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Af hverju vann Valur? Þeir sýndu mátt sinn þegar mest á reyndi. Vörn Vals lokaði á sóknaraðgerðir heimamanna í lokasóknunum og Stjarnan var í vandræðum að skapa góð færi eftir að James Ellisor fékk fimmtu villuna. Valsmenn fóru á vítalínuna nærri fjörtíu sinnum í dag á meðan Stjarnan fékk átján víti. Arnar Guðjónsson þjálfari Garðbæinga ræddi þessa tölfræði eftir leik og sagði að þarna væri kannski munurinn á liðunum í leiknum. Stjörnumenn fagna.Vísir/Bára Dröfn Það er styrkleikamerki af hálfu Valsara að vinna Stjörnuna á útivelli þegar Josh Jefferson á jafn dapurt kvöld og hann átti í Umhyggjuhöllinni. Valur hefur nú unnið átta leiki í röð og virðast vera sterkasta lið deildarinnar í augnablikinu. Hvað gekk illa? Stjörnumenn sendu Valsmenn afar oft á vítalínuna. Garðbæingar spila fast en hvort það sé ástæðan fyrir öllum vítaskotunum eða skrýtin lína dómaranna skal ég ekki segja til um. Arnar Guðjónsson þjálfari var að minnsta kosti ósáttur og skal engan undra. Josh Jefferson vill gleyma þessum leik sem fyrst. Hann hitti aðeins úr einu af tólf skotum utan af velli og villaði út þar að auki. Júlíus Orri Ágústsson með boltann.Vísir/Bára Dröfn Þessir stóðu upp úr: Taiwo Badmus var frábær hjá Val og steig upp þegar Jefferson klikkaði Badmus skoraði 31 stig og fiskaði 10 villur á heimamenn. Kristinn Pálsson og Kristófer Acox komu með mikilvægt framlag sem og hinn ungi Ástþór Ægir Svalason. Hjá Stjörnunni var Ægir Þór góður en datt aðeins niður í seinni hálfleik. Kevin Kone tók mikilvæg sóknarfráköst og James Ellisor átti ágæta spretti. Hvað gerist næst? Stjarnan mætir Tindastóli í næstu umferð í gríðarlega mikilvægum leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. Valsmenn taka á móti Haukum og geta þá enn bætt í stigapokann góða. Finnur Freyr: Nýir og nýir menn sem stíga upp Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals var gríðarlega sáttur með sigurinn gegn Stjörnunni í Garðabæ og minntist sérstaklega á að þeirra besti maður hefði ekki átt sinn besta leik í kvöld. „Ég er mjög ánægður. Josh (Jefferson) er búinn að skjóta vel í vetur og leiða okkur í stigaskori. Hann hitti á „off“ leik í dag og var að klikka á mikið af færum sem hann er vanur að setja og sérstaklega í byrjun seinni hálfleiks þegar þeir byggja upp mun.“ Frank Aaron Booker lék ekki með Val vegna meiðsla en tók engu að síður virkan þátt í leiknum.Vísir/Bára Dröfn „Stjörnumenn eru virkilega góðir og hvað eftir annað þegar við erum að nálgast þá gera þeir eitthvað stórt. Þeir komu með baráttu og tóku sóknarfráköst og slíkt. Við erum sáttir að hafa unnið þó við missum Josh útaf og við náum að vera töffarar. Ástþór (Ægir Svalason) er enn og aftur að sýna það að hann er klár í stóra sviðið þó hann fái ekki alltaf virðinguna sem hann á skilið, sérstaklega frá sumum þremur. Ég er virkilega ánægður að koma hingað og sækja sigur sérstklega hvernig staðan var þegar fjórar eða fimm mínútur eru eftir,“ en Stjörnumenn höfðu tekið frumkvæðið í þriðja leikhuta og leiddu framan af í þeim fjórða. Valsmenn voru án Kára Jónssonar og Frank Aaron Booker í dag og sagði Finnur jákvætt að það séu alltaf einhverjir sem stíga upp hjá liðinu. Ægir Þór Steinarsson sækir á Taiwo Badmus.Vísir/Bára Dröfn „Það vantar Aaron í róteringuna hjá okkur. Þetta er búið að vera ótrúlega gott hingað til miðað við hvað við höfum misst og verið að spila alltaf án nokkurra manna. Það eru alltaf nýir og nýir menn sem stíga upp. Vonandi getum við farið að setja fullmannað lið á gólfið og farið að gera það sem við viljum gera þar. Það gerðist eitthvað í dag og gerist eitthvað þegar við náum að klára svona sigra. Það þarf að virkja það áfram.“ Finnur sagði afar erfitt að spila gegn Stjörnuliðinu og sagði erfitt að eiga við þá. Kristófer Acox sækir að körfu Stjörnunnar.Vísir/Bára Dröfn „Stjarnan er eitt besta varnarliðið í deildinni. Þeir eru með frábæra varnarmenn, Ægir er stórkostlegur og þeir eru frábærlega þjálfaðir af Arnari og Inga Þór. Þeir eru með gott varnarskipulag og Hlynur (Bæringsson) bindur allt rosalega vel saman. Það er mjög erfitt að spila á móti þeim og sérstaklega þegar þeir fá að vaða í bakið á mönnum í sóknarfráköstum og svona. Þá er erfitt að eiga við þá. Ég er virkilega ánægður að koma hingað og ná í sigur, sérstaklega eftir vonbrigðin síðast,“ en Valur tapaði á dögunum fyrir Stjörnunni í bikarpnum. „Þessi deild er bara svona, 50/50 leikir út í eitt og síðan þarf annað liðið að finna einhvern kraft hjá sér til að klára. Ég er ánægður með að það vorum við í dag.“ Badmus: Stjarnan setti mig í þá stöðu að geta tekið yfir „Ég held það hafi verið orkan okkar. Stjarnan er gott lið og spila alltaf með mikla orku. Við þurftum að reyna að mæta því og koma með okkar eigin orku inn í leikinn. Undir lokin settum við hausinn undir okkur og gerðum það sem þurfti að gera,“ sagði Taiwo Badmus aðspurður hvað hefði gert gæfumuninn hjá Valsmönnum undir lok leiksin í dag. Badmus átti frábæran leik fyrir Val og skoraði 31 stig. Mikið var flautað af villum í kvöld og stundum lítið flæði í leiknum. Taiwo Badmus tróð með tilþrifum í síðari hálfleiknum.Vísir/Bára Dröfn „Þetta var á báða vegu. Bæði lið voru í villuvandræðum og liðið sem nær að leiða svona hjá sér og spila áfram er liðið sem oft vinnur. Við reyndum að gera það.“ Josh Jefferson átti eins og áður segir ekki gott kvöld en Badmus steig upp og var frábær sóknarlega hjá Valsmönnum. „Stjarnan setti mig í þá stöðu að geta tekið yfir og ég nýtti mér það.“ Hann sagði Valsliðið geta farið alla leið í vetur en liðið var að vinna sinn áttunda leik í röð í kvöld. „Við getum farið eins og við viljum, þetta er undir okkur komið. Við erum með frábært lið og frábæran þjálfara sem fyllir okkur sjálfstrausti. Við þurfum að standa okkur og standast áskorunina.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti