Tugmilljóna mál skrifstofustjóra fer fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 2. febrúar 2024 16:27 Hæstiréttur tekur mál Jóhanns fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni íslenska ríkisins um áfrýjunarleyfi í máli Jóhanns Guðmundssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Jóhanni voru dæmdar 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna niðurlagningar ráðherra á embætti hans. Í nóvember síðastliðnum sneri Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms við og komst að þeirri niðurstöðu að ávirðingar á hendur Jóhanni hafi haft áhrif á ákvörðun ráðherra um að leggja stöðu hans niður. Héraðssaksóknari var með aðkomu hans að birtingu laga um laxeldi til rannsóknar. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi talið að ráðuneytinu hefði ekki tekist að sanna að starfslok Jóhanns hefðu verið ákveðin 24. júní árið 2020 og lagt til grundvallar að ávirðingar hefðu ráðið því að ákveðið hefði verið 31. ágúst sama ár að leggja niður embætti hans, en Jóhann hefði verið sendur í leyfi 14. júlí það ár. Hafi reynt að koma sér hjá lögboðinni meðferð Í dóminum hafi verið rakið að við þessar aðstæður hefði ráðherra borið að fara með málið í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þá hafi Landsréttur talið að ákvörðun ráðherra um að leggja niður embætti Jóhanns hefði verið ósamrýmanleg þeirri meginreglu stjórnsýsluréttar að óheimilt væri að undirbúningur og úrlausn máls miðuðu að því að komast hjá að fylgja lögboðinni málsmeðferð sem ætlað væri að tryggja réttaröryggi aðila. Ákvörðun ráðherra hefði því verið ólögmæt enda ekki byggð á málefnalegum sjónarmiðum. Fordæmisgildi um réttindi ríkisstarfsmanna Í ákvörðuninni segir að ríkið hafi byggt á því að úrslit málsins hafi fordæmisgildi og snúi að mikilsverðum hagsmunum þess þar sem það varði réttarstöðu skrifstofustjóra sem embættismanna vegna skipulagsbreytinga innan ráðuneytis. Þá hafi ríkið byggt á því að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng þar sem í dóminum sé blandað saman ákvörðun um niðurlagningu embættisins og hvort bjóða skyldi Jóhanni nýtt starf í ráðuneytinu. Auk þess hafi ríkið vísað til forsendna og niðurstöðu héraðsdóms í málinu. Þá segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um réttarstöðu ríkisstarfsmanna við niðurlagningu stöðu vegna skipulagsbreytinga. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Í nóvember síðastliðnum sneri Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms við og komst að þeirri niðurstöðu að ávirðingar á hendur Jóhanni hafi haft áhrif á ákvörðun ráðherra um að leggja stöðu hans niður. Héraðssaksóknari var með aðkomu hans að birtingu laga um laxeldi til rannsóknar. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi talið að ráðuneytinu hefði ekki tekist að sanna að starfslok Jóhanns hefðu verið ákveðin 24. júní árið 2020 og lagt til grundvallar að ávirðingar hefðu ráðið því að ákveðið hefði verið 31. ágúst sama ár að leggja niður embætti hans, en Jóhann hefði verið sendur í leyfi 14. júlí það ár. Hafi reynt að koma sér hjá lögboðinni meðferð Í dóminum hafi verið rakið að við þessar aðstæður hefði ráðherra borið að fara með málið í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þá hafi Landsréttur talið að ákvörðun ráðherra um að leggja niður embætti Jóhanns hefði verið ósamrýmanleg þeirri meginreglu stjórnsýsluréttar að óheimilt væri að undirbúningur og úrlausn máls miðuðu að því að komast hjá að fylgja lögboðinni málsmeðferð sem ætlað væri að tryggja réttaröryggi aðila. Ákvörðun ráðherra hefði því verið ólögmæt enda ekki byggð á málefnalegum sjónarmiðum. Fordæmisgildi um réttindi ríkisstarfsmanna Í ákvörðuninni segir að ríkið hafi byggt á því að úrslit málsins hafi fordæmisgildi og snúi að mikilsverðum hagsmunum þess þar sem það varði réttarstöðu skrifstofustjóra sem embættismanna vegna skipulagsbreytinga innan ráðuneytis. Þá hafi ríkið byggt á því að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng þar sem í dóminum sé blandað saman ákvörðun um niðurlagningu embættisins og hvort bjóða skyldi Jóhanni nýtt starf í ráðuneytinu. Auk þess hafi ríkið vísað til forsendna og niðurstöðu héraðsdóms í málinu. Þá segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um réttarstöðu ríkisstarfsmanna við niðurlagningu stöðu vegna skipulagsbreytinga.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira