Lífið

Seldist upp á úr­slita­kvöld Idol á innan við mínútu

Lovísa Arnardóttir skrifar
Frá keppninni í gær.
Frá keppninni í gær. Stöð 2

Miðar á úrslitaþátt Idol seldust upp á innan við mínútu þegar miðasalan hófst klukkan 12 á hádegi á vef tix.is. Úrslitin af Idol fara fram næsta föstudagskvöld.

Í gær varð ljóst hverjir þrír munu keppa til sigurs næsta föstudag. Það eru þau Jóna Margrét, Björgvin og Anna Fanney.

„Það kom bæði okkur á Stöð 2 og samstarfsaðilum okkar hjá Tix gríðarlega á óvart hversu hratt miðarnir seldust upp. Um leið og við gleðjumst yfir þessum miklu vinsældum þykir okkur leitt að geta ekki annað þessari miklu eftirspurn,“ segir Eva Georgs Ásudóttir sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.

Jóna Margrét, Björgvin og Anna Fanney komust áfram í gær.

Í gær kom fram að í næstu viku muni einn keppandi detta út eftir fyrstu lotu. Í fyrstu lotu syngja allir þrír keppendur eitt lag. 

Eftir það keppa þau tvö sem eftir eru um titilinn Idol sigurvegarinn 2024.


Tengdar fréttir

Þetta eru lögin sem Idol kepp­endur munu flytja á morgun

Spennan magnast og standa nú aðeins fjórir keppendur eftir og keppast um það að verða næsta Idolstjarna Íslands. Anna Fanney, Björgvin, Jóna Margrét og Stefán Óli stíga á stokk í undanúrslitaþættinum í Idolhöllinni annað kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2. 

Myndaveisla: Rafmögnuð spenna böðuð í Hollywood glamúr

Þriðji þáttur af Idol þáttunum sem sýndir eru í beinni útsendingu fór fram síðastliðið föstudagskvöld. Sex keppendur stigu á svið í Idol höllinni að Fossaleyni en einungis fjórir stóðu eftir í lok kvölds. 

Bríet táraðist

Í Idol-keppni föstudagskvöldsins var kvikmynda- og sjónvarpsþáttaþema og áttu keppendur að velja sér lag úr þeim flokki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.