Má ekki lengur leggja á eigin lóð Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2024 21:01 Mæðgurnar Elísabet Ýr Sveinsdóttir og Anna Ringsted. Vísir/Sigurjón Nokkrir íbúar í miðbæ Reykjavíkur eru ósáttir við að fá ekki lengur að leggja í stæði á einkalóðum sínum. Borgin segir stæðin ólögleg. Þegar nágrannar kvarti svo yfir því að lagt sé í stæðin, sé ekkert annað í stöðunni en að sekta. Anna Ringsted hefur búið í húsi við Frakkastíg í fjörutíu ár og alltaf lagt í lítilli innkeyrslu sem tilheyrir hennar lóð, alltaf án vandkvæða þar til fyrir viku síðan. Þá fékk hún í fyrsta sinn sekt. „Ég hef alltaf lagt þarna og áður en ég kom var lagt þarna. Þannig það hefur alltaf verið lagt þarna. Áður fyrr var grindverk fyrir og þá var bíllinn settur inn og svo lokað fyrir. Þannig það hefur alltaf verið lagt þarna,“ segir Anna. Klippa: Má ekki lengur leggja fyrir utan heima hjá sér Ekki skilgreint sem bílastæði í deiliskipulagi Anna hafði strax samband við dóttur sína Elísabetu Ýri Sveinsdóttur sem kannaði málið. Mæðgurnar ákváðu að mótmæla sektinni en því var hafnað. Í svari bílastæðasjóðs kemur fram að ekki megi leggja bifreiðum á einkalóð nema í stæðum sem eru skilgreind sem slík í deiliskipulagi. Því stendur sektin. Lesa ekki Stjórnartíðindi dag hvern Að sögn Elísabetar og Önnu var þetta skrásett bílastæði í deiliskipulagi þar til árið 2008. Anna komst ekki að breytingunni fyrr en nú sextán árum síðar. „Stærri mál, ef Reykjavíkurborg fer í skipulagsbreytingar, þá er það bara auglýst í Stjórnartíðindum og ég ligg ekki yfir Stjórnartíðindum svona á degi hverjum,“ segir Elísabet. „Hvað þá ég,“ svarar Anna. Nágranni gæti hafa kvartað Og það virðist sem Anna sé ekki sú eina að lenda í þessu. Hún birti færslu um málið í Facebook-hópinn Íbúar í Miðborg og þó nokkrir kvörtuðu yfir því sama, að þau séu byrjuð að fá sektir fyrir að leggja í stæði á einkalóð. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir samgöngustjóri Reykjavíkurborgar að oft sé byrjað að sekta vegna svona brota þegar kvartanir koma frá nágrönnum eða öðrum vegfarendum. Ekki er nánar útskýrt hvers vegna Anna sé fyrst nú, fjörutíu árum eftir að hún flutti á Frakkastíg, byrjuð að fá sektir. Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Skipulag Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Anna Ringsted hefur búið í húsi við Frakkastíg í fjörutíu ár og alltaf lagt í lítilli innkeyrslu sem tilheyrir hennar lóð, alltaf án vandkvæða þar til fyrir viku síðan. Þá fékk hún í fyrsta sinn sekt. „Ég hef alltaf lagt þarna og áður en ég kom var lagt þarna. Þannig það hefur alltaf verið lagt þarna. Áður fyrr var grindverk fyrir og þá var bíllinn settur inn og svo lokað fyrir. Þannig það hefur alltaf verið lagt þarna,“ segir Anna. Klippa: Má ekki lengur leggja fyrir utan heima hjá sér Ekki skilgreint sem bílastæði í deiliskipulagi Anna hafði strax samband við dóttur sína Elísabetu Ýri Sveinsdóttur sem kannaði málið. Mæðgurnar ákváðu að mótmæla sektinni en því var hafnað. Í svari bílastæðasjóðs kemur fram að ekki megi leggja bifreiðum á einkalóð nema í stæðum sem eru skilgreind sem slík í deiliskipulagi. Því stendur sektin. Lesa ekki Stjórnartíðindi dag hvern Að sögn Elísabetar og Önnu var þetta skrásett bílastæði í deiliskipulagi þar til árið 2008. Anna komst ekki að breytingunni fyrr en nú sextán árum síðar. „Stærri mál, ef Reykjavíkurborg fer í skipulagsbreytingar, þá er það bara auglýst í Stjórnartíðindum og ég ligg ekki yfir Stjórnartíðindum svona á degi hverjum,“ segir Elísabet. „Hvað þá ég,“ svarar Anna. Nágranni gæti hafa kvartað Og það virðist sem Anna sé ekki sú eina að lenda í þessu. Hún birti færslu um málið í Facebook-hópinn Íbúar í Miðborg og þó nokkrir kvörtuðu yfir því sama, að þau séu byrjuð að fá sektir fyrir að leggja í stæði á einkalóð. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir samgöngustjóri Reykjavíkurborgar að oft sé byrjað að sekta vegna svona brota þegar kvartanir koma frá nágrönnum eða öðrum vegfarendum. Ekki er nánar útskýrt hvers vegna Anna sé fyrst nú, fjörutíu árum eftir að hún flutti á Frakkastíg, byrjuð að fá sektir.
Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Skipulag Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira