The Holdovers: Eftirlegukindur á heimavist Heiðar Sumarliðason skrifar 11. febrúar 2024 11:19 Ein um jólin. The Holdovers fjallar um hóp nemenda bandarísks heimavistarskóla sem neyðast til að dvelja þar yfir jól, þar sem fjölskyldur þeirra geta ekki tekið á móti þeim. Með þeim þurfa að vera starfsmenn og fellur það skaut óvinsælasta kennara skólans að sitja yfir eftirlegukindunum. Þessi nýjasta kvikmynd leikstjórans Alexander Payne gerist jólin 1970 og gerir hann hvað hann getur til að gefa áhorfendum þá tilfinningu að þeir sitji í kvikmyndahúsi árið 1970. Myndin opnar á gamla Universal merkinu, sem notað var á árunum 1967 til 1972. Því næst kemur einhvers konar retro útgáfa af merki Focus Features, sem reyndar var sett á fór árið 2002, því hafa höfundar myndarinnar látið ímyndunaraflið ráða för. Universal merkið eins og það birtist áhorfendum. Að hefja nýjar myndir á gömlum lógóum er reyndar ekki sérlega frumlegt, þar sem t.d. Quentin Tarantino gerði þetta í opnun Once Upon a Time in Hollywood. Það er þó einstaklega viðeigandi hér, þar sem ekkert við The Holdovers er á þá leið að hún sé framleidd árið 2023. Hvort sem það er umhverfið eða stílbrögð kvikmyndatökumannsins, þá er The Holdovers kyrfilega rótföst við tímabil sögusviðsins, en „zoom“ og „fade“ milli sena sverja sig öll í ætt við stílbrögð áttunda áratugarins. Þó svo þessi nálgun leikstjórans sé fyrirsjáanleg, virkar hún vel, og er hin eina rétta nálgun við efnið. Payne stígur sum sé hvergi feilspor í sinni leikstjórn. Hlutverkaskipan og leikur aðalleikara er allur fyrsta flokks og vel afstemmt í túlkun. Nálgun Payne gengur fullkomlega upp og tek ég hatt minn ofan fyrir honum og hans verki. Annar höfundur handrits Þó ég sé frekar mikill aðdáandi kvikmynda leikstjórans Payne, hef ég ekki grannskoðað feril hans á þann máta að ég viti hver er höfundur handrita kvikmynda hans. Ég gerði þó ráð fyrir að hann hefði sjálfur skrifað þau öll - a.m.k. minnti mig það. Ég fletti honum því upp til að sannreyna hvort svo væri og viti menn, hann er höfundur handrita flestra sinna bestu mynda, ásamt samstarfsmanni sínum Jim Taylor. Payne og Taylor eru hvergi sjáanlegir á kreditlistanum fyrir handritsskrif The Holdovers, heldur er hún fyrsta kvikmyndahandrit sjónvarpshöfundarins David Hemingson. Hún er þó mjög lík stíl og efnistökum þeirra Payne og Taylor, því mætti jafnvel líkja handritinu við „fan fiction,“ sem hefur verið sviðsett af þeim sem aðdáunin beinist að, því er fyrirsjáanlegt að Payne hafi dregist að handritinu. Samstarf þeirra Payne og Taylor hefur verið einstaklega gjöfult og bera frábærar kvikmyndir á borð við Citizen Ruth, Election og Sideways þess vitni og sem kvikmyndahöfunda myndi ég staðsetja þá í snillingaflokkinn. The Holdovers skortir hins vegar þann neista sem einkennt hefur myndir Payne. Þetta skrifast á handrit Hemingsons, sem þrátt fyrir að vera vel úr garð gert á ansi margan hátt, skortir þá mannlegu taug sem Payne hefur hingað til tekist svo prýðilega að skapa. Það er satt að aðalpersónur kvikmynda hans eru oft einstaklega fráhrindandi, sem einnig er tilfellið hér, en þeir Payne og Taylor hafa gert það á svo skemmtilegan máta að þær verða gjörsamlega ómótstæðilegar. Aðalpersónurnar hér eru þeir Paul (Paul Giamatti) og Angus Tully (Dominic Sessa), og líklega eru þeir ekki nægilega miklar andstæður til að úr verði t.d. sú veisla sem rimmur Jim McAllister og Tracy Flick voru í Election. Matthew Broderick og Reese Witherspoon gjörsamlega brilleruðu í Election árið 1999. Það er því ótrúlega sorglegt að mynd sem á yfirborðinu hefur allt til alls, nái ekki að fylgja því eftir með því sem gerist undir yfirborðinu, en það er einmitt þar sem ræðst hvort kvikmyndir nái áhorfendum eða ekki. Því miður mistekst The Holdovers á því sviði. Niðurstaða: The Holdovers er haglega samsett ræma, en fráhrindandi aðalpersónurnar gera það að verkum að erfitt er að elska hana á sama máta og fyrri kvikmyndir Alexander Payne. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Þessi nýjasta kvikmynd leikstjórans Alexander Payne gerist jólin 1970 og gerir hann hvað hann getur til að gefa áhorfendum þá tilfinningu að þeir sitji í kvikmyndahúsi árið 1970. Myndin opnar á gamla Universal merkinu, sem notað var á árunum 1967 til 1972. Því næst kemur einhvers konar retro útgáfa af merki Focus Features, sem reyndar var sett á fór árið 2002, því hafa höfundar myndarinnar látið ímyndunaraflið ráða för. Universal merkið eins og það birtist áhorfendum. Að hefja nýjar myndir á gömlum lógóum er reyndar ekki sérlega frumlegt, þar sem t.d. Quentin Tarantino gerði þetta í opnun Once Upon a Time in Hollywood. Það er þó einstaklega viðeigandi hér, þar sem ekkert við The Holdovers er á þá leið að hún sé framleidd árið 2023. Hvort sem það er umhverfið eða stílbrögð kvikmyndatökumannsins, þá er The Holdovers kyrfilega rótföst við tímabil sögusviðsins, en „zoom“ og „fade“ milli sena sverja sig öll í ætt við stílbrögð áttunda áratugarins. Þó svo þessi nálgun leikstjórans sé fyrirsjáanleg, virkar hún vel, og er hin eina rétta nálgun við efnið. Payne stígur sum sé hvergi feilspor í sinni leikstjórn. Hlutverkaskipan og leikur aðalleikara er allur fyrsta flokks og vel afstemmt í túlkun. Nálgun Payne gengur fullkomlega upp og tek ég hatt minn ofan fyrir honum og hans verki. Annar höfundur handrits Þó ég sé frekar mikill aðdáandi kvikmynda leikstjórans Payne, hef ég ekki grannskoðað feril hans á þann máta að ég viti hver er höfundur handrita kvikmynda hans. Ég gerði þó ráð fyrir að hann hefði sjálfur skrifað þau öll - a.m.k. minnti mig það. Ég fletti honum því upp til að sannreyna hvort svo væri og viti menn, hann er höfundur handrita flestra sinna bestu mynda, ásamt samstarfsmanni sínum Jim Taylor. Payne og Taylor eru hvergi sjáanlegir á kreditlistanum fyrir handritsskrif The Holdovers, heldur er hún fyrsta kvikmyndahandrit sjónvarpshöfundarins David Hemingson. Hún er þó mjög lík stíl og efnistökum þeirra Payne og Taylor, því mætti jafnvel líkja handritinu við „fan fiction,“ sem hefur verið sviðsett af þeim sem aðdáunin beinist að, því er fyrirsjáanlegt að Payne hafi dregist að handritinu. Samstarf þeirra Payne og Taylor hefur verið einstaklega gjöfult og bera frábærar kvikmyndir á borð við Citizen Ruth, Election og Sideways þess vitni og sem kvikmyndahöfunda myndi ég staðsetja þá í snillingaflokkinn. The Holdovers skortir hins vegar þann neista sem einkennt hefur myndir Payne. Þetta skrifast á handrit Hemingsons, sem þrátt fyrir að vera vel úr garð gert á ansi margan hátt, skortir þá mannlegu taug sem Payne hefur hingað til tekist svo prýðilega að skapa. Það er satt að aðalpersónur kvikmynda hans eru oft einstaklega fráhrindandi, sem einnig er tilfellið hér, en þeir Payne og Taylor hafa gert það á svo skemmtilegan máta að þær verða gjörsamlega ómótstæðilegar. Aðalpersónurnar hér eru þeir Paul (Paul Giamatti) og Angus Tully (Dominic Sessa), og líklega eru þeir ekki nægilega miklar andstæður til að úr verði t.d. sú veisla sem rimmur Jim McAllister og Tracy Flick voru í Election. Matthew Broderick og Reese Witherspoon gjörsamlega brilleruðu í Election árið 1999. Það er því ótrúlega sorglegt að mynd sem á yfirborðinu hefur allt til alls, nái ekki að fylgja því eftir með því sem gerist undir yfirborðinu, en það er einmitt þar sem ræðst hvort kvikmyndir nái áhorfendum eða ekki. Því miður mistekst The Holdovers á því sviði. Niðurstaða: The Holdovers er haglega samsett ræma, en fráhrindandi aðalpersónurnar gera það að verkum að erfitt er að elska hana á sama máta og fyrri kvikmyndir Alexander Payne.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira