Enski boltinn

„Hef aldrei séð hann gefast upp“

Dagur Lárusson skrifar
Rasmus Hojlund.
Rasmus Hojlund. Vísir/getty

Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, segir að hann sjái miklar bætingar á Rasmus Hojlund, framherja liðsins.

Rasmus var keyptur til liðsins fyrir háa fjárhæð í sumar en hann hefur átt erfitt uppdráttar við markaskorun.

„Við sjáum núna að Hojlund er að bæta sig og við treystum honum,“ byrjaði Ten Hag að segja.

„Hann verður reiður þegar hann er ekki að skora og þess vegna veljum við hann aftur og aftur. Hann er með þrausegjuna og yfirvegunina til þess að standa sig þrátt fyrir pressuna sem er á honum.“

„Ég hef aldrei séð hann gefast upp,“ endaði Ten Hag að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×