Eins og hundrað kílóum léttari eftir að hafa tæmt húsið Bjarki Sigurðsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 4. febrúar 2024 19:57 Andrea Ævarsdóttir var meðal þeirra sem tæmdu búslóð sína úr Grindavík í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Fjöldi Grindvíkinga tæmdi hús sín í dag, þegar íbúar fengu rýmri aðgang að bænum en áður. Einhverjir vonast til að geta snúið aftur á meðan aðrir kvöddu bæinn fyrir fullt og allt í dag. Í dag fékk um helmingur íbúa Grindavíkur sex klukkustundir til þess að dvelja í bænum. Frá eldgosinu í síðasta mánuði hafa íbúar mest fengið þrjár klukkustundir og dvalartíminn því tvöfaldur í dag. Jón Halldór Gíslason var meðal þeirra sem sótti búslóð sína til Grindavíkur í dag. „Ég þarf náttúrlega að nota hana þar sem ég er. Svo reikna ég ekki með að ég sé að fara að búa á Grindavík, ekki á næstu misserum,“ segir hann. Verður erfitt að kveðja bæinn? „Nei, það verður bara að taka þessu eins og það er og sætta sig við þetta. Í þessu tilfelli er sá niðri sterkari en sá sem er á himnum. Þetta er bara eitthvað sem maður verður að sætta sig við.“ Ólafur Daði Hermannson heldur í vonina að fá að fara aftur heim til Grindavíkur einn daginn. Gerirðu ráð fyrir því að geta búið aftur í Grindavík seinna? „Já, ég ætla að leyfa mér að halda í þá von. Það verður bara að koma í ljós einhvern tímann,“ segir hann. Vill fá svör fljótlega Einhverjir þeirra sem tæmdu heimili sín í dag hafa sætt sig við það að þeir muni ekki búa aftur í Grindavík. Þeirra á meðal er Andrea Ævarsdóttir, sem eftir nokkra mánuði af hamförum og óvissu sagði skilið við bæinn sinn í dag. „Það er ákveðinn léttir. Mér finnst eiginlega eins og ég hafi misst hundrað kíló af öxlunum á mér og yngst um tíu ár. Af því að það er bara búið að sitja svo fast í manni að við verðum að gera eitthvað. Við verðum að bjarga eigum okkar, við verðum að redda þessu,“ segir hún. Hún tók myndbönd af verðmætabjörguninni en fjölmiðlar fengu ekki að fara inn í bæinn í dag. Hún bíður nú eftir því að ríkið borgi hana út en á meðan er hún í lítilli leiguíbúð með tveimur sonum sínum. Búslóðin var sett beint í geymslu þar sem enn er óvissa með hvenær hún getur keypt nýja íbúð. „Hérna er ég með skilrúm sem afmarkar svefnherbergið mitt. Ég sef hérna í 90 cm rúmi til þess að börnin mín fái að vera með sitthvort herbergið,“ segir Andrea. „Ég veit náttúrlega að þetta tekur allt saman tíma og þingið kom bara úr vetrarfríi í enda janúar en þau lofuðu svörum í byrjun febrúar. Nú er fjórði þannig það er ennþá byrjun febrúar en ég vil fá svör fljótlega.“ Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Í dag fékk um helmingur íbúa Grindavíkur sex klukkustundir til þess að dvelja í bænum. Frá eldgosinu í síðasta mánuði hafa íbúar mest fengið þrjár klukkustundir og dvalartíminn því tvöfaldur í dag. Jón Halldór Gíslason var meðal þeirra sem sótti búslóð sína til Grindavíkur í dag. „Ég þarf náttúrlega að nota hana þar sem ég er. Svo reikna ég ekki með að ég sé að fara að búa á Grindavík, ekki á næstu misserum,“ segir hann. Verður erfitt að kveðja bæinn? „Nei, það verður bara að taka þessu eins og það er og sætta sig við þetta. Í þessu tilfelli er sá niðri sterkari en sá sem er á himnum. Þetta er bara eitthvað sem maður verður að sætta sig við.“ Ólafur Daði Hermannson heldur í vonina að fá að fara aftur heim til Grindavíkur einn daginn. Gerirðu ráð fyrir því að geta búið aftur í Grindavík seinna? „Já, ég ætla að leyfa mér að halda í þá von. Það verður bara að koma í ljós einhvern tímann,“ segir hann. Vill fá svör fljótlega Einhverjir þeirra sem tæmdu heimili sín í dag hafa sætt sig við það að þeir muni ekki búa aftur í Grindavík. Þeirra á meðal er Andrea Ævarsdóttir, sem eftir nokkra mánuði af hamförum og óvissu sagði skilið við bæinn sinn í dag. „Það er ákveðinn léttir. Mér finnst eiginlega eins og ég hafi misst hundrað kíló af öxlunum á mér og yngst um tíu ár. Af því að það er bara búið að sitja svo fast í manni að við verðum að gera eitthvað. Við verðum að bjarga eigum okkar, við verðum að redda þessu,“ segir hún. Hún tók myndbönd af verðmætabjörguninni en fjölmiðlar fengu ekki að fara inn í bæinn í dag. Hún bíður nú eftir því að ríkið borgi hana út en á meðan er hún í lítilli leiguíbúð með tveimur sonum sínum. Búslóðin var sett beint í geymslu þar sem enn er óvissa með hvenær hún getur keypt nýja íbúð. „Hérna er ég með skilrúm sem afmarkar svefnherbergið mitt. Ég sef hérna í 90 cm rúmi til þess að börnin mín fái að vera með sitthvort herbergið,“ segir Andrea. „Ég veit náttúrlega að þetta tekur allt saman tíma og þingið kom bara úr vetrarfríi í enda janúar en þau lofuðu svörum í byrjun febrúar. Nú er fjórði þannig það er ennþá byrjun febrúar en ég vil fá svör fljótlega.“
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira