Fyrst til að vinna Grammy fyrir plötu ársins í fjórgang Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2024 07:48 Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift nýtur fádæma vinsælda um þessar mundir. AP Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift stal senunni á Grammy-verðlaunahátíðinni í nótt þegar hún varð fyrsti tónlistarmaðurinn í sögunni til að vinna verðlaunin fyrir Plötu ársins í fjórða sinn. Swift hlaut verðlaunin fyrir plötuna Midnights, en hún hafði áður verið jöfn þeim Stevie Wonder, Paul Simon og Frank Sinatra með samtals þrenn verðlaun fyrir plötu ársins. Swift tók við verðlaununum úr hendi söngkonunnar Celine Dion sem mætti óvænt eftir að hafa haldið sig fjarri sviðsljósinu í kjölfar þess að hafa greinst með sjálfsónæmissjúkdóm sem á ensku kallast stiff person syndrome. Fyrr um kvöldið hafði söngkonan Laufey Lín tekið við verðlaunum í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. Grammy-verðlaunahátíðin fór fram í Crypto-höllinni í Los Angeles í 66. skipti. Tónlistarkonur voru sérstaklega áberandi á hátíðinni í gær þar sem Miley Cyrus hlaut verðlaun fyrir smáskífu ársins fyrir lagið Flowers og þá hlaut Billie Eilish verðlaunin í flokknum „Lag ársins“ fyrir lagið What Was I Made For? úr kvikmyndinni Barbie. Bandaríska söngkonan Victoria Monét hlaut verðlaunin fyrir Nýliði ársins og þá unnu tónlistarkonurnar SZA og sveitin Boygenius einnig til verðlauna á hátíðinni. Celine Dion birtist óvænt á hátíðinni í gærkvöldi.AP Þá vann rapparinn Killer Mike til þrennra verðlauna í flokkum rapptónlistar. Það varpaði þó skugga á kvöldið hjá honum að lögregla þurfti að hafa afskipti af honum vegna líkamsárásar baksviðs. Auk Laufeyjar var Ólafur Arnalds tilnefndur fyrir plötu sína Some Kind of Peace í flokki nýaldartónlistar. Söngkonurnar Tracy Chapman og Joni Mitchell voru í hópi þeirra tónlistarmanna sem trópu upp og tóku lagið á milli verðlaunaafhendinga. Grammy-verðlaunin Tónlist Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44 Konur í aðalhlutverki á Grammy-hátíðinni í kvöld Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds. 4. febrúar 2024 12:32 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Swift hlaut verðlaunin fyrir plötuna Midnights, en hún hafði áður verið jöfn þeim Stevie Wonder, Paul Simon og Frank Sinatra með samtals þrenn verðlaun fyrir plötu ársins. Swift tók við verðlaununum úr hendi söngkonunnar Celine Dion sem mætti óvænt eftir að hafa haldið sig fjarri sviðsljósinu í kjölfar þess að hafa greinst með sjálfsónæmissjúkdóm sem á ensku kallast stiff person syndrome. Fyrr um kvöldið hafði söngkonan Laufey Lín tekið við verðlaunum í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. Grammy-verðlaunahátíðin fór fram í Crypto-höllinni í Los Angeles í 66. skipti. Tónlistarkonur voru sérstaklega áberandi á hátíðinni í gær þar sem Miley Cyrus hlaut verðlaun fyrir smáskífu ársins fyrir lagið Flowers og þá hlaut Billie Eilish verðlaunin í flokknum „Lag ársins“ fyrir lagið What Was I Made For? úr kvikmyndinni Barbie. Bandaríska söngkonan Victoria Monét hlaut verðlaunin fyrir Nýliði ársins og þá unnu tónlistarkonurnar SZA og sveitin Boygenius einnig til verðlauna á hátíðinni. Celine Dion birtist óvænt á hátíðinni í gærkvöldi.AP Þá vann rapparinn Killer Mike til þrennra verðlauna í flokkum rapptónlistar. Það varpaði þó skugga á kvöldið hjá honum að lögregla þurfti að hafa afskipti af honum vegna líkamsárásar baksviðs. Auk Laufeyjar var Ólafur Arnalds tilnefndur fyrir plötu sína Some Kind of Peace í flokki nýaldartónlistar. Söngkonurnar Tracy Chapman og Joni Mitchell voru í hópi þeirra tónlistarmanna sem trópu upp og tóku lagið á milli verðlaunaafhendinga.
Grammy-verðlaunin Tónlist Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44 Konur í aðalhlutverki á Grammy-hátíðinni í kvöld Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds. 4. febrúar 2024 12:32 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44
Konur í aðalhlutverki á Grammy-hátíðinni í kvöld Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds. 4. febrúar 2024 12:32