Fær ekki skammtímaleyfi til þess að fylgja mági sínum til grafar Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2024 15:04 Guðmundur Ingi er formaður Afstöðu og Birna Ólafsdóttir er eiginkona fanga. Bylgjan Maður sem afplánar nú þungan fangelsisdóm fær ekki skammtímaleyfi til þess að mæta í útför bróður eiginkonu hans, sem lést á dögunum. Ólafur Ágúst Hraundal, sem var dæmdur í tíu ára fangelsi í Landsrétti í fyrra fyrir umfangsmikla kannabisræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu, hefur fengið neitun um skammtímaleyfi til þess að mæta í útför bróður Birnu Ólafsdóttur eiginkonu hans. Birna segir í samtali við Vísi að bróðir hennar hafi verið bráðkvaddur þann 23. janúar síðastliðinn. Ólafur Ágúst hafi þá þegar óskað eftir skammtímaleyfi. Neikvætt svar við erindi hans hafi borist frá Fangelsismálastofnun á fimmtudag síðustu viku og hann þegar kært ákvörðunina til dómsmálaráðuneytisins. Í dag hafi svo endanlegt svar frá ráðuneytinu borist; Ólafur Ágúst fær ekki skammtímaleyfi. „Þetta er bara svo ljótt,“ segir Birna í talsverðu uppnámi. Hún segir að neitunin fái mikið á Ólaf Ágúst enda vilji hann vera til staðar fyrir eiginkonu sína og börn. Þá hafi þeir mágur hans verið nánir. Tæmandi talning í lögunum Birna segir að í svörum við erindum Ólafs Ágústs hafi verið vísað í lög um fullnustu refsinga. Í 61. grein þeirra um skammtímaleyfi segir að forstöðumaður fangelsis geti að fengnu samþykki Fangelsismálastofnunar veitt fanga skammtímaleyfi til dvalar utan fangelsis í þeim tilgangi að vera viðstaddur jarðarför eða kistulagningu náins ættingja eða annars nákomins í fjölskyldu fanga. Þó geti fangi verið viðstaddur bæði kistulagningu og jarðarför maka síns, niðja, foreldra, systkina, afa og ömmu, langömmu og langafa. Þá segir að með nánum ættingja og öðrum nákomnum í fjölskyldu fanga sé átt við maka, sambúðarmaka, niðja, stjúpbörn, fósturbörn, foreldra, stjúpforeldra, fósturforeldra, tengdaforeldra, systkin, systkinabörn, föður- og móðurforeldra, langömmu og langafa og föður- og móðursystkin. Því er ljóst að mágur fellur ekki undir skilgreiningu laganna um náinn ættingja eða annan nákominn í fjölskyldunni. Málið sorglegt og tími kominn á breytingar Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun, segir í samtali við Vísi að félagið hafi í rúman áratug barist fyrir því að reglur um skammtímaleyfi verði rýmkaðar. Afstaða sé meðvituð um mál Ágústs Ólafs og hafi unnið í því undanfarið. Hann hafi þó ekki vitað af því að endanleg neitun hafi borist og að honum þyki það sorglegt. Sér í lagi hversu langur málsmeðferðartíminn var og því knappur tími til að bregðast við neitun. Dómsmálaráðherra hefur boðað gagnagera endurskoðun á lögum um fullnustu refsinga. Guðmundur Ingi segist búast við því að endurbætur verði gerðar á reglum um skammtímaleyfi. „Ég geri ráð fyrir að þetta verði lagað. Þetta er svo sjálfsagt mál, að menn fái skammtímaleyfi til þess að vera viðstaddir jarðarfarir nákominna.“ Þá segir hann að svo virðist sem ekki sé gert ráð fyrir því í núgildandi lögum að fangar eigi fleiri nákomna en þann þrönga hóp sem talinn er upp í lögunum. Ekki rétt að ekki sé heimilt að veita leyfið Guðmundur Ingi gagnrýnir að Ágústi Ólafi hafi ekki verið veitt skammtímaleyfi og segir ekki rétt að lögin girði fyrir það. Þar bendir hann á að forstöðumanni fangelsis sé einnig heimilt að veita fanga skammtímaleyfi til þess að gæta sérstaklega brýnna persónulegra hagsmuna sinna. „Þannig að það er alveg hægt að gera þetta ef menn vilja.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál, þegar Vísir bar málið undir hann. Fangelsismál Tengdar fréttir „Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. 1. nóvember 2023 20:25 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
Ólafur Ágúst Hraundal, sem var dæmdur í tíu ára fangelsi í Landsrétti í fyrra fyrir umfangsmikla kannabisræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu, hefur fengið neitun um skammtímaleyfi til þess að mæta í útför bróður Birnu Ólafsdóttur eiginkonu hans. Birna segir í samtali við Vísi að bróðir hennar hafi verið bráðkvaddur þann 23. janúar síðastliðinn. Ólafur Ágúst hafi þá þegar óskað eftir skammtímaleyfi. Neikvætt svar við erindi hans hafi borist frá Fangelsismálastofnun á fimmtudag síðustu viku og hann þegar kært ákvörðunina til dómsmálaráðuneytisins. Í dag hafi svo endanlegt svar frá ráðuneytinu borist; Ólafur Ágúst fær ekki skammtímaleyfi. „Þetta er bara svo ljótt,“ segir Birna í talsverðu uppnámi. Hún segir að neitunin fái mikið á Ólaf Ágúst enda vilji hann vera til staðar fyrir eiginkonu sína og börn. Þá hafi þeir mágur hans verið nánir. Tæmandi talning í lögunum Birna segir að í svörum við erindum Ólafs Ágústs hafi verið vísað í lög um fullnustu refsinga. Í 61. grein þeirra um skammtímaleyfi segir að forstöðumaður fangelsis geti að fengnu samþykki Fangelsismálastofnunar veitt fanga skammtímaleyfi til dvalar utan fangelsis í þeim tilgangi að vera viðstaddur jarðarför eða kistulagningu náins ættingja eða annars nákomins í fjölskyldu fanga. Þó geti fangi verið viðstaddur bæði kistulagningu og jarðarför maka síns, niðja, foreldra, systkina, afa og ömmu, langömmu og langafa. Þá segir að með nánum ættingja og öðrum nákomnum í fjölskyldu fanga sé átt við maka, sambúðarmaka, niðja, stjúpbörn, fósturbörn, foreldra, stjúpforeldra, fósturforeldra, tengdaforeldra, systkin, systkinabörn, föður- og móðurforeldra, langömmu og langafa og föður- og móðursystkin. Því er ljóst að mágur fellur ekki undir skilgreiningu laganna um náinn ættingja eða annan nákominn í fjölskyldunni. Málið sorglegt og tími kominn á breytingar Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun, segir í samtali við Vísi að félagið hafi í rúman áratug barist fyrir því að reglur um skammtímaleyfi verði rýmkaðar. Afstaða sé meðvituð um mál Ágústs Ólafs og hafi unnið í því undanfarið. Hann hafi þó ekki vitað af því að endanleg neitun hafi borist og að honum þyki það sorglegt. Sér í lagi hversu langur málsmeðferðartíminn var og því knappur tími til að bregðast við neitun. Dómsmálaráðherra hefur boðað gagnagera endurskoðun á lögum um fullnustu refsinga. Guðmundur Ingi segist búast við því að endurbætur verði gerðar á reglum um skammtímaleyfi. „Ég geri ráð fyrir að þetta verði lagað. Þetta er svo sjálfsagt mál, að menn fái skammtímaleyfi til þess að vera viðstaddir jarðarfarir nákominna.“ Þá segir hann að svo virðist sem ekki sé gert ráð fyrir því í núgildandi lögum að fangar eigi fleiri nákomna en þann þrönga hóp sem talinn er upp í lögunum. Ekki rétt að ekki sé heimilt að veita leyfið Guðmundur Ingi gagnrýnir að Ágústi Ólafi hafi ekki verið veitt skammtímaleyfi og segir ekki rétt að lögin girði fyrir það. Þar bendir hann á að forstöðumanni fangelsis sé einnig heimilt að veita fanga skammtímaleyfi til þess að gæta sérstaklega brýnna persónulegra hagsmuna sinna. „Þannig að það er alveg hægt að gera þetta ef menn vilja.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál, þegar Vísir bar málið undir hann.
Fangelsismál Tengdar fréttir „Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. 1. nóvember 2023 20:25 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
„Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. 1. nóvember 2023 20:25