Svarar gagnrýninni: „Hvenær má maður þá fagna?“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2024 17:00 Martin Ödegaard fagnaði að sumra mati of mikið eftir sigurinn góða gegn Liverpool. Getty/Charlotte Wilson Norðmaðurinn Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, þvertekur fyrir að hafa farið yfir strikið í fagnaðarlátum eftir sigurinn á toppliði Liverpool, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og nú sérfræðingur Sky Sports, sagði í útsendingu eftir leik að Ödegaard ætti að „koma sér í leikmannagöngin“ í stað þess að fagna úti á velli. Það gerði Ödegaard hins vegar og tók meðal annars ljósmyndir með vél ljósmyndara Arsenal. Sigurinn þýðir að Arsenal er núna tveimur stigum á eftir Liverpool. „Ef að maður má ekki fagna eftir að hafa unnið leik, hvenær má maður þá fagna?“ spurði Ödegaard í viðtali eftir leik. „Við erum ánægðir með sigurinn og við verðum áfram auðmjúkir,“ sagði Ödegaard. Carragher virtist hins vegar alls ekki hrifinn af því að Norðmaðurinn eyddi svona miklum tíma úti á velli til að njóta sigursins. „Farið bara niður í göngin. Þið unnuð leik, þrjú stig, voruð frábærir. Aftur komnir í titilslaginn, farið bara í göngin. Í alvöru talað,“ sagði Carragher. Gary Neville, félagi Carraghers hjá Sky og fyrrverandi leikmaður Manchester United, sagði það merki um „dálítinn skort á þroska“ hvernig Arsenal hefði fagnað. Það væri í anda liðs sem að teldi sig ekki geta klárað dæmið og unnið titilinn. Ödegaard var hins vegar ekki sammála því að hægt væri að fagna of mikið. „Nei, ég held að allir sem að elska fótbolta, og sem skilja fótbolta, viti hvað það var mikils virði að vinna þennan leik. Við höldum áfram að leggja hart að okkur og búum okkur undir næsta leik, en auðvitað er maður ánægður þegar maður vinnur,“ sagði Ödegaard og bætti við: „Þetta var risaleikur. Bilið hefði getað orðið átta stig og þá væri útlitið allt annað, en við mættum til leiks, og stuðningsmennirnir voru frábærir. Við gerðum þetta öll saman. Þú sérð félagið, hve allir eru sameinaðir, leikmenn starfsliðið, stuðningsmenn, allir. Svo já, það er frábært að sjá.“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og nú sérfræðingur Sky Sports, sagði í útsendingu eftir leik að Ödegaard ætti að „koma sér í leikmannagöngin“ í stað þess að fagna úti á velli. Það gerði Ödegaard hins vegar og tók meðal annars ljósmyndir með vél ljósmyndara Arsenal. Sigurinn þýðir að Arsenal er núna tveimur stigum á eftir Liverpool. „Ef að maður má ekki fagna eftir að hafa unnið leik, hvenær má maður þá fagna?“ spurði Ödegaard í viðtali eftir leik. „Við erum ánægðir með sigurinn og við verðum áfram auðmjúkir,“ sagði Ödegaard. Carragher virtist hins vegar alls ekki hrifinn af því að Norðmaðurinn eyddi svona miklum tíma úti á velli til að njóta sigursins. „Farið bara niður í göngin. Þið unnuð leik, þrjú stig, voruð frábærir. Aftur komnir í titilslaginn, farið bara í göngin. Í alvöru talað,“ sagði Carragher. Gary Neville, félagi Carraghers hjá Sky og fyrrverandi leikmaður Manchester United, sagði það merki um „dálítinn skort á þroska“ hvernig Arsenal hefði fagnað. Það væri í anda liðs sem að teldi sig ekki geta klárað dæmið og unnið titilinn. Ödegaard var hins vegar ekki sammála því að hægt væri að fagna of mikið. „Nei, ég held að allir sem að elska fótbolta, og sem skilja fótbolta, viti hvað það var mikils virði að vinna þennan leik. Við höldum áfram að leggja hart að okkur og búum okkur undir næsta leik, en auðvitað er maður ánægður þegar maður vinnur,“ sagði Ödegaard og bætti við: „Þetta var risaleikur. Bilið hefði getað orðið átta stig og þá væri útlitið allt annað, en við mættum til leiks, og stuðningsmennirnir voru frábærir. Við gerðum þetta öll saman. Þú sérð félagið, hve allir eru sameinaðir, leikmenn starfsliðið, stuðningsmenn, allir. Svo já, það er frábært að sjá.“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira