Beina útsendingu frá fyrirspurnartímanum má sjá hér fyrir neðan.Mótmælendur hafa nú staðið fyrir kyrrsetumótmælum á Austurvelli í fjörutíu daga. Á Facebook viðburði mótmælanna í dag segir að þau muni ekki hverfa þaðan fyrr en kröfum þeirra hefur verið mætt.
„Markmið okkar er skýrt: að koma á breytingum í málum er varða fjölskyldusameiningar og alþjóðlega vernd fyrir Palestínufólk á Íslandi. Mætum öll á Austurvöll fyrir utan Alþingi og sýnum ráðamönnum að við munum ekki draga úr krafti mótmæla okkar fyrr en fjölskyldurnar verða fluttar óhultar frá Gasa,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum mótmælanna.
Þá hafa Vísi borist ábendingar um að friðsamleg mótmæli fari fram á þingpöllum Alþingis í dag.