Ekki lengur á Íslandi til að svara fyrir ofbeldi gegn konum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2024 17:11 Karlmaðurinn var dæmdur fyrir brot í Reykjavík árin 2021 og 2022. Hann virðist hafa farið til Póllands fyrir einhverju síðan. Unsplash/Benjamin R. Karlmaður frá Póllandi var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir líkamsárás gegn tveimur konum og hótunarbrot. Önnur konan er jafngömul manninum en hin tuttugu árum eldri. Maðurinn var ekki viðstaddur meðferð málsins. Ekki tókst að birta manninum ákæruna og var hún því birt í Lögbirtingarblaðinu lögum samkvæmt. Þar kom fram að hann væri pólskur ríkisborgari og talinn staddur einhvers staðar í Póllandi. Þá kom fram að konurnar tvær, brotaþolarnir í málinu, væru sömuleiðis pólskar en upplýsingar um tengsl mannsins við konurnar koma ekki fram í dómnum. Þó var maðurinn ekki ákærður fyrir brot í nánu sambandi. Hann var ákærður fyrir líkamsárás og hótun með því að hafa í desember árið 2021, að heimili í Reykjavík, veist með ofbeldi að konu, sem er jafngömul manninum, rifið í hár hennar og dregið niður steyptar tröppur, sparkað í hana, slegið nokkrum sinnum í hana og tekið hana hálstaki, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut marbletti í andliti, hægri framhandlegg, vinstra hné, vinstri mjöðm og vinstri rist auk þess sem hún var bólgin og aum í nefbeini og hægri hluta kjálka og hafa jafnframt hótað henni að taka rakvél og raka af henni hárið og með því vakið hjá henni ótta um heilbrigði og velferð hennar. Brennisteinssýrusmitaðir vettlingar Þá var maðurinn ákærður fyrir líkamsárás í apríl í fyrra, með því að hafa veist með ofbeldi að konunni, rifið í bol hennar þannig að hún skall með höfuðið í glugga, gripið í báða framhandleggi hennar og klórað hægri framhandlegg hennar með nögl sinni, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut kúlu og mar á enni og skrámu á hægri framhandlegg. Þá var hann ákærður fyrir líkamsárás, á sama stað og stund, gegn annarri konu, sem er tuttugu árum eldri en hin, með því að hafa veist að henni með ofbeldi, gripið um handleggi hennar klæddur brennisteinssýrusmituðum vettlingum, með þeim afleiðingum að hún hlaut fyrsta og annars stigs brunasár á báðum handleggjum. Loks var hann ákærður fyrir hótunarbrot, með því að hafa á sama stað og stund, hótað konunum báðum lífláti og talið niður sekúndurnar uns þær myndu deyja og með því vakið hjá þeim ótta um líf, heilbrigði og velferð þeirra beggja. Var maðurinn sakfelldur í öllum ákæruliðum og dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómsmál Pólland Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Ekki tókst að birta manninum ákæruna og var hún því birt í Lögbirtingarblaðinu lögum samkvæmt. Þar kom fram að hann væri pólskur ríkisborgari og talinn staddur einhvers staðar í Póllandi. Þá kom fram að konurnar tvær, brotaþolarnir í málinu, væru sömuleiðis pólskar en upplýsingar um tengsl mannsins við konurnar koma ekki fram í dómnum. Þó var maðurinn ekki ákærður fyrir brot í nánu sambandi. Hann var ákærður fyrir líkamsárás og hótun með því að hafa í desember árið 2021, að heimili í Reykjavík, veist með ofbeldi að konu, sem er jafngömul manninum, rifið í hár hennar og dregið niður steyptar tröppur, sparkað í hana, slegið nokkrum sinnum í hana og tekið hana hálstaki, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut marbletti í andliti, hægri framhandlegg, vinstra hné, vinstri mjöðm og vinstri rist auk þess sem hún var bólgin og aum í nefbeini og hægri hluta kjálka og hafa jafnframt hótað henni að taka rakvél og raka af henni hárið og með því vakið hjá henni ótta um heilbrigði og velferð hennar. Brennisteinssýrusmitaðir vettlingar Þá var maðurinn ákærður fyrir líkamsárás í apríl í fyrra, með því að hafa veist með ofbeldi að konunni, rifið í bol hennar þannig að hún skall með höfuðið í glugga, gripið í báða framhandleggi hennar og klórað hægri framhandlegg hennar með nögl sinni, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut kúlu og mar á enni og skrámu á hægri framhandlegg. Þá var hann ákærður fyrir líkamsárás, á sama stað og stund, gegn annarri konu, sem er tuttugu árum eldri en hin, með því að hafa veist að henni með ofbeldi, gripið um handleggi hennar klæddur brennisteinssýrusmituðum vettlingum, með þeim afleiðingum að hún hlaut fyrsta og annars stigs brunasár á báðum handleggjum. Loks var hann ákærður fyrir hótunarbrot, með því að hafa á sama stað og stund, hótað konunum báðum lífláti og talið niður sekúndurnar uns þær myndu deyja og með því vakið hjá þeim ótta um líf, heilbrigði og velferð þeirra beggja. Var maðurinn sakfelldur í öllum ákæruliðum og dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Dómsmál Pólland Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira