Emma Hayes: Skortur á kvenkyns þjálfurum risastórt vandamál Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2024 21:30 Emma Hayes á hliðarlínunni. Angel Martinez/Getty Images Emma Hayes, fráfarandi þjálfari Englandsmeistara Chelsea í knattspyrnu, segir skort á kvenkyns þjálfurum vera risastórt vandamál. Hvetur hún knattspyrnuhreyfinguna til að finna lausnir. Hin 47 ára gamla Hayes hefur stýrt Chelsea í meira en áratug og ítrekað sýnt snilli sína á hliðarlínunni. Undir hennar stjórn hefur liðið sex sinnum orðið Englandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. Þá var hún kosin besti þjálfari heims af FIFA árið 2021 og ári síðar fékk hún OBE-orðu frá bresku krúninni. Thanks to all the fans that came to see the Chelsea tonight. We heard every single one of you @ChelseaFCW pic.twitter.com/Scb9QWeq5p— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) December 20, 2023 Þrátt fyrir að taka við bandaríska kvennalandsliðinu að leiktíðinni lokinni þá er ljóst að Emma er alltaf með hugann við enska knattspyrnu. Hún segir að það sé gríðarleg vinna framundan þegar kemur að því að minnka bilið milli karla og kvenna í þjálfun. Aðeins þriðjungur liða (fjögur) í efstu deild kvenna á Englandi eru með kvenkyns þjálfara. Þá eru aðeins 21 kona í Englandi með UEFA Pro-þjálfaragráðu. „Við þurfum að horfast í augu við að tækifærin eru af skornum skammti. Við þurfum að hugsa upp nýjar leiðir til að mennta stelpur frá unga aldri,“ sagði Hayes í viðtali við BBC. „Við þurfum að horfa í hvað það kostar að mennta sig. Það kostar um 10 þúsund pund (1,7 milljónir íslenskra króna) að taka Pro-gráðuna. Launin í kvennaknattspyrnu eru ekkert samanborið við launin karla megin.“ „Við þurfum mennta konur og stelpur fyrr á ferli þeirra. Við þurfum að setja meira fjármagn í þjálfun.“ Aðspurð hvort hún vildi að arftaki sinn hjá Chelsea yrði kvenkyns þá sagði Hayes best að hún myndi ekki skipta sér að því. Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið orðuð við starfið en enn er ekki ljóst hver þarf að fylla það stóra skarð sem Hayes skilur eftir sig. Chelsea er á toppi ensku deildarinnar með 34 stig, þremur stigum meira en Arsenal, og stefnir hraðbyr á fimmta Englandsmeistaratitilinn í röð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Hin 47 ára gamla Hayes hefur stýrt Chelsea í meira en áratug og ítrekað sýnt snilli sína á hliðarlínunni. Undir hennar stjórn hefur liðið sex sinnum orðið Englandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. Þá var hún kosin besti þjálfari heims af FIFA árið 2021 og ári síðar fékk hún OBE-orðu frá bresku krúninni. Thanks to all the fans that came to see the Chelsea tonight. We heard every single one of you @ChelseaFCW pic.twitter.com/Scb9QWeq5p— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) December 20, 2023 Þrátt fyrir að taka við bandaríska kvennalandsliðinu að leiktíðinni lokinni þá er ljóst að Emma er alltaf með hugann við enska knattspyrnu. Hún segir að það sé gríðarleg vinna framundan þegar kemur að því að minnka bilið milli karla og kvenna í þjálfun. Aðeins þriðjungur liða (fjögur) í efstu deild kvenna á Englandi eru með kvenkyns þjálfara. Þá eru aðeins 21 kona í Englandi með UEFA Pro-þjálfaragráðu. „Við þurfum að horfast í augu við að tækifærin eru af skornum skammti. Við þurfum að hugsa upp nýjar leiðir til að mennta stelpur frá unga aldri,“ sagði Hayes í viðtali við BBC. „Við þurfum að horfa í hvað það kostar að mennta sig. Það kostar um 10 þúsund pund (1,7 milljónir íslenskra króna) að taka Pro-gráðuna. Launin í kvennaknattspyrnu eru ekkert samanborið við launin karla megin.“ „Við þurfum mennta konur og stelpur fyrr á ferli þeirra. Við þurfum að setja meira fjármagn í þjálfun.“ Aðspurð hvort hún vildi að arftaki sinn hjá Chelsea yrði kvenkyns þá sagði Hayes best að hún myndi ekki skipta sér að því. Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið orðuð við starfið en enn er ekki ljóst hver þarf að fylla það stóra skarð sem Hayes skilur eftir sig. Chelsea er á toppi ensku deildarinnar með 34 stig, þremur stigum meira en Arsenal, og stefnir hraðbyr á fimmta Englandsmeistaratitilinn í röð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira