Víkingur vann tvöfalt í annað sinn á þremur árum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Víkingar höfðu gríðarlega yfirburði í deildinni, unnu fyrstu átta leiki sína, fengu bara tvö mörk á sig í þeim og urðu Íslandsmeistarar þegar fjórar umferðir voru eftir. Þeir fengu ellefu stigum meira en næsta lið. Víkingur varð einnig bikarmeistari fjórða sinn í röð. Víkingur 2023 lenti í 3. sæti í kjöri Vísis á bestu fótboltaliðum Íslands síðustu fjörutíu ár (1984-2023). Fyrir tímabilið 2023 sáu fæstir að Víkingur myndi eiga jafn glæsilegt tímabil og raun bar vitni. Víkingur varð tvöfaldur meistari 2021 en slæm byrjun á tímabilinu á eftir gerði út um möguleika liðsins á að verja Íslandsmeistaratitilinn. Þeir rauðsvörtu unnu hins vegar bikarinn þriðja sinn í röð. Litlar breytingar urðu á Víkingsliðinu fyrir tímabilið 2023. Hinn 36 ára Matthías Vilhjálmsson kom frá FH en límið og fyrirliði liðsins, Júlíus Magnússon, fór út í atvinnumennsku. En korter í mót kom Færeyingurinn Gunnar Vatnhamar til Víkings og hann reyndist himnasending fyrir Arnar og Víkingsliðið. grafík/sara Gunnar tók að sér John Stones hlutverk hjá Víkingi, spilaði tvær stöður í einu, í vörn og á miðju, og leysti þær báðar eins og snillingur. Við hlið hans í vörninni var Oliver Ekroth allt annar maður en 2022 og fyrir aftan þá harðneitaði Ingvar Jónsson að fá á sig mörk. Víkingur byrjaði tímabilið af fítonskrafti, vann fyrstu átta leiki sína og fékk einungis eitt mark í sig í fyrstu sjö leikjunum. Víkingar töpuðu fyrir Valsmönnum í 9. umferð og köstuðu svo frá sér tveggja marka forskoti undir lokin gegn Blikum í miklum hasarleik í næstu umferð. Eftir tíu umferðir var forskot Víkings á toppnum því aðeins tvö stig. Víkingur vann hins vegar ellefu af næstu tólf leikjum sínum og gerði eitt jafntefli, 3-3 gegn botnliði Keflavíkur. Það var eitt af fáum skiptum á tímabilinu sem Víkingur var ekki með fulla stjórn á hlutunum. Annars voru leikirnir alltaf spilaðir á forsendum þeirra rauðu og svörtu. Hið brothætta en sjarmerandi lið frá fyrstu árum Arnars við stjórnvölinn hjá Víkingi var aðeins minning ein. Eftir stóð harðgert lið sem gat bæði spilað og slegist, frábært í föstum leikatriðum og kunni öll trixin í bókinni. Það minnti miklu frekar á bestu Skagaliðin en einhverja samheitaútgáfu af Guardiola-bolta. grafík/sara En þetta var skemmtilegt lið. Eftir að hafa spilað frábæra vörn í upphafi móts hættu Víkingar að nenna að verjast. Þeir fengu á sig tvö mörk í fyrstu átta leikjunum en 28 í næstu nítján. En það breytti nákvæmlega engu. Víkingar skoruðu nefnilega 76 mörk, eða 2,8 mörk að meðaltali í leik. Víkingur skoraði fimm og fjögur mörk í tveimur sigrum á silfurliði Vals og fimm mörk gegn Breiðabliki í rútuleiknum fræga. Víkingar og Blikar skiptust á skeytasendingum allt tímabilið en inni á vellinum var munurinn á liðunum gríðarlegur. Þegar uppi var staðið fékk Víkingur 25 stigum meira en Breiðablik. Víkingur var með fjórtán stiga forskot á Val eftir fyrstu 22 leikina, vann nítján, gerði tvö jafntefli og tapaði aðeins einum leik. Það var því löngu ljóst hvaða lið yrði Íslandsmeistari og það var endanlega staðfest eftir jafntefli KR og Vals þegar fjórar umferðir voru eftir. Og kannski vantaði hvatninguna undir lokin. Víkingar unnu nefnilega aðeins tvo af fimm leikjum sínum í úrslitakeppninni og fengu á sig tíu mörk í henni. Það skipti litlu í stóra samhenginu en það hefði verið gaman að sjá hversu mörg stigin hefðu orðið ef hvatningin hefði verið einhver undir lokin. grafík/sara Margir áttu frábært sumar hjá Víkingum. Gunnar, Oliver og Ingvar hafa verið nefndir. Pablo Punyed hélt áfram að sanna að hann er einn af bestu erlendu leikmönnum sem hafa spilað á hér á landi, Matthías leysti ýmsar stöður með glans, Birnir Snær Ingason sprakk loksins endanlega út og var valinn besti leikmaður deildarinnar og ómærða hetjan Erlingur Agnarsson átti enn eitt flotta tímabilið. Nikolaj Hansen og Danijel Dejan Djuric skoruðu báðir yfir tíu mörk, líkt og Birnir, og á bekknum beið Helgi Guðjónsson alltaf tilbúinn. Íslenskur Solskjær, fullkominn tólfti maður. Og svo var það Aron Elís Þrándarson sem kom heim um mitt tímabil, á besta aldri. Hann kom ekki heim til að liggja á meltunni heldur gerði hann gott lið enn betra og skoraði níu mörk í þrettán leikjum í deild og bikar. Áður en tímabilinu lauk var byrjað að nefna Víking í sömu andrá og bestu í íslenskri fótboltasögu. Og það var ekki að ástæðulausu. Yfirburðirnir voru slíkir. Víkingur fékk 66 stig, eða 2,44 stig að meðaltali í leik, ellefu stigum meira en Valur, og var með 46 mörk í plús. Og Víkingar unnu auðvitað báða titlana því þeir sögðu ekki upp áskriftinni að bikarmeistaratitlinum. Stóru titlarnir sem Víkingur hefur unnið undir stjórn Arnars eru því orðnir sex. Það er því engin furða að hann sé dýrkaður og dáður, nánast tilbeðinn, meðal Víkinga. Við erum stödd á miðju blómaskeiði þeirra. Besta deild karla Víkingur Reykjavík 10 bestu liðin Tengdar fréttir Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1995 | Scania og Ferrari á Skaganum ÍA varð Íslandsmeistari fjórða árið í röð og jafnaði stigamet liðsins frá því tveimur árum áður. Skagamenn unnu fyrstu tólf leiki sína og unnu deildina með fjórtán stiga mun. Ólafur Þórðarson var í aðalhlutverki fyrri hluta tímabilsins en seinni hlutann stal Arnar Gunnlaugsson fyrirsögnunum og hirti gullskóinn þrátt fyrir að spila bara sjö deildarleiki. 7. febrúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): Fram 1988 | Ókleifur hamarinn Fram varð Íslandsmeistari 1988, í annað sinn á þremur árum, með fáheyrðum yfirburðum og setti stigamet sem stendur enn í tíu liða deild með þriggja stiga reglunni. Fram-vörnin óvinnandi vígi og Birkir Kristinsson hélt tólf sinnum hreinu í átján leikjum. Framar á vellinum voru Pétur Ormslev og Guðmundur Steinsson aðalmennirnir. 6. febrúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): KR 1999 | Þetta er KR, það er enginn einn Á aldarafmæli félagsins braut KR loks ísinn og varð Íslandsmeistari í fótbolta karla eftir 31 árs bið. KR-ingar urðu einnig bikarmeistarar í þriðja sinn á sex árum. Guðmundur Benediktsson fór á kostum en koma tveggja Skagamanna gerði gæfumuninn fyrir KR-inga sem náðu toppsætinu snemma móts og létu það ekki af hendi eftir það. 5. febrúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): Stjarnan 2014 | Sú tilfinning er engu lík Undir taktföstum tónum Silfurskeiðarinnar vann Stjarnan sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil á eins ævintýralegan hátt og mögulegt var. Stjörnumenn fóru einnig lengra í Evrópukeppni en íslenskt lið hafði áður farið og mætti meðal annars Inter í tveimur leikjum. Úrslitaleik FH og Stjörnunnar gleymir svo enginn sem hann sá. 2. febrúar 2024 10:01 Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1996 | Á degi eins og þessum Eftir stormasamt tímabil lauk glæsilegri sigurgöngu ÍA á eftirminnilegan hátt, með fimmta Íslandsmeistaratitlinum á jafn mörgum árum og bikarmeistaratitli. Nýjar stjörnur komu fram og kjarnastarfsmenn stóðu áfram fyrir sínu. Æsilegu kapphlaupi Skagamanna og KR-inga um Íslandsmeistaratitilinn lauk með úrslitaleik á Akranesi. 1. febrúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍBV 1998 | Komu fagnandi Eftir að hafa verið hársbreidd frá því að vinna tvöfalt árið á undan afrekaði ÍBV það tímabilið 1998. Steingrímur Jóhannesson fyllti skarð Tryggva Guðmundssonar með glæsibrag og skoraði grimmt fyrir Eyjamenn sem lentu í þrengingum um sumarið en tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á KR-ingum í úrslitaleik í Frostaskjólinu. 31. janúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): Breiðablik 2022 | Háflug á vængjum Hrafnsins Breiðablik missti af Íslandsmeistaratitlinum 2021 á grátlegan hátt en kom öflugt til baka og vann titilinn með talsverðum yfirburðum árið eftir. Blikar, með Ísak Snæ Þorvaldsson í feiknaformi, byrjuðu tímabilið af gríðarlegum krafti, unnu fyrstu átta leiki sína og voru alltaf fremstir í kapphlaupinu um titilinn. Þá gerðu þeir sig gildandi í Evrópukeppni. 30. janúar 2024 10:01 Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti
Víkingur 2023 lenti í 3. sæti í kjöri Vísis á bestu fótboltaliðum Íslands síðustu fjörutíu ár (1984-2023). Fyrir tímabilið 2023 sáu fæstir að Víkingur myndi eiga jafn glæsilegt tímabil og raun bar vitni. Víkingur varð tvöfaldur meistari 2021 en slæm byrjun á tímabilinu á eftir gerði út um möguleika liðsins á að verja Íslandsmeistaratitilinn. Þeir rauðsvörtu unnu hins vegar bikarinn þriðja sinn í röð. Litlar breytingar urðu á Víkingsliðinu fyrir tímabilið 2023. Hinn 36 ára Matthías Vilhjálmsson kom frá FH en límið og fyrirliði liðsins, Júlíus Magnússon, fór út í atvinnumennsku. En korter í mót kom Færeyingurinn Gunnar Vatnhamar til Víkings og hann reyndist himnasending fyrir Arnar og Víkingsliðið. grafík/sara Gunnar tók að sér John Stones hlutverk hjá Víkingi, spilaði tvær stöður í einu, í vörn og á miðju, og leysti þær báðar eins og snillingur. Við hlið hans í vörninni var Oliver Ekroth allt annar maður en 2022 og fyrir aftan þá harðneitaði Ingvar Jónsson að fá á sig mörk. Víkingur byrjaði tímabilið af fítonskrafti, vann fyrstu átta leiki sína og fékk einungis eitt mark í sig í fyrstu sjö leikjunum. Víkingar töpuðu fyrir Valsmönnum í 9. umferð og köstuðu svo frá sér tveggja marka forskoti undir lokin gegn Blikum í miklum hasarleik í næstu umferð. Eftir tíu umferðir var forskot Víkings á toppnum því aðeins tvö stig. Víkingur vann hins vegar ellefu af næstu tólf leikjum sínum og gerði eitt jafntefli, 3-3 gegn botnliði Keflavíkur. Það var eitt af fáum skiptum á tímabilinu sem Víkingur var ekki með fulla stjórn á hlutunum. Annars voru leikirnir alltaf spilaðir á forsendum þeirra rauðu og svörtu. Hið brothætta en sjarmerandi lið frá fyrstu árum Arnars við stjórnvölinn hjá Víkingi var aðeins minning ein. Eftir stóð harðgert lið sem gat bæði spilað og slegist, frábært í föstum leikatriðum og kunni öll trixin í bókinni. Það minnti miklu frekar á bestu Skagaliðin en einhverja samheitaútgáfu af Guardiola-bolta. grafík/sara En þetta var skemmtilegt lið. Eftir að hafa spilað frábæra vörn í upphafi móts hættu Víkingar að nenna að verjast. Þeir fengu á sig tvö mörk í fyrstu átta leikjunum en 28 í næstu nítján. En það breytti nákvæmlega engu. Víkingar skoruðu nefnilega 76 mörk, eða 2,8 mörk að meðaltali í leik. Víkingur skoraði fimm og fjögur mörk í tveimur sigrum á silfurliði Vals og fimm mörk gegn Breiðabliki í rútuleiknum fræga. Víkingar og Blikar skiptust á skeytasendingum allt tímabilið en inni á vellinum var munurinn á liðunum gríðarlegur. Þegar uppi var staðið fékk Víkingur 25 stigum meira en Breiðablik. Víkingur var með fjórtán stiga forskot á Val eftir fyrstu 22 leikina, vann nítján, gerði tvö jafntefli og tapaði aðeins einum leik. Það var því löngu ljóst hvaða lið yrði Íslandsmeistari og það var endanlega staðfest eftir jafntefli KR og Vals þegar fjórar umferðir voru eftir. Og kannski vantaði hvatninguna undir lokin. Víkingar unnu nefnilega aðeins tvo af fimm leikjum sínum í úrslitakeppninni og fengu á sig tíu mörk í henni. Það skipti litlu í stóra samhenginu en það hefði verið gaman að sjá hversu mörg stigin hefðu orðið ef hvatningin hefði verið einhver undir lokin. grafík/sara Margir áttu frábært sumar hjá Víkingum. Gunnar, Oliver og Ingvar hafa verið nefndir. Pablo Punyed hélt áfram að sanna að hann er einn af bestu erlendu leikmönnum sem hafa spilað á hér á landi, Matthías leysti ýmsar stöður með glans, Birnir Snær Ingason sprakk loksins endanlega út og var valinn besti leikmaður deildarinnar og ómærða hetjan Erlingur Agnarsson átti enn eitt flotta tímabilið. Nikolaj Hansen og Danijel Dejan Djuric skoruðu báðir yfir tíu mörk, líkt og Birnir, og á bekknum beið Helgi Guðjónsson alltaf tilbúinn. Íslenskur Solskjær, fullkominn tólfti maður. Og svo var það Aron Elís Þrándarson sem kom heim um mitt tímabil, á besta aldri. Hann kom ekki heim til að liggja á meltunni heldur gerði hann gott lið enn betra og skoraði níu mörk í þrettán leikjum í deild og bikar. Áður en tímabilinu lauk var byrjað að nefna Víking í sömu andrá og bestu í íslenskri fótboltasögu. Og það var ekki að ástæðulausu. Yfirburðirnir voru slíkir. Víkingur fékk 66 stig, eða 2,44 stig að meðaltali í leik, ellefu stigum meira en Valur, og var með 46 mörk í plús. Og Víkingar unnu auðvitað báða titlana því þeir sögðu ekki upp áskriftinni að bikarmeistaratitlinum. Stóru titlarnir sem Víkingur hefur unnið undir stjórn Arnars eru því orðnir sex. Það er því engin furða að hann sé dýrkaður og dáður, nánast tilbeðinn, meðal Víkinga. Við erum stödd á miðju blómaskeiði þeirra.
Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1995 | Scania og Ferrari á Skaganum ÍA varð Íslandsmeistari fjórða árið í röð og jafnaði stigamet liðsins frá því tveimur árum áður. Skagamenn unnu fyrstu tólf leiki sína og unnu deildina með fjórtán stiga mun. Ólafur Þórðarson var í aðalhlutverki fyrri hluta tímabilsins en seinni hlutann stal Arnar Gunnlaugsson fyrirsögnunum og hirti gullskóinn þrátt fyrir að spila bara sjö deildarleiki. 7. febrúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): Fram 1988 | Ókleifur hamarinn Fram varð Íslandsmeistari 1988, í annað sinn á þremur árum, með fáheyrðum yfirburðum og setti stigamet sem stendur enn í tíu liða deild með þriggja stiga reglunni. Fram-vörnin óvinnandi vígi og Birkir Kristinsson hélt tólf sinnum hreinu í átján leikjum. Framar á vellinum voru Pétur Ormslev og Guðmundur Steinsson aðalmennirnir. 6. febrúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): KR 1999 | Þetta er KR, það er enginn einn Á aldarafmæli félagsins braut KR loks ísinn og varð Íslandsmeistari í fótbolta karla eftir 31 árs bið. KR-ingar urðu einnig bikarmeistarar í þriðja sinn á sex árum. Guðmundur Benediktsson fór á kostum en koma tveggja Skagamanna gerði gæfumuninn fyrir KR-inga sem náðu toppsætinu snemma móts og létu það ekki af hendi eftir það. 5. febrúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): Stjarnan 2014 | Sú tilfinning er engu lík Undir taktföstum tónum Silfurskeiðarinnar vann Stjarnan sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil á eins ævintýralegan hátt og mögulegt var. Stjörnumenn fóru einnig lengra í Evrópukeppni en íslenskt lið hafði áður farið og mætti meðal annars Inter í tveimur leikjum. Úrslitaleik FH og Stjörnunnar gleymir svo enginn sem hann sá. 2. febrúar 2024 10:01
Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1996 | Á degi eins og þessum Eftir stormasamt tímabil lauk glæsilegri sigurgöngu ÍA á eftirminnilegan hátt, með fimmta Íslandsmeistaratitlinum á jafn mörgum árum og bikarmeistaratitli. Nýjar stjörnur komu fram og kjarnastarfsmenn stóðu áfram fyrir sínu. Æsilegu kapphlaupi Skagamanna og KR-inga um Íslandsmeistaratitilinn lauk með úrslitaleik á Akranesi. 1. febrúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍBV 1998 | Komu fagnandi Eftir að hafa verið hársbreidd frá því að vinna tvöfalt árið á undan afrekaði ÍBV það tímabilið 1998. Steingrímur Jóhannesson fyllti skarð Tryggva Guðmundssonar með glæsibrag og skoraði grimmt fyrir Eyjamenn sem lentu í þrengingum um sumarið en tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á KR-ingum í úrslitaleik í Frostaskjólinu. 31. janúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): Breiðablik 2022 | Háflug á vængjum Hrafnsins Breiðablik missti af Íslandsmeistaratitlinum 2021 á grátlegan hátt en kom öflugt til baka og vann titilinn með talsverðum yfirburðum árið eftir. Blikar, með Ísak Snæ Þorvaldsson í feiknaformi, byrjuðu tímabilið af gríðarlegum krafti, unnu fyrstu átta leiki sína og voru alltaf fremstir í kapphlaupinu um titilinn. Þá gerðu þeir sig gildandi í Evrópukeppni. 30. janúar 2024 10:01