Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 64-90 | Fjórði sigur Hauka í röð Andri Már Eggertsson skrifar 6. febrúar 2024 20:00 Haukar unnu sannfærandi 26 stiga útisigur gegn Stjörnunni Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar völtuðu yfir Stjörnuna og unnu sannfærandi 26 stiga sigur 64-90. Þetta var fjórði sigur Hauka í röð á meðan þetta var sjötta tap Stjörnunnar í röð í öllum keppnum. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en það voru Haukar sem tóku frumkvæðið. Varnarleikur gestanna var öflugur þar sem Haukar spiluðu fast og brutu frekar en að gefa opin skot. Fyrsta karfa Stjörnunnar úr opnum leik kom eftir þrjár og hálfa mínútu. Gestirnir komust átta stigum yfir 6-14 þegar tæplega sex mínútur voru liðnar af leiknum. Stjarnan - Haukar Subway deild kvenna vetur 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir því sem leið á fyrsta leikhluta fór Stjarnan að spila betur en Þóra Kristín Jónsdóttir setti niður þriggja stiga körfu undir lok leikhlutans og Haukar voru fimm stigum yfir eftir fyrsta fjórðung 12-17. Haukar byrjuðu annan leikhluta af krafti. Gestirnir úr Hafnarfirði gerðu fyrstu sjö stigin í leikhlutanum. Ofan á það gerði Þóra síðustu þrjú stigin í fyrsta leikhluta. Eftir tíu stig í röð frá Haukum fékk Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, nóg og tók leikhlé í stöðunni 12-24. Það var létt yfir Sigmundi Má HerbertssyniVísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir leikhlé Arnars fór að ganga töluvert betur hjá Stjörnunni. Heimakonur gerðu átta stig í röð og minnkuðu forskot Hauka niður í fjögur stig. En líkt og í fyrsta leikhluta náði Stjarnan ekki að halda dampi eftir gott áhlaup og Haukar gengu á lagið og komust ellefu stig yfir 23-34. Haukar voru tíu stigum yfir í hálfleik 28-38. Það var hart barist í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Þrátt fyrir að vera tíu stigum yfir gáfu Haukar ekkert eftir í þriðja leikhluta. Gestirnir sýndu klærnar og voru betri en Stjarnan á öllum sviðum leiksins. Í stöðunni 30-51 tók Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé. Haukar voru tuttugu stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta. Haukar gáfu Stjörnunni aldrei tækifæri til þess að koma til baka í fjórða leikhluta. Gestirnir unnu að lokum 26 stiga sigur 64-90. Keira Robinson gerði 18 stig í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Af hverju unnu Haukar?Haukar voru betri á öllum sviðum í kvöld. Gestirnir hittu töluvert betur og spiluðu afar góða vörn þar sem þeim tókst að þvinga Stjörnuna í erfið skot. Haukar gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta þar sem liðið vann 8-18 og voru tuttugu stigum yfir fyrir síðasta fjórðung.Hverjar stóðu upp úr?Þóra Kristín Jónsdóttir var frábær á báðum endum vallarins. Þóra gerði 22 stig, tók 5 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.Keira Robinson var með tvöfalda tvennu. Keira gerði 18 stig og tók 11 fráköst.Hvað gekk illa?Stjarnan hitti afar illa í kvöld. Liðið var með 31 prósent skotnýtingu úr opnum leik. Fyrir utan þriggja stiga línuna tók Stjarnan 34 skot og hitti aðeins úr sjö skotum. Hvað gerist næst?Næsta laugardag mætast Keflavík og Stjarnan klukkan 17:15.Á sunnudaginn mætast Grindavík og Haukar klukkan 20:15.„Liðin í kringum okkur urðu ekki lélegri eftir áramót“Arnar Guðjónsson á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Pawel CieslikiewiczArnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur með skotnýtingu liðsins eftir tap gegn Haukum á heimavelli.„Þær voru mikið betri en við í dag og spiluðu gríðarlega vel. Þær eru ótrúlega góðar og voru mikið betri en við í Ólafssal,“ sagði Arnar Guðjónsson aðspurður hvort þetta hafi verið börn á móti konum líkt og hann sagði eftir tap gegn Haukum fyrr á árinu.Arnar hrósaði Haukum sem hittu afar vel í kvöld á meðan hans lið hitti illa.„Þær fengu opin skot og við vorum að reyna að pressa og djöflast í þeim en þær settu góð skot ofan í. Keira var erfið þar sem hún bjó til mörg opin skot og þær fengu opnari skot en við sem útskýrir skotnýtinguna.“ „Þær bjuggu til betri skot en við og sóknarleikurinn okkar stoppaði of oft. Skotnýtingin okkar var ekki góð og þá spiluðum við ekki góða vörn sem varð til þess að þær stjórnuðu hraðanum.“Arnar hafði ekki áhyggjur af liðinu þrátt fyrir að þetta hafi verið sjötti tapleikur Stjörnunnar í röð. „Það er alveg á hreinu að liðin í kringum okkur urðu ekki lélegri eftir áramót. Haukar bættu við sig tveimur stelpum og fengu Keiru til baka, Keflavík bætti við sig besta íslenska leikmanninum, Grindavík bætti við sig danskri landsliðskonu og Kana sem hefur spilað í WNBA og Njarðvík bætti við sig landsliðskonu.“„Á meðan erum við að spila á stelpunum okkar sem við erum að reyna að gefa tækifæri. Við erum meðvituð um það að það gæti orðið einhver tími þar til við vinnum aftur leik en við ætlum að nýta hvert einasta tækifæri til þess að bæta okkur,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum. Subway-deild kvenna Stjarnan Haukar
Haukar völtuðu yfir Stjörnuna og unnu sannfærandi 26 stiga sigur 64-90. Þetta var fjórði sigur Hauka í röð á meðan þetta var sjötta tap Stjörnunnar í röð í öllum keppnum. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en það voru Haukar sem tóku frumkvæðið. Varnarleikur gestanna var öflugur þar sem Haukar spiluðu fast og brutu frekar en að gefa opin skot. Fyrsta karfa Stjörnunnar úr opnum leik kom eftir þrjár og hálfa mínútu. Gestirnir komust átta stigum yfir 6-14 þegar tæplega sex mínútur voru liðnar af leiknum. Stjarnan - Haukar Subway deild kvenna vetur 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir því sem leið á fyrsta leikhluta fór Stjarnan að spila betur en Þóra Kristín Jónsdóttir setti niður þriggja stiga körfu undir lok leikhlutans og Haukar voru fimm stigum yfir eftir fyrsta fjórðung 12-17. Haukar byrjuðu annan leikhluta af krafti. Gestirnir úr Hafnarfirði gerðu fyrstu sjö stigin í leikhlutanum. Ofan á það gerði Þóra síðustu þrjú stigin í fyrsta leikhluta. Eftir tíu stig í röð frá Haukum fékk Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, nóg og tók leikhlé í stöðunni 12-24. Það var létt yfir Sigmundi Má HerbertssyniVísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir leikhlé Arnars fór að ganga töluvert betur hjá Stjörnunni. Heimakonur gerðu átta stig í röð og minnkuðu forskot Hauka niður í fjögur stig. En líkt og í fyrsta leikhluta náði Stjarnan ekki að halda dampi eftir gott áhlaup og Haukar gengu á lagið og komust ellefu stig yfir 23-34. Haukar voru tíu stigum yfir í hálfleik 28-38. Það var hart barist í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Þrátt fyrir að vera tíu stigum yfir gáfu Haukar ekkert eftir í þriðja leikhluta. Gestirnir sýndu klærnar og voru betri en Stjarnan á öllum sviðum leiksins. Í stöðunni 30-51 tók Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé. Haukar voru tuttugu stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta. Haukar gáfu Stjörnunni aldrei tækifæri til þess að koma til baka í fjórða leikhluta. Gestirnir unnu að lokum 26 stiga sigur 64-90. Keira Robinson gerði 18 stig í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Af hverju unnu Haukar?Haukar voru betri á öllum sviðum í kvöld. Gestirnir hittu töluvert betur og spiluðu afar góða vörn þar sem þeim tókst að þvinga Stjörnuna í erfið skot. Haukar gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta þar sem liðið vann 8-18 og voru tuttugu stigum yfir fyrir síðasta fjórðung.Hverjar stóðu upp úr?Þóra Kristín Jónsdóttir var frábær á báðum endum vallarins. Þóra gerði 22 stig, tók 5 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.Keira Robinson var með tvöfalda tvennu. Keira gerði 18 stig og tók 11 fráköst.Hvað gekk illa?Stjarnan hitti afar illa í kvöld. Liðið var með 31 prósent skotnýtingu úr opnum leik. Fyrir utan þriggja stiga línuna tók Stjarnan 34 skot og hitti aðeins úr sjö skotum. Hvað gerist næst?Næsta laugardag mætast Keflavík og Stjarnan klukkan 17:15.Á sunnudaginn mætast Grindavík og Haukar klukkan 20:15.„Liðin í kringum okkur urðu ekki lélegri eftir áramót“Arnar Guðjónsson á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Pawel CieslikiewiczArnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur með skotnýtingu liðsins eftir tap gegn Haukum á heimavelli.„Þær voru mikið betri en við í dag og spiluðu gríðarlega vel. Þær eru ótrúlega góðar og voru mikið betri en við í Ólafssal,“ sagði Arnar Guðjónsson aðspurður hvort þetta hafi verið börn á móti konum líkt og hann sagði eftir tap gegn Haukum fyrr á árinu.Arnar hrósaði Haukum sem hittu afar vel í kvöld á meðan hans lið hitti illa.„Þær fengu opin skot og við vorum að reyna að pressa og djöflast í þeim en þær settu góð skot ofan í. Keira var erfið þar sem hún bjó til mörg opin skot og þær fengu opnari skot en við sem útskýrir skotnýtinguna.“ „Þær bjuggu til betri skot en við og sóknarleikurinn okkar stoppaði of oft. Skotnýtingin okkar var ekki góð og þá spiluðum við ekki góða vörn sem varð til þess að þær stjórnuðu hraðanum.“Arnar hafði ekki áhyggjur af liðinu þrátt fyrir að þetta hafi verið sjötti tapleikur Stjörnunnar í röð. „Það er alveg á hreinu að liðin í kringum okkur urðu ekki lélegri eftir áramót. Haukar bættu við sig tveimur stelpum og fengu Keiru til baka, Keflavík bætti við sig besta íslenska leikmanninum, Grindavík bætti við sig danskri landsliðskonu og Kana sem hefur spilað í WNBA og Njarðvík bætti við sig landsliðskonu.“„Á meðan erum við að spila á stelpunum okkar sem við erum að reyna að gefa tækifæri. Við erum meðvituð um það að það gæti orðið einhver tími þar til við vinnum aftur leik en við ætlum að nýta hvert einasta tækifæri til þess að bæta okkur,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum