Eggert Gunnþór á heimleið: „Búa til almennilegt fótboltalið þarna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 07:00 Eggert Gunnþór Jónsson fagnar sigri FH-liðsins á síðasta tímabili. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson verður spilandi aðstoðarþjálfari KFA í sumar, næstum tveimur áratugum frá því að hann lék síðast fyrir austan. Eggert kemur til liðsins frá FH þar sem hann hefur leikið frá árinu 2020. Hann lék þar á undan í atvinnumennsku í Skotlandi, Englandi, Portúgal og Danmörku. Árið 2005 spilaði Eggert síðast fyrir austan þá með Fjarðabyggð en hann lék í tvö tímabil með liðinu þegar hann var fimmtán og sextán ára. „Loksins aftur tuttugu árum seinna á leiðinni heim á Austfirðina,“ sagði Eggert Gunnþór í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Eggert ætlar að taka slaginn með liðinu í C-deildinni. Hvernig líst honum á það verkefni? „Bara mjög vel. Þeir voru nálægt því að fara upp í fyrra og það eru stórhuga menn á bak við liðið, frábær þjálfari og flott teymi. Menn ætla að taka skrefið lengra, stefna á það að fara upp og byggja til framtíðar. Búa til almennilegt fótboltalið þarna,“ sagði Eggert. Mikael Nikulásson er þjálfari KFA og verður Eggert honum til halds og trausts. „Ég kem inn í teymið með Mikka og hlakka til að leggja mitt af mörkum til að hjálpa við að gera eitthvað gott. Þetta er hugsun sem ég hafði alltaf í hausnum þegar mig langaði að fara heim,“ sagði Eggert. „Ég vildi gefa eitthvað af mér til baka, bæði í samfélaginu en líka að hjálpa að búa vonandi til gott lið til framtíðar. Nú er líka verið að fara í það að sameina alla yngri flokkana undir eitt lið. Það var gott tækifæri fyrir mig að koma inn í þar og hjálpa til,“ sagði Eggert. „Byggt eitthvað til framtíðar því það er svo sannarlega allt til staðar þarna. Það er mikið af ungum leikmönnum sem eru að koma upp sem eru mjög efnilegir. Ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa þeim og svo utan vallar líka. Það er höll þarna, það er verið að gera nýtt gervigras á Norðfirði og framtíðin er svo sannarlega björt,“ sagði Eggert. Er hann sjálfur að flytja austur? „Það er ekki alveg komið svo langt en ég hef í mörg hús að venda þarna. Bæði ég og konan erum Austfirðingar. Svo á maður sumarbústað þarna líka. Ég verð þarna alveg yfir hásumarið en fram að því þá verður maður eitthvað fram og til baka. Mestmegnis á staðnum,“ sagði Eggert. KFA stendur fyrir Knattspyrnufélag Austfjarða og er samansafn félaga frá Neskaupsstað (Þróttur), Eskifirði (Austri), Reyðarfirði (Valur), Fáskrúðsfirði (Leiknir), Stöðvafirði (Súlan) og Breiðdalsvík (Hrafnkell Freysgoði). Félagið varð til árið 2022 þegar Leiknir Fáskrúðsfjörður og Fjarðabyggð sameinuðust. Fjarðabyggð Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sjá meira
Eggert kemur til liðsins frá FH þar sem hann hefur leikið frá árinu 2020. Hann lék þar á undan í atvinnumennsku í Skotlandi, Englandi, Portúgal og Danmörku. Árið 2005 spilaði Eggert síðast fyrir austan þá með Fjarðabyggð en hann lék í tvö tímabil með liðinu þegar hann var fimmtán og sextán ára. „Loksins aftur tuttugu árum seinna á leiðinni heim á Austfirðina,“ sagði Eggert Gunnþór í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Eggert ætlar að taka slaginn með liðinu í C-deildinni. Hvernig líst honum á það verkefni? „Bara mjög vel. Þeir voru nálægt því að fara upp í fyrra og það eru stórhuga menn á bak við liðið, frábær þjálfari og flott teymi. Menn ætla að taka skrefið lengra, stefna á það að fara upp og byggja til framtíðar. Búa til almennilegt fótboltalið þarna,“ sagði Eggert. Mikael Nikulásson er þjálfari KFA og verður Eggert honum til halds og trausts. „Ég kem inn í teymið með Mikka og hlakka til að leggja mitt af mörkum til að hjálpa við að gera eitthvað gott. Þetta er hugsun sem ég hafði alltaf í hausnum þegar mig langaði að fara heim,“ sagði Eggert. „Ég vildi gefa eitthvað af mér til baka, bæði í samfélaginu en líka að hjálpa að búa vonandi til gott lið til framtíðar. Nú er líka verið að fara í það að sameina alla yngri flokkana undir eitt lið. Það var gott tækifæri fyrir mig að koma inn í þar og hjálpa til,“ sagði Eggert. „Byggt eitthvað til framtíðar því það er svo sannarlega allt til staðar þarna. Það er mikið af ungum leikmönnum sem eru að koma upp sem eru mjög efnilegir. Ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa þeim og svo utan vallar líka. Það er höll þarna, það er verið að gera nýtt gervigras á Norðfirði og framtíðin er svo sannarlega björt,“ sagði Eggert. Er hann sjálfur að flytja austur? „Það er ekki alveg komið svo langt en ég hef í mörg hús að venda þarna. Bæði ég og konan erum Austfirðingar. Svo á maður sumarbústað þarna líka. Ég verð þarna alveg yfir hásumarið en fram að því þá verður maður eitthvað fram og til baka. Mestmegnis á staðnum,“ sagði Eggert. KFA stendur fyrir Knattspyrnufélag Austfjarða og er samansafn félaga frá Neskaupsstað (Þróttur), Eskifirði (Austri), Reyðarfirði (Valur), Fáskrúðsfirði (Leiknir), Stöðvafirði (Súlan) og Breiðdalsvík (Hrafnkell Freysgoði). Félagið varð til árið 2022 þegar Leiknir Fáskrúðsfjörður og Fjarðabyggð sameinuðust.
Fjarðabyggð Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sjá meira