„Ég held að fólk ætti að reyna að setja sig í þessi spor“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 11:03 Mynd af Taylor Swift sem búin er til með einföldu og aðgengilegu gervigreindarforriti. Kynferðislegar gervigreindarmyndir af henni af svipuðum toga vöktu marga til umhugsunar í síðustu viku. Kynferðislegar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Tæknin hefur þróast á ógnarhraða síðustu misseri og hver sem er getur í raun beitt henni. Talskona Stígamóta segir nýjan veruleika blasa við. Mál Taylor Swift, einnar alskærustu stjörnu hins vestræna heims um þessar mundir, vakti mikla athygli nú um mánaðamótin. Niðurstöður rannsóknar á uppruna myndanna voru birtar í fyrradag - flest bendir til þess að þær megi rekja til áskorunar sem gekk milli notenda á vefsíðunni 4Chan, spjallborði þar sem ýmislegt misjafnt hefur grasserað gegnum tíðina. Brot úr umfjöllun Íslands í dag um stafrænt kynferðisofbeldi og gervigreind má horfa á hér fyrir neðan. Notendur hafi þar skorað hver á annan að búa til kynferðislegar og ofbeldisfullar myndir af frægum konum, þar á meðal Swift, með gervigreindarforritum á borð við DALL-E og Microsoft Designer. Þetta eru forrit sem sem opin eru öllum og afar auðvelt er að nota. Drífa Snædal talskona Stígamóta segir málið birtingarmynd nýs og óhugnanlegs veruleika. „Já, ég reikna með því, við vitum að allar framfarir í tækni, klámiðnaðurinn er fljótur að tileinka sér þær. Líka þeir sem vilja beita annað fólk ofbeldi eða einelti. Þannig að það má búast við því. Við vitum öll hvernig okkur varð við þegar við sáum Hemma Gunn birtast lifandi í áramótaskaupinu, það fékk á suma og vakti marga til umhugsunar. Ég held að fólk ætti að reyna að setja sig í þessi spor, að það séu allt í einu komnar nektarmyndir af þér, vídjó, eða klámmyndbönd. Við myndum skilgreina það sem ofbeldi, að birta slíkt.“ Gervigreind Hollywood Kynferðisofbeldi Ísland í dag Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Nektarmyndir af Swift skapaðar af gervigreind í dreifingu Klámfengnar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, dreifðust eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjanna hafa síðan gert ákall eftir löggjöf gegn fölsuðu myndefni af þessu tagi. 27. janúar 2024 12:14 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Mál Taylor Swift, einnar alskærustu stjörnu hins vestræna heims um þessar mundir, vakti mikla athygli nú um mánaðamótin. Niðurstöður rannsóknar á uppruna myndanna voru birtar í fyrradag - flest bendir til þess að þær megi rekja til áskorunar sem gekk milli notenda á vefsíðunni 4Chan, spjallborði þar sem ýmislegt misjafnt hefur grasserað gegnum tíðina. Brot úr umfjöllun Íslands í dag um stafrænt kynferðisofbeldi og gervigreind má horfa á hér fyrir neðan. Notendur hafi þar skorað hver á annan að búa til kynferðislegar og ofbeldisfullar myndir af frægum konum, þar á meðal Swift, með gervigreindarforritum á borð við DALL-E og Microsoft Designer. Þetta eru forrit sem sem opin eru öllum og afar auðvelt er að nota. Drífa Snædal talskona Stígamóta segir málið birtingarmynd nýs og óhugnanlegs veruleika. „Já, ég reikna með því, við vitum að allar framfarir í tækni, klámiðnaðurinn er fljótur að tileinka sér þær. Líka þeir sem vilja beita annað fólk ofbeldi eða einelti. Þannig að það má búast við því. Við vitum öll hvernig okkur varð við þegar við sáum Hemma Gunn birtast lifandi í áramótaskaupinu, það fékk á suma og vakti marga til umhugsunar. Ég held að fólk ætti að reyna að setja sig í þessi spor, að það séu allt í einu komnar nektarmyndir af þér, vídjó, eða klámmyndbönd. Við myndum skilgreina það sem ofbeldi, að birta slíkt.“
Gervigreind Hollywood Kynferðisofbeldi Ísland í dag Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Nektarmyndir af Swift skapaðar af gervigreind í dreifingu Klámfengnar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, dreifðust eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjanna hafa síðan gert ákall eftir löggjöf gegn fölsuðu myndefni af þessu tagi. 27. janúar 2024 12:14 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Nektarmyndir af Swift skapaðar af gervigreind í dreifingu Klámfengnar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, dreifðust eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjanna hafa síðan gert ákall eftir löggjöf gegn fölsuðu myndefni af þessu tagi. 27. janúar 2024 12:14