Körfubolti

Vildi spila í Kefla­vík í kvöld: „Geta bara farið í sturtu annars staðar“

Aron Guðmundsson skrifar
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, 
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar,  VÍSIR/BÁRA

Viðar Örn Haf­­steins­­son, þjálfari liðs Hattar í Subway deild karla í körfu­­bolta, hefði viljað sjá leik liðsins gegn Kefla­­vík færðan til Reykja­víkur eða spilaðan í Kefla­­vík fremur en að honum hafi verið frestað líkt og nú er raunin. Lið Hattar lenti í Reykja­­vík í morgun en nokkrum klukku­­stundum síðar var leiknum frestað um ó­­á­­kveðinn tíma.

Leik­menn körfu­knatt­leiks­liðs Hattar frá Egils­stöðum voru mættir til Reykja­víkur í morgun þegar að leik liðsins við Kefla­vík, sem fara átti fram í Kefla­vík í kvöld, var frestað sökum heita­vatns­skorts á Suður­nesjum sem rekja má til eld­gossins á Sund­hnúks­gíga­röðinni á Reykja­nes­skaga sem hófst í morgun.

Leik Kefla­víkur og Hattar, sem og leik Njarð­víkur og Breiða­bliks, var frestað en í sam­tali við Vísi sagði Snorri Örn Arnalds­son, móta­stjóri KKÍ að á­kvörðunin væri tekin með það til hlið­sjónar að kalt yrði í í­þrótta­húsunum suður með sjó sem hýsa áttu leikina í kvöld og að enginn kæmist í sturtu eftir leik.

Viðar Örn, þjálfari Hattar, segir klár­lega um fýlu­ferð að ræða fyrir sitt lið sem hafði tekið létta æfingu á Egils­stöðum í morgun áður en haldið var til Reykja­víkur flug­leiðis og voru liðs­menn Hattar lentir í Reykja­vík fyrir há­degi.

Nokkru síðar var leikurinn blásinn af og segir Viðar um að ræða að­stæður sem erfitt sé að ráða við. Hins vegar hefði hann viljað sjá leikinn færðan til Reykja­víkur eða spila bara í Kefla­vík fremur en að honum yrði frestað.

„Já klár­lega. Við hefðum viljað að leikurinn yrði spilaður ein­hvers staðar hérna í höfuð­borginni eða spila bara í Kefla­vík. Það verður varla orðið það kalt þarna upp úr klukkan sjö í kvöld að það sé ekki hægt að spila þar. Menn geta svo bara farið í sturtu annars staðar.

„Alltaf eins og menn komi af fjöllum“

Um tölu­verðan sokkinn kostnað er að ræða fyrir körfu­knatt­leiks­deild Hattar en Viðar telur að hver ferð liðsins hingað suður eftir kosti um hálfa milljón ís­lenskra króna.

„Lang­oftast er þetta hópur tólf leik­manna og nokkurra þjálfara til við­bótar sem koma með í hverja ferð. Við höfum hins vegar verið að glíma við meiðsla­vand­ræði og erum því eins og í þessari ferð ekki með hóp sem telur nema þrettán manns í heildina af leik­mönnum og þjálfurum.“

Það er því alveg tölu­verður kostnaður sem fylgir því að flytja liðið á milli lands­hluta?

„Já. Ég er nú ekki með ná­kvæma tölu á þessu en ein svona ferð er lík­legast að kosta okkur um hálfa milljón króna. Það er bara eitt­hvað sem við búum við en þegar að það er búin að vera svona eld­gosa­hrina í gangi mættu menn nú alveg vera búnir að setja upp ein­hver að­gerðar­plön fyrir fram. Því á næstu árum gæti þetta nú vera búið að gerast oftar en einu sinni.

Það er alltaf eins og menn komi af fjöllum þegar að eitt­hvað svona gerist. Ein­hver svona kostnaður hlýtur bara að falla á körfu­knatt­leiks­sam­bandið. Það er ekki okkar vanda­mál að and­stæðingur okkar hafi ekki heima­völl til þess að spila á þegar að við erum mættir til leiks.

Liðs­menn Hattar eiga ekki flug heim til Egils­staða fyrr en í fyrra­málið og ætla þeir að reyna gera gott úr ferðinni úr því sem komið er.

„Við ætlum að eiga góða stund saman á Shake & pizza í kvöld, fara í keilu og reyna nýta þessa ferð í eitt­hvað sem getur eflt liðið okkar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×