Grindavíkurfrumvarp í samráðsgátt Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. febrúar 2024 12:46 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Arnar Frumvarp um stuðning til handa Grindvíkingum verður birt í samráðsgátt stjórnvalda síðar í dag. Búist er við að það fái þinglega meðferð í næstu viku. Forsætisráðherra segir vel fylgst með stöðunni á Suðurnesjum. Þetta kom fram að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þar uppgjör á íbúðarhúsnæði í Grindavík og frumvarp þess efnis hafa verið meginuppistöðu fundarins. „Það frumvarp verður kynnt á samráðsgátt í dag þannig það verður þá til kynningar yfir helgina og óskað eftir athugasemdum,“ segir Katrín. Hún segir frumvarpið þegar hafa verið rætt í þverpólitískum hópi flokkanna. „Þannig að við munum þá væntanlega fá það inn í þinglega meðferð bara snemma í næstu viku og ég vonast svo sannarlega til þess að þetta þjóni þeim markmiðum sem við settum okkur í upphafi, það er að segja að eyða óvissu fyrir Grindvíkinga og tryggja það að íbúar Grindavíkur geti byggt sér upp heimili á nýjum stað.“ Efnisatriði kynnt síðar í dag Katrín segir að íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga verði það sem horft verði til í dag. Það sé forgangsatriði. „Efnisatriðin verða kynnt síðar í dag í samráðsgátt þegar frumvarpið verður birt, en það er búið að undirbúa þetta ágætlega, ekki bara með þessu samtali, bæði við fulltrúa flokka á Alþingi, líka við sveitarstjórnina og síðan hafa Náttúruhamfaratrygging og fjármálafyrirtæki verið hluti af samtalinu og hluti af lausninni.“ Katrín segist fylgjast vel með stöðunni á Suðurnesjum þar sem heitavatnslaust hefur verið frá því í gær. Ljóst sé að íbúar séu í óþægilegri stöðu. „Ég er að vonast til þess samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef að heita vatnið geti komist á seinna í dag, þannig að þetta verði aðeins skemmri tími en við sáum fram á í upphafi, það var ótrúlegt verk unnið í gær með heitavatnslögnina.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Þetta kom fram að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þar uppgjör á íbúðarhúsnæði í Grindavík og frumvarp þess efnis hafa verið meginuppistöðu fundarins. „Það frumvarp verður kynnt á samráðsgátt í dag þannig það verður þá til kynningar yfir helgina og óskað eftir athugasemdum,“ segir Katrín. Hún segir frumvarpið þegar hafa verið rætt í þverpólitískum hópi flokkanna. „Þannig að við munum þá væntanlega fá það inn í þinglega meðferð bara snemma í næstu viku og ég vonast svo sannarlega til þess að þetta þjóni þeim markmiðum sem við settum okkur í upphafi, það er að segja að eyða óvissu fyrir Grindvíkinga og tryggja það að íbúar Grindavíkur geti byggt sér upp heimili á nýjum stað.“ Efnisatriði kynnt síðar í dag Katrín segir að íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga verði það sem horft verði til í dag. Það sé forgangsatriði. „Efnisatriðin verða kynnt síðar í dag í samráðsgátt þegar frumvarpið verður birt, en það er búið að undirbúa þetta ágætlega, ekki bara með þessu samtali, bæði við fulltrúa flokka á Alþingi, líka við sveitarstjórnina og síðan hafa Náttúruhamfaratrygging og fjármálafyrirtæki verið hluti af samtalinu og hluti af lausninni.“ Katrín segist fylgjast vel með stöðunni á Suðurnesjum þar sem heitavatnslaust hefur verið frá því í gær. Ljóst sé að íbúar séu í óþægilegri stöðu. „Ég er að vonast til þess samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef að heita vatnið geti komist á seinna í dag, þannig að þetta verði aðeins skemmri tími en við sáum fram á í upphafi, það var ótrúlegt verk unnið í gær með heitavatnslögnina.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira