Óvissa um lykilmann Vals: „Þetta lítur rosalega illa út“ Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2024 13:31 Joshua Jefferson var studdur af velli í leiknum við Hauka í gærkvöld. Stöð 2 Sport Óvissa ríkir um Joshua Jefferson, Bandaríkjamanninn í körfuboltaliði Vals, sem meiddist í hné í sigrinum gegn Haukum í gær. Ljóst er að um mikið áfall væri að ræða fyrir Val ef meiðslin reynast alvarleg. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsara, segir í samtali við Vísi að beðið sé eftir myndatöku til að skera úr um alvarleika meiðslanna. „Hann kom vel út úr öllum líkamlegum prófum í gær en það er ekkert hægt að segja til um þetta fyrr en eftir myndatöku,“ segir Finnur. Aðeins sé ljóst að Jefferson missi af leiknum við Hött næsta fimmtudag en eftir það tekur við hlé vegna landsleikja til 7. mars. Augnablikið þegar Jefferson meiddist má sjá í klippunni hér að neðan en meiðsli hans voru til umræðu í Tilþrifunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Klippa: Tilþrifin - Meiðsli Jefferson alvarleg fyrir Val Þurfa Jefferson til að blómstra gegn þeim bestu „Þetta lítur rosalega illa út. Þetta er risavaxið fyrir Valsliðið, ef hann er að detta út úr þessari baráttu núna,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson í Subway-tilþrifunum í gærkvöld og bætti við: „Hann er ótrúlega mikilvægt púsl í því hvernig Valsliðið spilar. Hann er akkúrat rétti Bandaríkjamaðurinn inn í þetta Valslið. Hann setur upp þrjátíu stig en þú tekur ekki eftir því. Hann er samt að leyfa mönnum eins og Taiwo Badmus, Kristni Pálssyni og Kristófer Acox að njóta sín, og er eiginlega ekki að taka neitt frá þeim. Þessir þrír þurfa Joshua Jefferson til að geta blómstrað á móti bestu liðum deildarinnar, og þegar þeir eru komnir út í úrslitakeppnina gegn skipulögðum varnarleik.“ Magnús Þór Gunnarsson tók undir þetta: „Sérstaklega Acox. Hann þarf góðan bakvörð sem getur gefið boltann.“ Ólíklegt að Kári taki mikinn þátt Ef Valsarar, sem eru á toppi Subway-deildarinnar, þurfa að spjara sig án Jefferson eykst þörfin fyrir að Kári Jónsson snúi aftur til leiks í úrslitakeppninni. Hann gekkst undir aðgerð á fæti í desember. „Kári er bara í sínu endurhæfingarferli og er kominn frekar stutt á veg með það. Hann er ekkert væntanlegur á gólfið á næstunni,“ segir Finnur, en er mögulegt að Kári verði með í úrslitakeppninni? „Ég held að það sé ólíklegt og ef það verður þá verður það í einhverri mýflugumynd. Þetta verður bara að koma í ljós og við förum varlega með hann.“ Subway-deild karla Valur Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsara, segir í samtali við Vísi að beðið sé eftir myndatöku til að skera úr um alvarleika meiðslanna. „Hann kom vel út úr öllum líkamlegum prófum í gær en það er ekkert hægt að segja til um þetta fyrr en eftir myndatöku,“ segir Finnur. Aðeins sé ljóst að Jefferson missi af leiknum við Hött næsta fimmtudag en eftir það tekur við hlé vegna landsleikja til 7. mars. Augnablikið þegar Jefferson meiddist má sjá í klippunni hér að neðan en meiðsli hans voru til umræðu í Tilþrifunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Klippa: Tilþrifin - Meiðsli Jefferson alvarleg fyrir Val Þurfa Jefferson til að blómstra gegn þeim bestu „Þetta lítur rosalega illa út. Þetta er risavaxið fyrir Valsliðið, ef hann er að detta út úr þessari baráttu núna,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson í Subway-tilþrifunum í gærkvöld og bætti við: „Hann er ótrúlega mikilvægt púsl í því hvernig Valsliðið spilar. Hann er akkúrat rétti Bandaríkjamaðurinn inn í þetta Valslið. Hann setur upp þrjátíu stig en þú tekur ekki eftir því. Hann er samt að leyfa mönnum eins og Taiwo Badmus, Kristni Pálssyni og Kristófer Acox að njóta sín, og er eiginlega ekki að taka neitt frá þeim. Þessir þrír þurfa Joshua Jefferson til að geta blómstrað á móti bestu liðum deildarinnar, og þegar þeir eru komnir út í úrslitakeppnina gegn skipulögðum varnarleik.“ Magnús Þór Gunnarsson tók undir þetta: „Sérstaklega Acox. Hann þarf góðan bakvörð sem getur gefið boltann.“ Ólíklegt að Kári taki mikinn þátt Ef Valsarar, sem eru á toppi Subway-deildarinnar, þurfa að spjara sig án Jefferson eykst þörfin fyrir að Kári Jónsson snúi aftur til leiks í úrslitakeppninni. Hann gekkst undir aðgerð á fæti í desember. „Kári er bara í sínu endurhæfingarferli og er kominn frekar stutt á veg með það. Hann er ekkert væntanlegur á gólfið á næstunni,“ segir Finnur, en er mögulegt að Kári verði með í úrslitakeppninni? „Ég held að það sé ólíklegt og ef það verður þá verður það í einhverri mýflugumynd. Þetta verður bara að koma í ljós og við förum varlega með hann.“
Subway-deild karla Valur Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira