Umfjöllun, myndir og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 71-76 | Mikilvægur sigur Stólanna í úrslitakeppnis andrúmslofti Árni Jóhannsson skrifar 9. febrúar 2024 18:31 Þórir Þorbjarnarson og Ante Kanervo að klást í leiknum í kvöld. Vísir / Pawel Cieslikiewicz Tindastóll náði í sigur í greipar Stjörnunnar í 17. umferð Subway deildar karla fyrr í kvöld. Stigin eru rosalega mikilvæg og andrúmsloftið bar með sér að um mikilvægan leik væri að ræða. Leik lauk 71-76 og það var harkan sem hafði þetta. Hart baristVísir / Pawel Cieslikiewicz Leikurinn þróaðist þannig að mikið jafnvægi einkenndi hann. Bæði lið náðu toppum í vörn og sókn og að sama skapi komu dýfur. Heimamenn náðu fyrst upp litlu forskoti en fyrsta alvöru áhlaupið var eign gestanna að norðan. Eftir að Stjarnan leiddi 14-7 þá komust Stólarnir yfir 14-15 og svo var skipst á körfum og forystu þangað til að fyrsta leikhluta lauk í stöðunni 20-22 fyrir Tindastól. Annar leikhluti var keimlíkur þeim fyrsta nema að jafnvægið var framan af en Stólarnir náðu vopnum sínum varnarlega sem gerði það að verkum að Stjarnan hitti bölvanlega í lok leikhlutans. Stólarnir náðu þó ekki að ganga alveg nógu vel á lagið en eliddu með sex stigum þegar um mínúta var eftir af fyrri hálfleik en Stjarnan skoraði fimm síðustu stigin og staða 40-41 þegar liðin gengu til búningsklefa. Áhorfendur stóðu sig mjög vel. Úrslitakeppnis andrúmsloftið sveif yfir vötnum.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Bæði þessi lið hafa átt það til að skora mun minna í síðari hálfleik en þeim fyrri og mætti segja að þau stífni upp sóknarlega. Það varð raunin en úr varð mikill barningur. Stólarnir náðu að finna körfur en heimamenn ekki á löngum köflum. Tindastóll var komið sex stigum yfir 50-56 þegar um 8 sekúndur voru eftir af þriðja leikhluta en þá hafði ekki verið skorað í um fjórar mínútur. Kristján Fannar Ingólfsson skoraði þá flautu körfu og staða 52-56 fyrir lokaleikhlutann. Júlíus Orri og Keyshawn Woods skiluðu góðu framlagiVísir / Pawel Cieslikiewicz Fjórði leikhluti var eign Stólanna. Stjarnan náði ekki að skora og náðu þar með ekki gestunum sem náðu að ganga örlítið á lagið og leiddu mest með 11 stigum þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Baráttan var mikil og liðin væntanlega með hugann við innbyrðis viðureignina. Stjarnan náði að klóra muninni niður í þrjú stig en Callum Lawson og Woods skoruðu síðustu stig Stólanna og stefndi í að gestirnir myndu vinna með sjö stigum og hafa innbyrðis viðureignina. Kanervo hinsvegar náði að skora í blálokin og munurinn því fimm stig og ef liðin enda jöfn að stigum verða Stjörnumenn ofan á. Það er hinsvegar framtíðar músík en Tindastóll geta gengið sáttir inn í nóttina vitandi það að þeir eru með í úrslitakeppninni eins og sakir standa. Afhverju vann Tindastóll? Barátta, samheldni og elja eru orð sem hægt er að nota um þennan sigur. Þetta var góður körfuboltaleikur og Tindastóll náði að setja niður þau skot sem skiptu máli þegar Stjörnumenn fóru að stífna upp sóknarlega. Hvað gekk illa? Stjarnan hitti ekki vel. Þeir voru með 38% nýtingu utan af velli á meðan mótherjar þeirra voru með 45% nýtingu. Sá munur er ekki mikill en Stólarnir settu niður fleiri þrista sem telja meira og svo hittu Stjörnumenn hrikalega illa úr vítum. Fengu 23 víti en hittur bara úr 13. Að sama skapi hittu Stólarnir úr 10 af 12 vítum sínum. Ægir Þór skoraði svo mjög lítið en það hefur oft skipt máli. Vítanýting Stjörnunnar var ekki góð. Vísir / Pawel Cieslikiewicz Hverjir voru bestir? Callum Lawson var stigahæstur á vellinum með 23 stig. Kollegi hans Keyshawn Woods skilaði þá mjög góðu framlagi í kvöld og sýndi það að hann getur náð í körfur þegar hann vill, hann skoraði 16 stig. Júlíus Orri var besti maður Stjörnunnar þó hann hafi ekki skorað mest. Ante Kanervo og James Ellisor voru báðir með 16 stig. Stjarnan vann hinsvegar mínúturnar hans Júlíusar með 13 stigum sem var það mest í kvöld. Stigahæstu menn vallarins að kljást.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Hvað næst? Það er ein umferð eftir þangað til að við förum í landsleikjahlé. Stólarnir fá Njarðvíkinga í heimsókn í mjög áhugaverðum leik á meðan Stjarnan fer í Hafnarfjör og etur kappi við Hauka. Það er hættulegur leikur fyrir Stjörnuna því Haukar eru nánast pressulausir en Stjarnan þarf að fara að vinna leiki. Arnar: Stutt í að við verðum góðir Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar á ferðinni.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Þjálfari Stjörnunnar, Arnar Guðjónsson, var spurður að því hvort hann sæi eitthvað í fljótu bragði á tölfræðiblaðinu sem gæti útskýrt tapið í kvöld. „Við hefðum getað hitt betur. Við svo bara skorum ekki nóg í seinni hálfleik í kvöld. Við gerðum vel varnarlega en það sem ég sé fljótt á litið er nýtingin. Þannig að það er spurning hvort þeir hafi verið að fá betri skot en við.“ Bæði lið hafa sýnt það að þau geta stífnað upp sóknarlega og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Veit Arnar afhverju það gerist? „Það hægist náttúrlega á leiknum. Færri sóknir líka. Við erum í hörkuleikjum sem við náum ekki að loka og það verður bara að berja sér á brjóst. Við erum mjög stutt frá því að verða góðir. Við þurfum allir að fórna og haldast í hendur til að það verði. Það er helvíti stutt í það.“ Hvað vantar samt upp á? „Eins og ég segi sitt lítið af hverju. Þetta að ná þessum fyrsta. Koma sér út úr þessu og þá verðum við góðir.“ Hvað mun Arnar segja við sína menn á næstu æfingu? „Ég var ekki búinn að ákveða hvað ég ætlaði að segja við þig og ég er ekki búinn að ákveða hvað ég segi við þá. Tala við þá þegar tækifæri gefst.“ Subway-deild karla Stjarnan Tindastóll
Tindastóll náði í sigur í greipar Stjörnunnar í 17. umferð Subway deildar karla fyrr í kvöld. Stigin eru rosalega mikilvæg og andrúmsloftið bar með sér að um mikilvægan leik væri að ræða. Leik lauk 71-76 og það var harkan sem hafði þetta. Hart baristVísir / Pawel Cieslikiewicz Leikurinn þróaðist þannig að mikið jafnvægi einkenndi hann. Bæði lið náðu toppum í vörn og sókn og að sama skapi komu dýfur. Heimamenn náðu fyrst upp litlu forskoti en fyrsta alvöru áhlaupið var eign gestanna að norðan. Eftir að Stjarnan leiddi 14-7 þá komust Stólarnir yfir 14-15 og svo var skipst á körfum og forystu þangað til að fyrsta leikhluta lauk í stöðunni 20-22 fyrir Tindastól. Annar leikhluti var keimlíkur þeim fyrsta nema að jafnvægið var framan af en Stólarnir náðu vopnum sínum varnarlega sem gerði það að verkum að Stjarnan hitti bölvanlega í lok leikhlutans. Stólarnir náðu þó ekki að ganga alveg nógu vel á lagið en eliddu með sex stigum þegar um mínúta var eftir af fyrri hálfleik en Stjarnan skoraði fimm síðustu stigin og staða 40-41 þegar liðin gengu til búningsklefa. Áhorfendur stóðu sig mjög vel. Úrslitakeppnis andrúmsloftið sveif yfir vötnum.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Bæði þessi lið hafa átt það til að skora mun minna í síðari hálfleik en þeim fyrri og mætti segja að þau stífni upp sóknarlega. Það varð raunin en úr varð mikill barningur. Stólarnir náðu að finna körfur en heimamenn ekki á löngum köflum. Tindastóll var komið sex stigum yfir 50-56 þegar um 8 sekúndur voru eftir af þriðja leikhluta en þá hafði ekki verið skorað í um fjórar mínútur. Kristján Fannar Ingólfsson skoraði þá flautu körfu og staða 52-56 fyrir lokaleikhlutann. Júlíus Orri og Keyshawn Woods skiluðu góðu framlagiVísir / Pawel Cieslikiewicz Fjórði leikhluti var eign Stólanna. Stjarnan náði ekki að skora og náðu þar með ekki gestunum sem náðu að ganga örlítið á lagið og leiddu mest með 11 stigum þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Baráttan var mikil og liðin væntanlega með hugann við innbyrðis viðureignina. Stjarnan náði að klóra muninni niður í þrjú stig en Callum Lawson og Woods skoruðu síðustu stig Stólanna og stefndi í að gestirnir myndu vinna með sjö stigum og hafa innbyrðis viðureignina. Kanervo hinsvegar náði að skora í blálokin og munurinn því fimm stig og ef liðin enda jöfn að stigum verða Stjörnumenn ofan á. Það er hinsvegar framtíðar músík en Tindastóll geta gengið sáttir inn í nóttina vitandi það að þeir eru með í úrslitakeppninni eins og sakir standa. Afhverju vann Tindastóll? Barátta, samheldni og elja eru orð sem hægt er að nota um þennan sigur. Þetta var góður körfuboltaleikur og Tindastóll náði að setja niður þau skot sem skiptu máli þegar Stjörnumenn fóru að stífna upp sóknarlega. Hvað gekk illa? Stjarnan hitti ekki vel. Þeir voru með 38% nýtingu utan af velli á meðan mótherjar þeirra voru með 45% nýtingu. Sá munur er ekki mikill en Stólarnir settu niður fleiri þrista sem telja meira og svo hittu Stjörnumenn hrikalega illa úr vítum. Fengu 23 víti en hittur bara úr 13. Að sama skapi hittu Stólarnir úr 10 af 12 vítum sínum. Ægir Þór skoraði svo mjög lítið en það hefur oft skipt máli. Vítanýting Stjörnunnar var ekki góð. Vísir / Pawel Cieslikiewicz Hverjir voru bestir? Callum Lawson var stigahæstur á vellinum með 23 stig. Kollegi hans Keyshawn Woods skilaði þá mjög góðu framlagi í kvöld og sýndi það að hann getur náð í körfur þegar hann vill, hann skoraði 16 stig. Júlíus Orri var besti maður Stjörnunnar þó hann hafi ekki skorað mest. Ante Kanervo og James Ellisor voru báðir með 16 stig. Stjarnan vann hinsvegar mínúturnar hans Júlíusar með 13 stigum sem var það mest í kvöld. Stigahæstu menn vallarins að kljást.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Hvað næst? Það er ein umferð eftir þangað til að við förum í landsleikjahlé. Stólarnir fá Njarðvíkinga í heimsókn í mjög áhugaverðum leik á meðan Stjarnan fer í Hafnarfjör og etur kappi við Hauka. Það er hættulegur leikur fyrir Stjörnuna því Haukar eru nánast pressulausir en Stjarnan þarf að fara að vinna leiki. Arnar: Stutt í að við verðum góðir Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar á ferðinni.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Þjálfari Stjörnunnar, Arnar Guðjónsson, var spurður að því hvort hann sæi eitthvað í fljótu bragði á tölfræðiblaðinu sem gæti útskýrt tapið í kvöld. „Við hefðum getað hitt betur. Við svo bara skorum ekki nóg í seinni hálfleik í kvöld. Við gerðum vel varnarlega en það sem ég sé fljótt á litið er nýtingin. Þannig að það er spurning hvort þeir hafi verið að fá betri skot en við.“ Bæði lið hafa sýnt það að þau geta stífnað upp sóknarlega og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Veit Arnar afhverju það gerist? „Það hægist náttúrlega á leiknum. Færri sóknir líka. Við erum í hörkuleikjum sem við náum ekki að loka og það verður bara að berja sér á brjóst. Við erum mjög stutt frá því að verða góðir. Við þurfum allir að fórna og haldast í hendur til að það verði. Það er helvíti stutt í það.“ Hvað vantar samt upp á? „Eins og ég segi sitt lítið af hverju. Þetta að ná þessum fyrsta. Koma sér út úr þessu og þá verðum við góðir.“ Hvað mun Arnar segja við sína menn á næstu æfingu? „Ég var ekki búinn að ákveða hvað ég ætlaði að segja við þig og ég er ekki búinn að ákveða hvað ég segi við þá. Tala við þá þegar tækifæri gefst.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti