Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2024 15:05 Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dublin þann 9. febrúar árið 2019. Systkini Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum eru mætt til írsku höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn lögreglu á málinu. Írska lögreglan segir tvær nýjar vísbendingar hafa borist og leitar til almennings. Jón Þröstur yfirgaf Bonnington hótelið um ellefuleytið að morgni laugardagsins 9. febrúar árið 2019. Hann sást svo ganga fram hjá Highfield sjúkrahúsinu í áttina að gatnamótunum við Collins Avenue. Frétt Stöðvar 2 frá í febrúar 2019 má sjá að neðan. Síðan hefur ekkert sést til Jóns Þrastar. Hann var við keppni á pókermóti með unnustu sinni. Hann kom til Dublin á föstudeginum og unnusta hans, Jana Guðjónsdóttir, daginn eftir. Fimm ára rússíbanareið Anna Hildur og Davíð Karl, systkini Jóns Þrastar, eru mætt til Dublin til að aðstoða írsku lögregluna sem biðlar til almennings eftir upplýsingum. Lögreglan segist hafa fengið tvær áhugaverðar nafnlausar ábendingar og biðlar til fólksins sem sendi þær að gefa sig fram við lögreglu. Anna Hildur lýsir í viðtali við Ríkissjónvarpið á Írlandi RTE hvernig Jón Þröstur hafi verið kletturinn í fjölskyldunni, í raun eins og föðurímynd hennar og systkinanna. Hvarf hans sé ráðgáfa enda hafi Jón Þröstur verið með plön fyrir lífið. „Það hefur ekkert spurst til hans,“ segir Hildur í viðtalinu. Davíð Karl lýsir síðustu fimm árum sem rússíbanareið fyrir fjölskylduna. Hvarfið hefði verið úr karakter fyrir Jón Þröst. Fjölskyldan héldi í vonina og væri bjartsýn. „Vonandi kemur eitthvað gott út úr ferð okkar hingað.“ Vilja fá að kveðja Þau ætli að gera hvað þau geti til að aðstoða við rannsókn málsins. Þau þrái að fá svör til að geta lokað málinu. „Auðvitað vonum við að hann sé á lífi og hann komi bara til okkar með skottið á milli lappanna. En ég held að staðan sé ekki sú,“ segir Anna Hildur. Systkinin hafa lagt sig virkilega fram við leitina að Jóni Þresti. Davíð Karl fór í viðtal í sjónvarpsþætti á Írlandi fyrir fjórum árum. Þá flutti hann til Írlands um tíma til að halda þrýstingi á rannsókn lögreglu. „Ég vil bara að hann finnist, að við fáum að vita hvað gerðist og getum kvatt hann. Það er erfitt að kveðja ef einhver er ekki farinn fyrir fullt og allt.“ Davíð Karl segist tilbúin að taka hverju sem er en þau þurfi svör. Hvað sem gerst hafi vilji þau koma Jóni Þresti til Íslands. Leitin að Jóni Þresti Írland Tengdar fréttir Jón Þröstur sagður hafa verið myrtur af öðrum Íslendingi Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf sporlaust á Írlandi í fyrra, var myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Þetta er fullyrt í frétt Sunday Independent á Írlandi. 4. október 2020 10:14 Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05 Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Jón Þröstur yfirgaf Bonnington hótelið um ellefuleytið að morgni laugardagsins 9. febrúar árið 2019. Hann sást svo ganga fram hjá Highfield sjúkrahúsinu í áttina að gatnamótunum við Collins Avenue. Frétt Stöðvar 2 frá í febrúar 2019 má sjá að neðan. Síðan hefur ekkert sést til Jóns Þrastar. Hann var við keppni á pókermóti með unnustu sinni. Hann kom til Dublin á föstudeginum og unnusta hans, Jana Guðjónsdóttir, daginn eftir. Fimm ára rússíbanareið Anna Hildur og Davíð Karl, systkini Jóns Þrastar, eru mætt til Dublin til að aðstoða írsku lögregluna sem biðlar til almennings eftir upplýsingum. Lögreglan segist hafa fengið tvær áhugaverðar nafnlausar ábendingar og biðlar til fólksins sem sendi þær að gefa sig fram við lögreglu. Anna Hildur lýsir í viðtali við Ríkissjónvarpið á Írlandi RTE hvernig Jón Þröstur hafi verið kletturinn í fjölskyldunni, í raun eins og föðurímynd hennar og systkinanna. Hvarf hans sé ráðgáfa enda hafi Jón Þröstur verið með plön fyrir lífið. „Það hefur ekkert spurst til hans,“ segir Hildur í viðtalinu. Davíð Karl lýsir síðustu fimm árum sem rússíbanareið fyrir fjölskylduna. Hvarfið hefði verið úr karakter fyrir Jón Þröst. Fjölskyldan héldi í vonina og væri bjartsýn. „Vonandi kemur eitthvað gott út úr ferð okkar hingað.“ Vilja fá að kveðja Þau ætli að gera hvað þau geti til að aðstoða við rannsókn málsins. Þau þrái að fá svör til að geta lokað málinu. „Auðvitað vonum við að hann sé á lífi og hann komi bara til okkar með skottið á milli lappanna. En ég held að staðan sé ekki sú,“ segir Anna Hildur. Systkinin hafa lagt sig virkilega fram við leitina að Jóni Þresti. Davíð Karl fór í viðtal í sjónvarpsþætti á Írlandi fyrir fjórum árum. Þá flutti hann til Írlands um tíma til að halda þrýstingi á rannsókn lögreglu. „Ég vil bara að hann finnist, að við fáum að vita hvað gerðist og getum kvatt hann. Það er erfitt að kveðja ef einhver er ekki farinn fyrir fullt og allt.“ Davíð Karl segist tilbúin að taka hverju sem er en þau þurfi svör. Hvað sem gerst hafi vilji þau koma Jóni Þresti til Íslands.
Leitin að Jóni Þresti Írland Tengdar fréttir Jón Þröstur sagður hafa verið myrtur af öðrum Íslendingi Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf sporlaust á Írlandi í fyrra, var myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Þetta er fullyrt í frétt Sunday Independent á Írlandi. 4. október 2020 10:14 Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05 Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Jón Þröstur sagður hafa verið myrtur af öðrum Íslendingi Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf sporlaust á Írlandi í fyrra, var myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Þetta er fullyrt í frétt Sunday Independent á Írlandi. 4. október 2020 10:14
Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05
Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11