Bellingham meiddist þegar Real Madrid valtaði yfir spútnikliðið Smári Jökull Jónsson skrifar 10. febrúar 2024 19:27 Rodrygo og Vinicius Jr. fagna marki í leiknum í dag. Vísir/Getty Real Madrid er komið með fimm stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir stórsigur á Girona í toppslag deildarinnar í kvöld. Fyrir leikinn var Real Madrid þremur stigum á eftir Girona sem hefur heldur betur komið á óvart á tímabilinu og var í öðru sæti deildarinnar. Leikurinn var ekki gamall þegar Vinicius Jr. kom Real í 1-0 eftir sendingu Federico Valverde. Jude Bellingham tvöfaldaði forskotið á 35. mínútu og staðan 2-0 í hálfleik. Strax í upphafi síðari hálfleiks skoraði Bellingham síðan sitt annað mark og kom Real í 3-0. Bellingham fór af velli skömmu síðar og virtist vera meiddur. Það er áhyggjuefni fyrir Real en þeir eiga leik í Meistaradeildinni gegn RB Leipzig á þriðjudag. Jude Bellingham þurfti að fara af velli vegna meiðsla.Vísir/Getty Eftir þetta var ljóst hvort liðið færi með sigur af hólmi. Rodrygo bætti fjórða marki Real við sjö mínútum eftir mark Bellingham og staðan þá orðin 4-0. Eftir það sigldi Real sigrinum þægilega í höfn og vann að lokum öruggan sigur. Real Madrid er nú með fimm stiga forskot á Girona á toppnum. Barcelona er í þriðja sætinu sex stigum á eftir Girona. Spænski boltinn
Real Madrid er komið með fimm stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir stórsigur á Girona í toppslag deildarinnar í kvöld. Fyrir leikinn var Real Madrid þremur stigum á eftir Girona sem hefur heldur betur komið á óvart á tímabilinu og var í öðru sæti deildarinnar. Leikurinn var ekki gamall þegar Vinicius Jr. kom Real í 1-0 eftir sendingu Federico Valverde. Jude Bellingham tvöfaldaði forskotið á 35. mínútu og staðan 2-0 í hálfleik. Strax í upphafi síðari hálfleiks skoraði Bellingham síðan sitt annað mark og kom Real í 3-0. Bellingham fór af velli skömmu síðar og virtist vera meiddur. Það er áhyggjuefni fyrir Real en þeir eiga leik í Meistaradeildinni gegn RB Leipzig á þriðjudag. Jude Bellingham þurfti að fara af velli vegna meiðsla.Vísir/Getty Eftir þetta var ljóst hvort liðið færi með sigur af hólmi. Rodrygo bætti fjórða marki Real við sjö mínútum eftir mark Bellingham og staðan þá orðin 4-0. Eftir það sigldi Real sigrinum þægilega í höfn og vann að lokum öruggan sigur. Real Madrid er nú með fimm stiga forskot á Girona á toppnum. Barcelona er í þriðja sætinu sex stigum á eftir Girona.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti