„Þetta verður erfið vika“ Margrét Björk Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 10. febrúar 2024 19:21 Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna. Vísir/Vilhelm Samskiptastjóri Almannavarna segir sviðsmyndina á Suðurnesjum svarta eins og staðan er núna. Heitavatnslaust er á öllum Suðurnesjum og hún segir ljóst að erfið vika blasi við. Heitavatnslaust hefur verið á Suðurnesjum síðan á fimmtudag. Neyðarstig Almannavarna hefur verið virkjað og fólk er hvatt til að halda notkun á rafmagni í lágmarki. Búist er við að heitt vatn komi aftur á eftir viku. Margrét Björk hitti Hjördísi Guðmundsdóttur samskiptastjóra Almannavarna í Kvöldfréttum. „Já eins og kom fram í dag er maður alltaf að tala um þessar sviðsmyndir. Og hún er alveg svört akkúrat eins og staðan er núna. Þannig að við vinnum með hana. Og vinnum með þær upplýsingar sem við fáum, liggur við mínútu frá mínútu. Bæði hvernig viðgerðin gengur og svo hvernig framhaldið verður í kvöld. Skilur að fólk vilji flýja Rafmagn sló út í hluta Keflavíkur í gær um kvöldmatarleytið. Hjördís vonar að fólk átti sig á hverjar aðstæðurnar eru og passi sig á því að nota ekki mikið rafmagn. Borið hefur á því í dag að íbúar Suðurnesja yfirgefi heimili sín vegna ástandsins. Fólk auglýsi eftir sumarbústöðum og húsnæði til leigu. Mælst var til þess á fundinum í dag að fólk yrði heima hjá sér eins og unnt væri. „En við skiljum svo vel að aðstæður fólks eru alls konar. Þannig að fólk verður náttúrlega að meta þetta sjálft og fylgjast með hvernig staðan verður en við höfum fullan skilning á því að aðstæður hjá fólki eru mismunandi,“ segir Hjördís. Fjölmargir íbúar Suðurnesja eru af erlendum uppruna, hafið þið áhyggjur að því að mikilvæg skilaboð komist ekki til skila til þeirra? „Við höfum alltaf áhyggjur af því. Við reynum að gera eins hratt og við getum,“ segir Hjördís og vekur athygli á því að allar helstu upplýsingar um ástandið eru aðgengilegar á ensku og pólsku á vef Almannavarna. Hefur ástandið áhrif á skipulagningu aðgerða í Grindavík eða einbeita viðbragðsaðilar sér að ástandinu á Suðurnesjum núna? „Það er erfitt að segja, auðvitað er viðbragðið komið að ákveðnum þolmörkum. En ég held að við getum svarað þessu þannig að við reynum eins og við getum. Auðvitað er þetta mikið til sama fólkið sem er að vinna vinnuna. En við bara hvetjum fólk til að fylgjast vel með hvað verður en alla vega eins og í dag hófum við aftur þessar aðgerðir, að koma fólki heim til sín í Grindavík.“ Helstu skilaboð Hjördísar til íbúa eru að standa saman í því að halda rafmagninu gangandi. „Þetta verður erfið vika. Það er ekki spurning og það er þannig að þegar maður heyrir vika og maður ætlar að hafa kalt heima hjá sér og manni er kalt þá þarf maður einhvern veginn að finna einhverja leið til þess að komast í gegn um þetta saman. En á endanum tekst það.“ Reykjanesbær Grindavík Vogar Suðurnesjabær Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Heitavatnslaust hefur verið á Suðurnesjum síðan á fimmtudag. Neyðarstig Almannavarna hefur verið virkjað og fólk er hvatt til að halda notkun á rafmagni í lágmarki. Búist er við að heitt vatn komi aftur á eftir viku. Margrét Björk hitti Hjördísi Guðmundsdóttur samskiptastjóra Almannavarna í Kvöldfréttum. „Já eins og kom fram í dag er maður alltaf að tala um þessar sviðsmyndir. Og hún er alveg svört akkúrat eins og staðan er núna. Þannig að við vinnum með hana. Og vinnum með þær upplýsingar sem við fáum, liggur við mínútu frá mínútu. Bæði hvernig viðgerðin gengur og svo hvernig framhaldið verður í kvöld. Skilur að fólk vilji flýja Rafmagn sló út í hluta Keflavíkur í gær um kvöldmatarleytið. Hjördís vonar að fólk átti sig á hverjar aðstæðurnar eru og passi sig á því að nota ekki mikið rafmagn. Borið hefur á því í dag að íbúar Suðurnesja yfirgefi heimili sín vegna ástandsins. Fólk auglýsi eftir sumarbústöðum og húsnæði til leigu. Mælst var til þess á fundinum í dag að fólk yrði heima hjá sér eins og unnt væri. „En við skiljum svo vel að aðstæður fólks eru alls konar. Þannig að fólk verður náttúrlega að meta þetta sjálft og fylgjast með hvernig staðan verður en við höfum fullan skilning á því að aðstæður hjá fólki eru mismunandi,“ segir Hjördís. Fjölmargir íbúar Suðurnesja eru af erlendum uppruna, hafið þið áhyggjur að því að mikilvæg skilaboð komist ekki til skila til þeirra? „Við höfum alltaf áhyggjur af því. Við reynum að gera eins hratt og við getum,“ segir Hjördís og vekur athygli á því að allar helstu upplýsingar um ástandið eru aðgengilegar á ensku og pólsku á vef Almannavarna. Hefur ástandið áhrif á skipulagningu aðgerða í Grindavík eða einbeita viðbragðsaðilar sér að ástandinu á Suðurnesjum núna? „Það er erfitt að segja, auðvitað er viðbragðið komið að ákveðnum þolmörkum. En ég held að við getum svarað þessu þannig að við reynum eins og við getum. Auðvitað er þetta mikið til sama fólkið sem er að vinna vinnuna. En við bara hvetjum fólk til að fylgjast vel með hvað verður en alla vega eins og í dag hófum við aftur þessar aðgerðir, að koma fólki heim til sín í Grindavík.“ Helstu skilaboð Hjördísar til íbúa eru að standa saman í því að halda rafmagninu gangandi. „Þetta verður erfið vika. Það er ekki spurning og það er þannig að þegar maður heyrir vika og maður ætlar að hafa kalt heima hjá sér og manni er kalt þá þarf maður einhvern veginn að finna einhverja leið til þess að komast í gegn um þetta saman. En á endanum tekst það.“
Reykjanesbær Grindavík Vogar Suðurnesjabær Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira