Körfubolti

Doncic í stuði í stór­sigri og hetju­dáðir Steph Curry tryggðu sigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Steph Curry tryggði Golden State Warriors sigurinn á seinustu sekúndu leiksins.
Steph Curry tryggði Golden State Warriors sigurinn á seinustu sekúndu leiksins. Lachlan Cunningham/Getty Images

Luka Doncic var stigahæsti maður vallarins er Dallas Mavericks vann 35 stiga stórsigur gegn Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 146-111.

Doncic og félagar höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda og skoruðu hvorki meira né minna en 47 stig í fyrsta leikhluta gegn 30 stigum gestanna. Heimamenn máttu því alveg við því að Oklahoma-liðið myndi vinna annan leikhluta með átta stiga mun og staðan var því 71-62, Dallas Mavericks í vil, þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

Heimamenn héldu svo áfram að byggja upp forskot sitt í seinni hálfleik og leiddu mest með 41 stigi. Sigur þeirra var því aldrei í hættu og Dallas Mavericks fagnaði að lokum 35 stiga sigri, 146-111.

Luka Doncic var sem áður segir stigahæsti maður vallarins með 32 stig, en hann tók einnig átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Næstur á eftir honum kom Kyrie Irving með 25 stig. Í liði gestanna var Shai Gilgeous-Alexander atkvæðamestur með 25 stig.

Hetjudáðir Steph Curry

Í viðureign Golden State Warriors og Phoenix Suns var hins vegar heldur meiri spenna. Ekkert virtist geta skilið liðin að og sést það best á því að 16 sinnum var jafnt í leiknum og 16 sinnum skiptust liðin á að hafa forystuna.

Gestirnir frá Phoenix leiddu með tveimur stigum þegar rétt rúmar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum, en skot Steph Curry lengst utan af velli rataði í körfuna þegar 0,7 sekúndur voru eftir og heimamenn fögnuðu því dramatískum eins stigs sigri, 113-112.

Úrslit næturinnar

Oklahoma City Thunder 111-146 Dallas Mavericks

Detroit Pistons 106-112 Los Angeles Clippers

San Antonio Spurs 103-123 Brooklyn Nets

Philadelphia 76ers 119-113 Washington Wizards

Chicago Bulls 108-114 Orlando Magic

Memphis Grizzlies 106-115 Charlotte Hornets

Cleveland Cavaliers 119-95 Toronto Raptors

Indiana Pacers 125-111 New York Knicks

Houston Rockets 113-122 Atlanta Hawks

Phoenix Suns 112-113 Golden State Warriors

New Orleans Pelicans 93-84 Portland Trailblazers

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×