Kíkti í keilu með Hetti: „Allir óvinir Gísla Marteins halda að þeir séu góðir í keilu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. febrúar 2024 11:31 Andri Már Eggertsson, Nablinn, tók stöðuna á Hattarmönnum í Keiluhöllinni eftir að leik þeirra gegn Keflavík var frestað. Vísir/Stöð2 Sport Liðsmenn Hattar frá Egilsstöðum þurftu að finna sér eitthvað annað að gera í höfuðborginni síðastliðið fimmtudagskvöld eftir að leik þeirra gegn Keflavík í Subway-deild karla var frestað. Þeir ákváðu því að skella sér í keilu til að stytta sér stundir. Leik Keflavíkur og Hattar var frestað vegna hitavatnsleysis í Keflavík eftir að hraun flæddi yfir hitavatnslögn bæjarins og skemmdi hana. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hefði viljað spila leikinn fyrst lið hans var komið suður alla leið frá Egilsstöðum og sagði að sínir menn gætu alveg eins farið í sturtu annars staðar. Viðari varð þó ekki að ósk sinni og því var ákveðið að gera gott úr ferðinni og skella sér í keilu. Andri Már Eggertsson, eða Nablinn eins og hann er oft kallaður, fékk að fljóta með og fylgjast með hópefli Hattarmanna. „Allir óvinir Gísla Marteins halda að þeir séu góðir í keilu, hvernig ert þú?“ var fyrsta spurning Nablans til Viðars, og var hann þá að vísa í viðtal við Viðar þar sem hann bölvaði Gísla Marteini á sumardekkjunum eftir að hans lið mætti seint í leik gegn Þór Þorlákshöfn vegna snjóþunga á suðurlandinu. Viðar lét þó ekki slá sig út af laginu. „Góður í keilu,“ svaraði Viðar einfaldlega og hló. Viðar stóð svo á endanum við stóru orðin og stóð uppi sem sigurvegari í A-riðli þeirra Hattarmanna. Sæþór Elmar Kristjánsson stóð uppi sem sigurvegari í B-riðli og endaði með mun fleiri stig en Viðar. Hann sakaði þjálfarann sinn því um að brögð væru í tafli, en þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Nablinn í keilu með Hetti Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Leik Keflavíkur og Hattar var frestað vegna hitavatnsleysis í Keflavík eftir að hraun flæddi yfir hitavatnslögn bæjarins og skemmdi hana. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hefði viljað spila leikinn fyrst lið hans var komið suður alla leið frá Egilsstöðum og sagði að sínir menn gætu alveg eins farið í sturtu annars staðar. Viðari varð þó ekki að ósk sinni og því var ákveðið að gera gott úr ferðinni og skella sér í keilu. Andri Már Eggertsson, eða Nablinn eins og hann er oft kallaður, fékk að fljóta með og fylgjast með hópefli Hattarmanna. „Allir óvinir Gísla Marteins halda að þeir séu góðir í keilu, hvernig ert þú?“ var fyrsta spurning Nablans til Viðars, og var hann þá að vísa í viðtal við Viðar þar sem hann bölvaði Gísla Marteini á sumardekkjunum eftir að hans lið mætti seint í leik gegn Þór Þorlákshöfn vegna snjóþunga á suðurlandinu. Viðar lét þó ekki slá sig út af laginu. „Góður í keilu,“ svaraði Viðar einfaldlega og hló. Viðar stóð svo á endanum við stóru orðin og stóð uppi sem sigurvegari í A-riðli þeirra Hattarmanna. Sæþór Elmar Kristjánsson stóð uppi sem sigurvegari í B-riðli og endaði með mun fleiri stig en Viðar. Hann sakaði þjálfarann sinn því um að brögð væru í tafli, en þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Nablinn í keilu með Hetti
Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira