Heimsmeistarinn hissa en samt ekki eftir afar óvænt fall úr keppni Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2024 10:30 Ruta Meilutyte var vonsvikin eftir frammistöðu sína í 100 metra bringusundinu í dag. Getty/Quinn Rooney Óvænt tíðindi urðu á heimsmeistaramótinu í sundi í morgun þegar litháenska sunddrottningin Ruta Meilutyte féll úr keppni í undanrásum 100 metra bringusunds, en hún er ríkjandi heimsmeistari í greininni. Meilutyte, sem er 26 ára, átti heimsmetið í greininni fram til ársins 2017 og varð heimsmeistari í Japan í fyrrasumar. Hún hefur verið gríðarlega sigursæl frá því að hún varð ólympíumeistari í London 2012, aðeins 15 ára gömul, ef frá eru skilin tvö ár 2019-2021 þegar hún var í keppnisbanni vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Eftir bannið hefur Meilutyte unnið þrjá heimsmeistaratitla og ein bronsverðlaun, í 50 og 100 metra bringusundi. Það kom því gríðarlega á óvart að hún næði ekki í gegnum undanrásirnar í dag en hún varð í 17. sæti á 1 mínútu og 7,79 sekúndum, einu sæti frá undanúrslitum og meira en þremur sekúndum frá sigurtíma sínum í Japan í júlí í fyrra. Kom á óvart en samt ekki Í samtali við fjölmiðla eftir keppni í dag viðurkenndi Meilutyte að hún væri vonsvikin en vildi ekki gera meira úr málinu. „Ég var bæði hissa og ekki, því undanfarið hef ég verið nálægt þessum tíma í morgunsundi. Þetta kom mér ekki á óvart en kom samt á óvart á sama tíma því ég er vön því að synda í undanúrslitum,“ sagði Meilutyte og vildi ekki kenna því um að um óvenjulegan árstíma væri að ræða fyrir HM. „Ég kenni engu um. Svona er þetta bara. Sundið var einfalt. Maður getur reynt að rekja aftur ástæður fyrir öllu alveg til fæðingar en ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er allt í góðu,“ sagði Meilutyte sem hefur marga fjöruna sopið og var einn af keppinautum Hrafnhildar Lúthersdóttur þegar hún var á hátindi síns ferils. Getur enn varið titilinn í stysta sundinu Meilutyte á þó enn möguleika á að verja heimsmeistaratitil sinn í 50 metra bringusundi á mótinu, sem fram fer í Katar. HM er á óvenjulegum tíma í ár vegna Ólympíuleikanna í París í sumar og er misjafnt hvort besta sundfólk heims mætir til Katar eða sleppir því. Sundfólk ársins 2023 á Íslandi, Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir, er til að mynda ekki með á HM í ár. Eini fulltrúi Íslands er því Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr SH sem keppir á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hún keppir í 50 metra flugsundi á föstudaginn og svo 50 metra skriðsundi á laugardaginn. Sund Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sjá meira
Meilutyte, sem er 26 ára, átti heimsmetið í greininni fram til ársins 2017 og varð heimsmeistari í Japan í fyrrasumar. Hún hefur verið gríðarlega sigursæl frá því að hún varð ólympíumeistari í London 2012, aðeins 15 ára gömul, ef frá eru skilin tvö ár 2019-2021 þegar hún var í keppnisbanni vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Eftir bannið hefur Meilutyte unnið þrjá heimsmeistaratitla og ein bronsverðlaun, í 50 og 100 metra bringusundi. Það kom því gríðarlega á óvart að hún næði ekki í gegnum undanrásirnar í dag en hún varð í 17. sæti á 1 mínútu og 7,79 sekúndum, einu sæti frá undanúrslitum og meira en þremur sekúndum frá sigurtíma sínum í Japan í júlí í fyrra. Kom á óvart en samt ekki Í samtali við fjölmiðla eftir keppni í dag viðurkenndi Meilutyte að hún væri vonsvikin en vildi ekki gera meira úr málinu. „Ég var bæði hissa og ekki, því undanfarið hef ég verið nálægt þessum tíma í morgunsundi. Þetta kom mér ekki á óvart en kom samt á óvart á sama tíma því ég er vön því að synda í undanúrslitum,“ sagði Meilutyte og vildi ekki kenna því um að um óvenjulegan árstíma væri að ræða fyrir HM. „Ég kenni engu um. Svona er þetta bara. Sundið var einfalt. Maður getur reynt að rekja aftur ástæður fyrir öllu alveg til fæðingar en ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er allt í góðu,“ sagði Meilutyte sem hefur marga fjöruna sopið og var einn af keppinautum Hrafnhildar Lúthersdóttur þegar hún var á hátindi síns ferils. Getur enn varið titilinn í stysta sundinu Meilutyte á þó enn möguleika á að verja heimsmeistaratitil sinn í 50 metra bringusundi á mótinu, sem fram fer í Katar. HM er á óvenjulegum tíma í ár vegna Ólympíuleikanna í París í sumar og er misjafnt hvort besta sundfólk heims mætir til Katar eða sleppir því. Sundfólk ársins 2023 á Íslandi, Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir, er til að mynda ekki með á HM í ár. Eini fulltrúi Íslands er því Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr SH sem keppir á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hún keppir í 50 metra flugsundi á föstudaginn og svo 50 metra skriðsundi á laugardaginn.
Sund Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sjá meira