Kona bauðst til að gefa upp nöfn manna með ólögleg vopn Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2024 13:19 Fróðlegt verður að sjá hvort lögreglan kalli eftir upplýsingum frá konunni varðandi vopnasölu hér á landi. Meðal íslenskra vopnasala er faðir ríkislögreglustjóra en tengslin urðu til þess að embættið lýsti sig vanhæft í málinu. Vísir/Vilhelm Kona sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða og starfaði við vopnasölu á Íslandi segir að vopnabransinn hafi sjokkerað sig. Hún starfar ekki lengur í honum. Hún gaf skýrslu við aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan afhenti lögreglu hundrað skota magasín sem var til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. „Hundrað skota magasín er kolólöglegt. Það er öllum öllum ljóst sem eru með byssuleyfi,“ sagði hún fyrir dómi og bætti við að einungis mætti flytja inn magasín með fimm skotum. „Það er talsverður munur á fimm og hundrað skota magasíni.“ Konan sagðist hafa fengið símtal frá manni sem sagðist vera faðir annars sakborningsins, en hún mundi ekki hvort það var faðir Sindra Snæs Birgissonar eða Ísidórs Nathanssonar. Sá hafi sagt henni að lögreglan væri á eftir syni hennar og að sjálfur væri hann búinn að missa byssuleyfið. Því hafi hann beðið fyrirtækið sem konan starfaði hjá um að geyma byssurnar. Konan sagði að þegar að hún hafi komist að því að það sem þau væru beðin um að geyma væri ólöglegt hafi hún hringt á lögregluna og spurt hvað hún ætti að gera. Lögreglan hafi beðið hana um að koma magasíninu á lögreglustöð, sem hún og gerði. Konan tók fram að hún sjálf hafi ekki tekið við magasíninu, heldur hafi samstarfsmaður hennar gert það. Hún telur að hann hafi vitað hvers konar muni væri um að ræða. „Hann er ekki vitlaus maður.“ Sjokkerandi vopnabransi Að sögn konunnar var aðkoma hennar að hryðjuverkamálinu svokallaða „það minnst sjokkerandi“ við veru hennar í vopnabransanum. „Allur þessi bransi er ótrúlegur. Það er ótrúlega mikið af ólöglegum vopnum hérna. Ég er ánægð að vera segja ykkur frá því,“ sagði konan. Hún sagðist vera sjokkeruð yfir þessu, stór magasín og ólögleg vopn séu víða að hennar sögn. Þá sagði hún reynda menn sem hefðu verið með byssuleyfi í áratugi eiga í hlut. Þegar skýrslutöku konunnar var lokið og hún að ganga úr dómsalnum bætti hún við: „Ef þið viljið nöfnin kallið í mig aftur.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Konan afhenti lögreglu hundrað skota magasín sem var til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. „Hundrað skota magasín er kolólöglegt. Það er öllum öllum ljóst sem eru með byssuleyfi,“ sagði hún fyrir dómi og bætti við að einungis mætti flytja inn magasín með fimm skotum. „Það er talsverður munur á fimm og hundrað skota magasíni.“ Konan sagðist hafa fengið símtal frá manni sem sagðist vera faðir annars sakborningsins, en hún mundi ekki hvort það var faðir Sindra Snæs Birgissonar eða Ísidórs Nathanssonar. Sá hafi sagt henni að lögreglan væri á eftir syni hennar og að sjálfur væri hann búinn að missa byssuleyfið. Því hafi hann beðið fyrirtækið sem konan starfaði hjá um að geyma byssurnar. Konan sagði að þegar að hún hafi komist að því að það sem þau væru beðin um að geyma væri ólöglegt hafi hún hringt á lögregluna og spurt hvað hún ætti að gera. Lögreglan hafi beðið hana um að koma magasíninu á lögreglustöð, sem hún og gerði. Konan tók fram að hún sjálf hafi ekki tekið við magasíninu, heldur hafi samstarfsmaður hennar gert það. Hún telur að hann hafi vitað hvers konar muni væri um að ræða. „Hann er ekki vitlaus maður.“ Sjokkerandi vopnabransi Að sögn konunnar var aðkoma hennar að hryðjuverkamálinu svokallaða „það minnst sjokkerandi“ við veru hennar í vopnabransanum. „Allur þessi bransi er ótrúlegur. Það er ótrúlega mikið af ólöglegum vopnum hérna. Ég er ánægð að vera segja ykkur frá því,“ sagði konan. Hún sagðist vera sjokkeruð yfir þessu, stór magasín og ólögleg vopn séu víða að hennar sögn. Þá sagði hún reynda menn sem hefðu verið með byssuleyfi í áratugi eiga í hlut. Þegar skýrslutöku konunnar var lokið og hún að ganga úr dómsalnum bætti hún við: „Ef þið viljið nöfnin kallið í mig aftur.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira