Sport

Elsti þjálfari deildarinnar en hefur ekkert hugsað um að hætta

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Andy Reid verður elsti þjálfari deildarinnar á næsta tímabili
Andy Reid verður elsti þjálfari deildarinnar á næsta tímabili Rob Carr/Getty Images

Andy Reid hampaði Ofurskálinni í þriðja sinn með Kansas City Chiefs í nótt eftir sigur í úrslitaleik gegn San Francisco 49ers. Þrátt fyrir að vera kominn á háan aldur mun þjálfarinn ekki láta af störfum og lofaði stuðningsmönnum að stýra liðinu á næsta tímabili. 

Andy verður 66 ára gamall í mars og mun á næsta tímabili verða elsti þjálfari deildarinnar eftir að Bill Belichick, 71 árs, og Pete Carroll, 72 ára, létu nýlega af störfum. 

Margir höfðu spáð því að Andy Reid myndi tilkynna starfslok í kjölfar Ofurskálarinnar í gær, en hann blés strax á þær sögusagnir. 

„Ég hef í alvöru ekki einu sinni pælt í því, ég hef verið spurður að því og fólk hættir ekki að spyrja mig. Ég er orðinn gamli kallinn núna, þannig að ég mun þurfa að svara þessu áfram, en ég hef sjálfur ekkert hugsað um að hætta“ sagði Reid á blaðamannafundi í Las Vegas á mánudagsmorgni eftir Ofurskálina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×