„Þetta bætir geðheilsuna talsvert“ Andri Már Eggertsson skrifar 13. febrúar 2024 20:34 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn Vísir/Pawel Cieslikiewicz Fimm leikja taphrina Stjörnunnar í Subway deildinni er lokið eftir sigur gegn Njarðvík á heimavelli 77-73. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn. „Mér fannst við spila einn besta leik sem við höfum spilað og ég er mjög sáttur með sigurinn,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik. Njarðvík byrjaði betur og komst snemma ellefu stigum yfir 1-12. Arnar sagði að Njarðvík hafi komið á óvart í upphafi leiks. „Þær komu út í hálf pressu sem við vorum augljóslega ekki tilbúin undir og þær komu okkur á óvart.“ Eftir áhlaup Njarðvíkur var allt annað að sjá spilamennsku Stjörnunnar og Arnar var ánægður með hvernig liðið svaraði fyrir sig. „Við fórum að finna lausnir og fengum ódýrar körfur. Við komust inn í teiginn og hættum að tapa boltanum. Við vorum í vandræðum með þær á opnum velli í upphafi leiks.“ Aðspurður hvað gekk vel í varnarleik Stjörnunnar í öðrum leikhluta þar sem Njarðvík gerði aðeins eina körfu sagði Arnar að það hafi ekki verið að stíga út. „Ekki að stíga út þar sem þær tóku örugglega 15 sóknarfráköst í leiknum. Við héldum þeim fyrir framan okkur og Selena Lott var í villu vandræðum. Þetta var í fyrsta skiptið sem við mætum henni og hún spilaði mjög vel.“ Arnar var afar ánægður með hvernig liðið hélt sjó undir lokin þegar að Njarðvík minnkaði niður forskot Stjörnunnar. „Ég ætla ekki að ljúga neinu með það að ég er rosalega stoltur af þessari frammistöðu. Það að hafa endað í efri hlutanum á móti þessum liðum gerði mig skíthræddan að þetta yrðu langir vormánuðir. Þetta bætir geðheilsuna talsvert og ég held að þetta hafi verið heilt yfir ein af okkar betri frammistöðu sem við höfum átt,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum ansi ánægður með sigurinn. Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
„Mér fannst við spila einn besta leik sem við höfum spilað og ég er mjög sáttur með sigurinn,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik. Njarðvík byrjaði betur og komst snemma ellefu stigum yfir 1-12. Arnar sagði að Njarðvík hafi komið á óvart í upphafi leiks. „Þær komu út í hálf pressu sem við vorum augljóslega ekki tilbúin undir og þær komu okkur á óvart.“ Eftir áhlaup Njarðvíkur var allt annað að sjá spilamennsku Stjörnunnar og Arnar var ánægður með hvernig liðið svaraði fyrir sig. „Við fórum að finna lausnir og fengum ódýrar körfur. Við komust inn í teiginn og hættum að tapa boltanum. Við vorum í vandræðum með þær á opnum velli í upphafi leiks.“ Aðspurður hvað gekk vel í varnarleik Stjörnunnar í öðrum leikhluta þar sem Njarðvík gerði aðeins eina körfu sagði Arnar að það hafi ekki verið að stíga út. „Ekki að stíga út þar sem þær tóku örugglega 15 sóknarfráköst í leiknum. Við héldum þeim fyrir framan okkur og Selena Lott var í villu vandræðum. Þetta var í fyrsta skiptið sem við mætum henni og hún spilaði mjög vel.“ Arnar var afar ánægður með hvernig liðið hélt sjó undir lokin þegar að Njarðvík minnkaði niður forskot Stjörnunnar. „Ég ætla ekki að ljúga neinu með það að ég er rosalega stoltur af þessari frammistöðu. Það að hafa endað í efri hlutanum á móti þessum liðum gerði mig skíthræddan að þetta yrðu langir vormánuðir. Þetta bætir geðheilsuna talsvert og ég held að þetta hafi verið heilt yfir ein af okkar betri frammistöðu sem við höfum átt,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum ansi ánægður með sigurinn.
Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira