Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3
Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna á heita vatninu á Suðurnesjum en í morgun þurfti að loka fyrir hitann í nokkrum götum í Suðurnesjabæ og í Reykjanesbæ.

Stórnotendur á svæðinu eru beðnir um að spara vatnið og ekki verður hægt að fara í sund á næstu dögum.

Þá verður rætt við Ragnar Þór Ingólfsson formann VR en trúnaðarráð félagsins veitti samninganefnd þess heimild til að undirbúa aðgerðir. 

Einnig fjöllum við um brjóstaskimun en verulega hefur dregið úr þátttöku kvenna hér á landi í krabbameinsskoðun. 

Í íþróttapakkanum verður fjallað um stöðuna hjá Valsmönnum í körfunni en þeir voru að missa einn sinn besta leikmann í meiðsli og þá verður farið yfir úrslitin í Meistaradeildinni í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×