Gjaldþrot Cyren upp á 238 milljónir Bjarki Sigurðsson skrifar 14. febrúar 2024 13:49 Hallgrímur Thorberg Björnsson var yfirmaður hjá Cyren á Íslandi. Vísir/Vilhelm Lýstar kröfur í þrotabú netöryggisfyrirtækisins Cyren námu 238,5 milljónum króna auk dráttar vaxta. Tæpar tólf milljónir fengust greiddar upp í forgangskröfur eða um 5,2 prósent. Rekstur félagsins gekk að sögn yfirmanns afar vel en þrot erlends móðurfélags olli gjaldþrotinu. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Vísir greindi frá því í febrúar á síðasta ári að nánast öllu starfsfólki fyrirtækisins hafi verið sagt upp, þar af þrjátíu á Íslandi. Móðurfyrirtæki Cyren stóð þá á barmi gjaldþrots og sagði yfirmaður Cyren á Íslandi þá að uppsagnirnar hafi komið öllum verulega á óvart þar sem reksturinn hér á landi hafi gengið afar vel. Félagið var svo úrskurðar gjaldþrota nokkrum dögum síðar. Cyren sérhæfði sig í netöryggi og að verjast tölvuárásum og auk starfstöðvanna á Íslandi voru stöðvar um allan heim, til að mynda í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Úkraínu. Forgangskröfur í bú Cyren námu 225 milljónum króna, búskrafa var 520 þúsund og rest almennar kröfur. Eins og áður kom fram fengust tólf milljónir greiddar í forgangskröfur, búskrafan greiddist að fullu en ekkert fékkst greitt upp í almennar og eftirstæðar kröfur. Vírusvarnarhugbúnaður Cyren var keyptur af upplýsingatæknifyrirtækinu OK og stofnað félagið Varist ehf. í kringum þá starfsemi. Hallgrímur Thorberg Björnsson, fyrrverandi yfirmaður hjá Cyren á Íslandi er framkvæmdastjóri nýja félagsins. „Starfsfólkið er óaðskiljanlegur hluti af lausnunum og þekking þeirra og reynsla í netöryggismálum telur samtals yfir 250 ár. Með kaupunum fáum við tækifæri til að sækja fram og halda áfram að þróa netöryggislausnir sem eru í fremstu röð á heimsvísu.Ég vil sérstaklega þakka starfsfólki okkar fyrir að hafa staðið með okkur í þessari vegferð,“ var haft eftir Hallgrími við stofnun félagsins. Netöryggi Gjaldþrot Tækni Tengdar fréttir Kappkosta við þjálfun starfsfólks til að geta sinnt verkefnum kollega sinna á flótta í Úkraínu Starfsmenn tölvuöryggisfyrirtækisins Cyren í Hafnarfirði vinna nú hörðum höndum að því að þjálfa starfsmenn sína þannig að þeir geti tekið að sér verkefni sem hafa verið á könnu kollega sinna á starfstöð fyrirtækisins í Kænugarði í Úkraínu. Starfsmenn fyrirtækisins í Úkraínu hafa margir neyðst til að flýja höfuðborgina á síðustu dögum og hefur því þurft að bregðast við með undirbúa flutning verkefna annað til að hægt sé að tryggja áfram tölvu- og netvarnir viðskiptavina alls staðar um heim. 10. mars 2022 07:31 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Vísir greindi frá því í febrúar á síðasta ári að nánast öllu starfsfólki fyrirtækisins hafi verið sagt upp, þar af þrjátíu á Íslandi. Móðurfyrirtæki Cyren stóð þá á barmi gjaldþrots og sagði yfirmaður Cyren á Íslandi þá að uppsagnirnar hafi komið öllum verulega á óvart þar sem reksturinn hér á landi hafi gengið afar vel. Félagið var svo úrskurðar gjaldþrota nokkrum dögum síðar. Cyren sérhæfði sig í netöryggi og að verjast tölvuárásum og auk starfstöðvanna á Íslandi voru stöðvar um allan heim, til að mynda í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Úkraínu. Forgangskröfur í bú Cyren námu 225 milljónum króna, búskrafa var 520 þúsund og rest almennar kröfur. Eins og áður kom fram fengust tólf milljónir greiddar í forgangskröfur, búskrafan greiddist að fullu en ekkert fékkst greitt upp í almennar og eftirstæðar kröfur. Vírusvarnarhugbúnaður Cyren var keyptur af upplýsingatæknifyrirtækinu OK og stofnað félagið Varist ehf. í kringum þá starfsemi. Hallgrímur Thorberg Björnsson, fyrrverandi yfirmaður hjá Cyren á Íslandi er framkvæmdastjóri nýja félagsins. „Starfsfólkið er óaðskiljanlegur hluti af lausnunum og þekking þeirra og reynsla í netöryggismálum telur samtals yfir 250 ár. Með kaupunum fáum við tækifæri til að sækja fram og halda áfram að þróa netöryggislausnir sem eru í fremstu röð á heimsvísu.Ég vil sérstaklega þakka starfsfólki okkar fyrir að hafa staðið með okkur í þessari vegferð,“ var haft eftir Hallgrími við stofnun félagsins.
Netöryggi Gjaldþrot Tækni Tengdar fréttir Kappkosta við þjálfun starfsfólks til að geta sinnt verkefnum kollega sinna á flótta í Úkraínu Starfsmenn tölvuöryggisfyrirtækisins Cyren í Hafnarfirði vinna nú hörðum höndum að því að þjálfa starfsmenn sína þannig að þeir geti tekið að sér verkefni sem hafa verið á könnu kollega sinna á starfstöð fyrirtækisins í Kænugarði í Úkraínu. Starfsmenn fyrirtækisins í Úkraínu hafa margir neyðst til að flýja höfuðborgina á síðustu dögum og hefur því þurft að bregðast við með undirbúa flutning verkefna annað til að hægt sé að tryggja áfram tölvu- og netvarnir viðskiptavina alls staðar um heim. 10. mars 2022 07:31 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Kappkosta við þjálfun starfsfólks til að geta sinnt verkefnum kollega sinna á flótta í Úkraínu Starfsmenn tölvuöryggisfyrirtækisins Cyren í Hafnarfirði vinna nú hörðum höndum að því að þjálfa starfsmenn sína þannig að þeir geti tekið að sér verkefni sem hafa verið á könnu kollega sinna á starfstöð fyrirtækisins í Kænugarði í Úkraínu. Starfsmenn fyrirtækisins í Úkraínu hafa margir neyðst til að flýja höfuðborgina á síðustu dögum og hefur því þurft að bregðast við með undirbúa flutning verkefna annað til að hægt sé að tryggja áfram tölvu- og netvarnir viðskiptavina alls staðar um heim. 10. mars 2022 07:31