Lífið

Vel hægt að gera Akur­eyri að borg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ásthildur er bæjarstjóri en langar að verða borgarstjóri.
Ásthildur er bæjarstjóri en langar að verða borgarstjóri.

Stjórnmálafræðingurinn Ásthildur Sturludóttir er bæjarstjóri Akureyrar, var áður bæjarstjóri Patreksfjarðar og er því orðin hokin af reynslu í bæjarpólitíkinni.

Og svo er hún dóttir fyrrverandi samgönguráðherra.

„Ég er búin að vera hérna í fimm og hálft ár og þar á undan bjó ég á Patreksfirði í átta ár. Ég er Snæfellingur í grunninn en það er rosalega gott að vera hérna og mér finnst eins og ég sé heima hjá mér. Ég hef upplifað það frá fyrstu stundu. Akureyri er mjög líkur Stykkishólmi,“ segir Ásthildur en rúmlega tuttugu þúsund manns búa á Akureyri.

Sindri spyr Ásthildi hvort mögulega væri hægt að gera bæinn að borg?

„Það er vel hægt. Vanalega miðast þetta við fimmtíu þúsund íbúa en það er líka verið að skoða þjónustuna í bænum. Og Akureyri er með þjónustu á við borg. Það er verið að vinna borgarstefnu sem verður kynnt núna fljótlega og þar er talað um svæðisborgina Akureyri.“

Hér að neðan má sjá brot úr innslagi Íslands í dag á Stöð 2 sem var á dagskrá í gærkvöldi. Áskrifendur geta horft á það í heild sinni á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2.

Klippa: Vel hægt að gera Akureyri að borg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.