Ísey Skyr Bar og Nesti opna í Krónunni Granda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2024 10:42 Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar og Silja Mist Sigurkarlsdóttir, forstöðumaður markaðs- og þjónustusviðs N1. Tveir veitingastaðir, Ísey Skyr Bar og Nesti ferskt og fljótt, hafa verið opnaðir innan Krónunnar á Granda. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að stöðunum sé ætlað að þjóna þeim hópi viðskiptavina sem kýs að grípa með sér hollan og góðan tilbúinn mat. Um sé að ræða fyrstu útibú veitingastaðanna í eigu N1 sem opna fyrir utan þjónustustöðvar fyrirtækisins. Ísey býður upp á ferska og holla safa og skálar þar sem íslenska skyrið er í aðalhlutverki og á matseðli Nesti ferskt og fljótt eru djúsar, samlokur, kaffi og salöt. Í verslun Krónunnar á Granda er nú þegar í boði fjölbreytt flóra minni veitingastaða þar sem viðskiptavinum býðst að grípa með sér fljótlega og tilbúna rétti. Haft er eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, að staðirnir tveir rími vel við sýn Krónunnar. Öðrum veitingastöðum í Krónunni hafi verið vel tekið. „Hugmyndafræðin á bakvið „búð í búð“ innan okkar stærstu verslana hefur verið afar vel tekið af okkar viðskiptavinum, en hingað til hefur úrvalið á þeim stöðum einna helst miðast við viðskiptavini sem gera matarinnkaupin seinnipart dags. Um 20% viðskiptavina Krónunnar kjósa að versla í matinn fyrir hádegi utan álagstoppa seinnipartinn og með tilkomu Ísey Skyr Bar og Nesti ferskt og fljótt getur þessi hópur því gætt sér á hollum morgunverði eða millimáli í einni og sömu innkaupaferðinni,“ segir Guðrún. Ný ásýnd Nestis Þá er haft eftir Silju Mist Sigurkarlsdóttur, forstöðumanni markaðs- og þjónustusviðs N1, að spennandi sé að kynna nýja ásýnd Nestis. Farið hafi verið í gegnum gagngera endurmörkun með áherslu á hollan mat fyrir fólk á ferðinni. „Við erum að innleiða nýja sýn þar sem komið er betur til móts við þarfir viðskiptavina og á sama tíma gefið þeim kost á ferskum og góðum valkostum í dagsins amstri. Þetta er því fyrsta skrefið í þeirri vegferð en við munum í framhaldinu bjóða upp á Nesti ferskt og fljótt á okkar þjónustustöðvum. Við erum spennt að sjá hvernig viðskiptavinir Krónunnar á Granda taka á móti stöðunum okkar,“ segir Silja. Verslun Matvöruverslun Mest lesið Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Viðskipti innlent Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Viðskipti innlent Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Neytendur Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Heimkaup undir hatt Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Sjá meira
Þar segir að stöðunum sé ætlað að þjóna þeim hópi viðskiptavina sem kýs að grípa með sér hollan og góðan tilbúinn mat. Um sé að ræða fyrstu útibú veitingastaðanna í eigu N1 sem opna fyrir utan þjónustustöðvar fyrirtækisins. Ísey býður upp á ferska og holla safa og skálar þar sem íslenska skyrið er í aðalhlutverki og á matseðli Nesti ferskt og fljótt eru djúsar, samlokur, kaffi og salöt. Í verslun Krónunnar á Granda er nú þegar í boði fjölbreytt flóra minni veitingastaða þar sem viðskiptavinum býðst að grípa með sér fljótlega og tilbúna rétti. Haft er eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, að staðirnir tveir rími vel við sýn Krónunnar. Öðrum veitingastöðum í Krónunni hafi verið vel tekið. „Hugmyndafræðin á bakvið „búð í búð“ innan okkar stærstu verslana hefur verið afar vel tekið af okkar viðskiptavinum, en hingað til hefur úrvalið á þeim stöðum einna helst miðast við viðskiptavini sem gera matarinnkaupin seinnipart dags. Um 20% viðskiptavina Krónunnar kjósa að versla í matinn fyrir hádegi utan álagstoppa seinnipartinn og með tilkomu Ísey Skyr Bar og Nesti ferskt og fljótt getur þessi hópur því gætt sér á hollum morgunverði eða millimáli í einni og sömu innkaupaferðinni,“ segir Guðrún. Ný ásýnd Nestis Þá er haft eftir Silju Mist Sigurkarlsdóttur, forstöðumanni markaðs- og þjónustusviðs N1, að spennandi sé að kynna nýja ásýnd Nestis. Farið hafi verið í gegnum gagngera endurmörkun með áherslu á hollan mat fyrir fólk á ferðinni. „Við erum að innleiða nýja sýn þar sem komið er betur til móts við þarfir viðskiptavina og á sama tíma gefið þeim kost á ferskum og góðum valkostum í dagsins amstri. Þetta er því fyrsta skrefið í þeirri vegferð en við munum í framhaldinu bjóða upp á Nesti ferskt og fljótt á okkar þjónustustöðvum. Við erum spennt að sjá hvernig viðskiptavinir Krónunnar á Granda taka á móti stöðunum okkar,“ segir Silja.
Verslun Matvöruverslun Mest lesið Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Viðskipti innlent Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Viðskipti innlent Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Neytendur Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Heimkaup undir hatt Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Sjá meira