Gylfi í góðum gír á Spáni og vonast til að spila um EM-sæti Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 15:10 Gylfi Þór Sigurðsson sló markamet Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar þegar hann skoraði tvö mörk gegn Liechtenstein í október. vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sinnir nú endurhæfingu sinni eftir meiðsli, á Spáni, með aðstoð sjúkraþjálfarans Friðriks Ellerts Jónssonar sem áður var sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins. Frá þessu er greint á vef 433 en Gylfi hefur átt við meiðsli að stríða og spilaði síðast fótboltaleik 4. nóvember, með danska liðinu Lyngby. Vegna meiðslanna dró hann sig úr landsliðshópnum sem mætti Gvatemala og Hondúras í vináttulandsleikjum í Bandaríkjunum í janúar. Gylfi segir hins vegar að endurhæfingin gangi vel og að ef ekkert bakslag komi hjá honum þá vonist hann til þess að vera í fullu fjöri þegar Ísland mætir Ísrael í EM-umspilinu eftir rúman mánuð, í Búdapest 21. mars. Sigurliðið mætir í kjölfarið sigurliðinu úr leik Úkraínu og Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM. Vegna meiðsla sinna fékk Gylfi samningi sínum við Lyngby rift, og sagði Andreas Byder framkvæmdastjóri Lyngby það gert því að Gylfi vildi ekki þiggja laun í meiðslum sínum. Byder sagði, í viðtali við Tipsbladet í janúar, að heiðursmannasamkomulag hefði verið gert um að Gylfi kæmi aftur í leikmannahóp Lyngby eftir endurhæfinguna á Spáni en samningurinn sem Gylfi gerði við Lyngby síðasta sumar átti að gilda til eins árs. Gylfi, sem er 34 ára gamall, náði að spila fimm leiki með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni síðasta haust áður en hann meiddist, en meiðslin eru sögð tilkomin vegna þess langa tíma sem hann var í burtu frá fótbolta vegna lögreglurannsóknar, eða tvö ár. Gylfi lék einnig tvo landsleiki í október og skoraði tvö mörk í 4-0 sigri gegn Liechtenstein, þegar hann bætti markametið í karlalandsliði Íslands sem núna er 27 mörk. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Danski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Frá þessu er greint á vef 433 en Gylfi hefur átt við meiðsli að stríða og spilaði síðast fótboltaleik 4. nóvember, með danska liðinu Lyngby. Vegna meiðslanna dró hann sig úr landsliðshópnum sem mætti Gvatemala og Hondúras í vináttulandsleikjum í Bandaríkjunum í janúar. Gylfi segir hins vegar að endurhæfingin gangi vel og að ef ekkert bakslag komi hjá honum þá vonist hann til þess að vera í fullu fjöri þegar Ísland mætir Ísrael í EM-umspilinu eftir rúman mánuð, í Búdapest 21. mars. Sigurliðið mætir í kjölfarið sigurliðinu úr leik Úkraínu og Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM. Vegna meiðsla sinna fékk Gylfi samningi sínum við Lyngby rift, og sagði Andreas Byder framkvæmdastjóri Lyngby það gert því að Gylfi vildi ekki þiggja laun í meiðslum sínum. Byder sagði, í viðtali við Tipsbladet í janúar, að heiðursmannasamkomulag hefði verið gert um að Gylfi kæmi aftur í leikmannahóp Lyngby eftir endurhæfinguna á Spáni en samningurinn sem Gylfi gerði við Lyngby síðasta sumar átti að gilda til eins árs. Gylfi, sem er 34 ára gamall, náði að spila fimm leiki með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni síðasta haust áður en hann meiddist, en meiðslin eru sögð tilkomin vegna þess langa tíma sem hann var í burtu frá fótbolta vegna lögreglurannsóknar, eða tvö ár. Gylfi lék einnig tvo landsleiki í október og skoraði tvö mörk í 4-0 sigri gegn Liechtenstein, þegar hann bætti markametið í karlalandsliði Íslands sem núna er 27 mörk.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Danski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira