Ármann tryggðu sér þriðja sætið með sigri gegn Young Prodigies Snorri Már Vagnsson skrifar 15. febrúar 2024 21:36 (f.v.) Arnar "Vargur" Hólm, Ólafur "Ofvirkur" Barði og Guðbjartur "Guddi" Þorkell. Ármann sigruðu lið Young Prodigies í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike í kvöld. Ármann eru nú búnir að tryggja sér þriðja sætið, en Saga, sem er í fjórða sæti, á ekki lengur séns á að ná þeim. Upphaf leiks einkenndist af tæknilegum vandamálum hjá Ármanni, þar sem Hundzi virtist eiga í vandræðum með leikjamús sína. Milli þess sem Ármann tóku tæknilegar pásur sigruðu Young Prodigies upphafsloturnar og komust í 3-0 áður en Ármann sigruðu sína fyrstu lotu. Eftir að greiða úr tæknilegum örðugleikum náðu Ármann að koma sér inn í leikinn að nýju og í tíundu lotu jöfnuðu þeir leikinn í 5-5 eftir að hafa verið undir fram að því. Í kjölfarið tóku þeir forystuna, 5-6. Young Prodigies sigruðu síðustu lotu hálfleiks og fóru liðin því jöfn til hálfleiks. Staðan í hálfleik: Young Prodigies 6-6 Ármann Ármann hófu seinni hálfleik vel og komust í 6-8 en Young Prodigies náðu forystunni að nýju með fjórum sigrum í röð, 10-8. Fljótt fór þó undan fæti að halla hjá ungu liði Young Prodigies, en Ármann sigruðu lotur trekk í trekk og raunar sigruðu þeir allar loturnar sem eftir voru af leiknum. Lokatölur: Young Prodigies 10-13 Ármann Ármann hafa því, eins og kom áður fram, tryggt sér þriðja sæti Ljósleiðaradeildarinnar á þessu tímabili. Young Prodigies munu svo spila úrslitaleik um sjötta sæti gegn FH á laugardaginn, en liðin eru jöfn í 6-7 sæti með 16 stig hvort. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn
Upphaf leiks einkenndist af tæknilegum vandamálum hjá Ármanni, þar sem Hundzi virtist eiga í vandræðum með leikjamús sína. Milli þess sem Ármann tóku tæknilegar pásur sigruðu Young Prodigies upphafsloturnar og komust í 3-0 áður en Ármann sigruðu sína fyrstu lotu. Eftir að greiða úr tæknilegum örðugleikum náðu Ármann að koma sér inn í leikinn að nýju og í tíundu lotu jöfnuðu þeir leikinn í 5-5 eftir að hafa verið undir fram að því. Í kjölfarið tóku þeir forystuna, 5-6. Young Prodigies sigruðu síðustu lotu hálfleiks og fóru liðin því jöfn til hálfleiks. Staðan í hálfleik: Young Prodigies 6-6 Ármann Ármann hófu seinni hálfleik vel og komust í 6-8 en Young Prodigies náðu forystunni að nýju með fjórum sigrum í röð, 10-8. Fljótt fór þó undan fæti að halla hjá ungu liði Young Prodigies, en Ármann sigruðu lotur trekk í trekk og raunar sigruðu þeir allar loturnar sem eftir voru af leiknum. Lokatölur: Young Prodigies 10-13 Ármann Ármann hafa því, eins og kom áður fram, tryggt sér þriðja sæti Ljósleiðaradeildarinnar á þessu tímabili. Young Prodigies munu svo spila úrslitaleik um sjötta sæti gegn FH á laugardaginn, en liðin eru jöfn í 6-7 sæti með 16 stig hvort.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn