Sara hjólar í eyðimörkinni á „hvíldardögunum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2024 12:01 Sara Sigmundsdóttir á hjólinu sínu fyrir utan Dúbaí í gær. @sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir er þessa dagana stödd á Arabíuskaganum þar sem hún er að undirbúa sig fyrir komandi CrossFit tímabil. Sara hefur valið það að vera í æfingabúðum í Dúbaí og við hér í kuldanum á klakanum skiljum þá ákvörðun hennar mjög vel. Sara eyðir auðvitað miklum tíma í lyftingarsalnum í lokaundirbúningi sínum fyrir The Open en hún sýndi líka hvað hún gerir á svokölluðum hvíldardögum“ eða á þeim dögum sem hún einbeitir sér að endurheimt eftir krefjandi æfingatörn. Sara er að koma til baka eftir enn ein meiðslin en hún nær vonandi að beita sér að fullu í undankeppni heimsleikanna. Sara hefur ekki komst alla leið á heimsleikana síðan árið 2020 og ætlar hún sér því að enda fjögurra ára bið í ár. Sara segir að fimmtudagarnir séu dagar sem fara í það að leyfa líkamanum að ná aftur vopnum sínum eftir miklar æfingar dagana á undan. Sara hjólar í eyðimörkinni á þessum „hvíldardögum“ en hún skellti sér í 30 kílómetra hjólatúr í sólinni í gær. Eftir það synti hún síðan 1,3 kílómetra í sundlauginni. Þetta flokkast skiljanlega undir virka hvíld en engin afslöppun í gangi. Það er alltaf forvitnilegt að fá að skyggnast aðeins inn í heim CrossFit íþróttafólks og sjá hvað það leggur mikið á sig. Ef þetta er endurheimtardagur þá er bara rétt hægt að ímynda sér hversu erfiðir sjálfir æfingadagarnir eru. Sara viðurkenndi líka eitt sem var að hún fékk of mikinn skammt af D-vítamíni í gær enda að hjóla í sólinni í 30 kílómetra. Hér fyrir neðan má sjá Söru hjóla og synda í gær. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Sjá meira
Sara hefur valið það að vera í æfingabúðum í Dúbaí og við hér í kuldanum á klakanum skiljum þá ákvörðun hennar mjög vel. Sara eyðir auðvitað miklum tíma í lyftingarsalnum í lokaundirbúningi sínum fyrir The Open en hún sýndi líka hvað hún gerir á svokölluðum hvíldardögum“ eða á þeim dögum sem hún einbeitir sér að endurheimt eftir krefjandi æfingatörn. Sara er að koma til baka eftir enn ein meiðslin en hún nær vonandi að beita sér að fullu í undankeppni heimsleikanna. Sara hefur ekki komst alla leið á heimsleikana síðan árið 2020 og ætlar hún sér því að enda fjögurra ára bið í ár. Sara segir að fimmtudagarnir séu dagar sem fara í það að leyfa líkamanum að ná aftur vopnum sínum eftir miklar æfingar dagana á undan. Sara hjólar í eyðimörkinni á þessum „hvíldardögum“ en hún skellti sér í 30 kílómetra hjólatúr í sólinni í gær. Eftir það synti hún síðan 1,3 kílómetra í sundlauginni. Þetta flokkast skiljanlega undir virka hvíld en engin afslöppun í gangi. Það er alltaf forvitnilegt að fá að skyggnast aðeins inn í heim CrossFit íþróttafólks og sjá hvað það leggur mikið á sig. Ef þetta er endurheimtardagur þá er bara rétt hægt að ímynda sér hversu erfiðir sjálfir æfingadagarnir eru. Sara viðurkenndi líka eitt sem var að hún fékk of mikinn skammt af D-vítamíni í gær enda að hjóla í sólinni í 30 kílómetra. Hér fyrir neðan má sjá Söru hjóla og synda í gær. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Sjá meira