Mátti kenna Leoncie við nektardans Árni Sæberg skrifar 16. febrúar 2024 15:27 Leoncie fær ekki krónu frá Helga Jónssyni. Aðsend Landsréttur hefur staðfest sýknu Helga Jónssonar, eiganda og umsjónarmanns Glatkistunnar, af öllum kröfum tónlistarkonunnar Leoncie. Hún höfðaði meiðyrðamál á hendur Helga vegna lýsinga hans á ferli hennar sem tónlistarkonu og nektardansmær. Leoncie gerði alvarlegar athugasemdir við texta sem birtist um hana á Glatkistunni en þar er haldið utan um feril íslenskra tónlistarmanna. Hún krafðist þess að eftifarandi ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk: 1. „Næstu árin starfaði Leoncie við nektardans og söng með hléum en dvaldi þess á milli erlendis um lengri og skemmri tíma en var alkomin til Íslands 1990, uppúr því sem hún fór aftur að láta að sér kveða á tónlistarsviðinu.“ 2. „Í ársbyrjun 1994 sýndi Ríkissjónvarpið þátt um Leoncie þar sem ferli hennar í máli og myndum var gerð skil, það sem olli þó mesta umtalinu var bútur sem ekki var í myndinni (sem klipptur hafði verið út af beiðni Sveinbjörns I. Baldvinssonar þáverandi dagskrárstjóra) en þar klæddi söngkonan sig í nærbuxur merktar Alþýðuflokknum sem Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra, hafði fært henni á einhverri skemmtun á Suðurnesjum.“ 3. „Þetta ár birtust fréttir þess efnis að Leoncie hefði landað stórum þriggja ára útgáfusamningi á Indlandi en líklega áttu þær fréttir aldrei við nein rök að styðjast.“ 4. „Næstu árin átti Leoncie eftir að leggja meiri áherslu á tónlistarferil sinn en áður, hún var hætt að strippa og plötur komu nú út tíðar en áður, 2002 kom næsta plata en hún bar titilinn Sexy loverboy. Tímaritið Sánd gaf plötunni frábæra dóma en miðað við það sem á undan hafði gengið er erfitt að lesa í raunverulega merkingu þess dóms.“ Líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur Helga af öllum kröfum Leoncie. Það var helst gert á þeim grundvelli að tjáning sem um var deilt rúmist innan tjáningarfrelsis Helga samkvæmt 73. grein stjórnarskrárinnar og 10. grein mannréttindasáttmála Evrópu. Takmörkun tjáningar hans með ómerkingu ummæla eða skyldu til greiðslu miskabóta teldist ekki uppfylla skilyrði um nauðsyn í lýðræðislegu þjóðfélagi. Leoncie krafðist tveggja milljóna króna í miskabætur úr hendi Helga en varð ekki kápan úr því klæðinu. Hún þarf aftur á móti að greiða Helga málskostnað fyrir Landsrétti í ofanálag við þær 1,4 milljónir sem hún þurfti að greiða í málskostnað í héraði. Dómsmál Tónlist Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Get ekki látið ykkur Íslendinga skrifa allskonar bull um mig“ Leoncie vinnur nú að nýrri ævisögu. Hún vill segja sögu sína sjálf. Hún er tónlistakona og skemmtikraftur og segist hafa nóg að gera. 20. desember 2023 10:07 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Leoncie gerði alvarlegar athugasemdir við texta sem birtist um hana á Glatkistunni en þar er haldið utan um feril íslenskra tónlistarmanna. Hún krafðist þess að eftifarandi ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk: 1. „Næstu árin starfaði Leoncie við nektardans og söng með hléum en dvaldi þess á milli erlendis um lengri og skemmri tíma en var alkomin til Íslands 1990, uppúr því sem hún fór aftur að láta að sér kveða á tónlistarsviðinu.“ 2. „Í ársbyrjun 1994 sýndi Ríkissjónvarpið þátt um Leoncie þar sem ferli hennar í máli og myndum var gerð skil, það sem olli þó mesta umtalinu var bútur sem ekki var í myndinni (sem klipptur hafði verið út af beiðni Sveinbjörns I. Baldvinssonar þáverandi dagskrárstjóra) en þar klæddi söngkonan sig í nærbuxur merktar Alþýðuflokknum sem Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra, hafði fært henni á einhverri skemmtun á Suðurnesjum.“ 3. „Þetta ár birtust fréttir þess efnis að Leoncie hefði landað stórum þriggja ára útgáfusamningi á Indlandi en líklega áttu þær fréttir aldrei við nein rök að styðjast.“ 4. „Næstu árin átti Leoncie eftir að leggja meiri áherslu á tónlistarferil sinn en áður, hún var hætt að strippa og plötur komu nú út tíðar en áður, 2002 kom næsta plata en hún bar titilinn Sexy loverboy. Tímaritið Sánd gaf plötunni frábæra dóma en miðað við það sem á undan hafði gengið er erfitt að lesa í raunverulega merkingu þess dóms.“ Líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur Helga af öllum kröfum Leoncie. Það var helst gert á þeim grundvelli að tjáning sem um var deilt rúmist innan tjáningarfrelsis Helga samkvæmt 73. grein stjórnarskrárinnar og 10. grein mannréttindasáttmála Evrópu. Takmörkun tjáningar hans með ómerkingu ummæla eða skyldu til greiðslu miskabóta teldist ekki uppfylla skilyrði um nauðsyn í lýðræðislegu þjóðfélagi. Leoncie krafðist tveggja milljóna króna í miskabætur úr hendi Helga en varð ekki kápan úr því klæðinu. Hún þarf aftur á móti að greiða Helga málskostnað fyrir Landsrétti í ofanálag við þær 1,4 milljónir sem hún þurfti að greiða í málskostnað í héraði.
1. „Næstu árin starfaði Leoncie við nektardans og söng með hléum en dvaldi þess á milli erlendis um lengri og skemmri tíma en var alkomin til Íslands 1990, uppúr því sem hún fór aftur að láta að sér kveða á tónlistarsviðinu.“ 2. „Í ársbyrjun 1994 sýndi Ríkissjónvarpið þátt um Leoncie þar sem ferli hennar í máli og myndum var gerð skil, það sem olli þó mesta umtalinu var bútur sem ekki var í myndinni (sem klipptur hafði verið út af beiðni Sveinbjörns I. Baldvinssonar þáverandi dagskrárstjóra) en þar klæddi söngkonan sig í nærbuxur merktar Alþýðuflokknum sem Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra, hafði fært henni á einhverri skemmtun á Suðurnesjum.“ 3. „Þetta ár birtust fréttir þess efnis að Leoncie hefði landað stórum þriggja ára útgáfusamningi á Indlandi en líklega áttu þær fréttir aldrei við nein rök að styðjast.“ 4. „Næstu árin átti Leoncie eftir að leggja meiri áherslu á tónlistarferil sinn en áður, hún var hætt að strippa og plötur komu nú út tíðar en áður, 2002 kom næsta plata en hún bar titilinn Sexy loverboy. Tímaritið Sánd gaf plötunni frábæra dóma en miðað við það sem á undan hafði gengið er erfitt að lesa í raunverulega merkingu þess dóms.“
Dómsmál Tónlist Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Get ekki látið ykkur Íslendinga skrifa allskonar bull um mig“ Leoncie vinnur nú að nýrri ævisögu. Hún vill segja sögu sína sjálf. Hún er tónlistakona og skemmtikraftur og segist hafa nóg að gera. 20. desember 2023 10:07 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
„Get ekki látið ykkur Íslendinga skrifa allskonar bull um mig“ Leoncie vinnur nú að nýrri ævisögu. Hún vill segja sögu sína sjálf. Hún er tónlistakona og skemmtikraftur og segist hafa nóg að gera. 20. desember 2023 10:07