Ákveðnir árgangar hvorki bólusettir við mislingum né hettusótt Lovísa Arnardóttir skrifar 16. febrúar 2024 13:01 Kamilla segir fólk geta haft samband í gegnum Heilsuveru eða spjallið á vefnum vilji það fara í bólusetningu. Nýlega hafa greinst á Íslandi bæði mislingar og hettusótt. Sama bóluefni er notað við þessum sjúkdómum en fólk fætt á bilinu 1975 til 1987 er margt ekki fullbólusett. Bóluefni standa fólki til boða en þó ekki nema það hafi verið útsett eða á leið til útlanda. Árið 1989 hófst almenn bólusetning á Íslandi með MMR bóluefni við mislingum, rauðum hundum og hettusótt. Fyrir þann tíma fékk fólk einn skammt af öðru bóluefni við mislingum. Hvað varðar hettusótt gekk hún reglulega á Íslandi til ársins 1984 og eru því flestir einstaklingar fæddir fyrir þann tíma taldir varðir. Það sama gildir ekki um einstaklinga fædda frá 1985 til 1987. „Fólk sem er fætt eftir 1974 er flest bólusett við mislingum en hefur mögulega bara fengið einn skammt og af bóluefni sem er bara við mislingum, einþáttabóluefni köllum við það,“ segir Kamilla S. Jósefsdóttir verkefnastjóri hjá embætti landlæknis „Við byrjuðum að bólusetja gegn hettusótt árið 1989 og það eru árgangar frá svona 1988 sem hafa fengið það bóluefni. Sem er samsetta bóluefnið sem þar sem mislingar, hettusótt og rauðir hundar eru allt saman í bóluefni sem við köllum MMR.“ Kamilla segir að þetta bóluefni hafi verið notað strax í tveimur skömmtum, sem er full bólusetning. „Þannig fólk sem er fætt frá 1988, ef að það fékk bólusetningar samkvæmt okkar skema, þá ætti þeir að vera með tvo skammta. Samræmd rafræn skráning 2004 Kamilla segir samræmda rafræna skráningu ekki hafa hafist fyrr í kringum 2002 og hún sé í raun ekki áreiðanleg nema frá um 2004. Upplýsingarnar um það hvort fólk sé bólusett séu því fyrir marga ekki aðgengilegar eða skráðar neins staðar. „Þeir sem fengu bólusetningar fyrir 2004 hafa ekki örugglega aðgang að því rafrænt. Það gætu verið til einhver bólusetningarskírteini heima hjá mömmu og pabba en það gæti líka verið að það hafi týnst eða það hafi gleymst að koma með það í tímann og það ekki skráð.“ Fyrir fólk, eins og mig, sem er fætt í kringum 1985, og finn ekki þessa heilsufarsbók og veit ekki. Hvað ætti maður að gera? „Þú ert næstum því örugglega ekki bólusett við hettusótt og sennilega bara fengið einn skammt af mislingum. Við teljum það ekki lengur fullnægjandi bólusetningu við mislingum.“ Kamilla segir það þó ekki endilega kalla á það að fólk rjúki í bólusetningu. Þess þurfi aðeins ef fólk hefur verið útsett, nánast fjölskylda þess, eða ef það er á leið í ferðalag þar sem mislingar eru að ganga. „Vegna hettusóttarinnar þá er reyndar búið að vera að minnsta kosti frá 2015 lagt til og mælt með að fólk sem er fætt 1985 til 1987 fái MMR bólusetningu, sér að kostnaðarlausu meira að segja.“ Hettusótt gekk reglulega Kamilla segir að þetta gildi aðeins um þessa þrjá árganga því fyrir 1985 hafi hettusótt reglulega gengið og því líklegt að eldri einstaklingar hafi fengið hettusótt. Almenn bólusetning hófst svo, eins og kom fram áður, árið 1989 og tók einnig til einstaklinga fæddra 1988. „En þá kemur inn að við viljum að þessi einstaklingar sæki sér aukaskammt við mislingum ef að það er að fara í aðstæður þar sem er hætta á mislingum.“ Hvar eru þessar aðstæður? „Eins og er þá er eiginlega alveg sama hvert maður er að fljúga ef maður er ekki bara að fljúga í beinu flugi eitthvert þar sem eru engir mislingar í gangi, og meira að segja í beinu flugi þá getur einhver verið í tengiflugi sem er að koma frá mislingasvæði. Mislingar eru einn af þessum agalega smitandi sjúkdómum þar sem er meira að segja talin smithætta í flugvélum með góðu loftflæði sem er þar í gangi,“ segir Kamilla og að flæðið sé hannað til að draga úr smithættu sjúkdóma. Kamilla segir að staðan sé samt sem áður þannig að heilbrigðisyfirvöld verði að forgangsraða því bóluefni sem sé til. Það sé búið að panta meira en að það sé á leiðinni. „Eins og er þá þurfum við að hugsa fyrst og fremst um þessa hópa. Fólk sem er fætt á bilinu 1975 til 1987 sem hefur bara fengið eina mislingabólusetningu ætti að fá aðra bólusetningu ef það fær einhverjar vísbendingar um að þau hafi verið útsett fyrir mislingum og fólk sem er fætt 1985 til 1987 ef að það hefur verið einhvers staðar í tengslum við einstakling sem hefur verið útsettur fyrir hettusótt.“ Veitir ekki vörn við hettusótt eftir smit Kamilla tekur þó fram að MMR bóluefnið geti aðeins veitt vörn eftir að fólk er útsett fyrir mislingum en ekki hettusótt. Það geri ekkert gagn fyrir einstakling sem þegar er smitaður af hettusótt eða hafi verið útsettur. Það geti dregið út líkum af alvarlegum veikinda vegna mislinga með bólusetningu eftir að fólk hefur verið útsett. Þegar um er að ræða útsetningu vegna hettusóttar yrði frekar lögð áhersla á að bólusetja einstaklinga í kringum þann sem var útsettur til að reyna að hindra frekari útbreiðslu. En hvað á fólk að gera? „Ég mæli með að hafa samband í gegnum heilsuveruspjallið eða heilsuveruskilaboð. Því það er mjög mikið að gera og í gangi stór átök við að ná í fólk sem við vitum að við viljum bólusetja eða sem heilsugæslan hefur upplýsingar um að þurfi að bólusetja.“ Hún segir þessa hópa í forgangi sem og börn sem eru óbólusett. Börn fá fyrri skammt í kringum 18 mánaða aldur og seinni skammt í kringum 12 ára aldur. Kamilla segir þau ávallt halda sinni röð. „Hins vegar fólk sem er á leið í ferðalög, sérstaklega á svæðum í Evrópu þar sem eru mikið af mislingum eða að fara á stóra flugvelli. Fólk sem er í þessum sambærilegu hópum á að hafa samband. Fólk sem er ekkert á leiðinni neitt. Þó að það sé í þessum hópum. Ef það hefur ekkert heyrt að neinu í kringum sig, þá verður það að bíða.“ Meira bóluefni á leiðinni Hún segir að bóluefnið sé á leiðinni til landsins og að þau séu að kanna hvort þau geti fengið enn meira. „En þetta er takmörkuð auðlind þannig það verður líklega forgangsröðun áfram í gildi á meðan það er eitthvað í gangi.“ Eftir heimsfaraldur Covid hefur verið greint frá því að dregið hafi úr þátttöku í bólusetningum. Kamilla segir að þetta megi að einhverju leyti skýra af því að á meðan starfsfólk heilbrigðisyfirvalda var að bólusetja við Covid hafi aðrar bólusetningar, eins og MMR, verið settar til hliðar. Því séu einhverjir árgangar barna sem ekki hafi fengið sinn fyrri eða seinni skammt. Það sé verið að vinna að því að bæta úr því. „Það voru ekki mislingar eða hettusótt í gangi og því var alveg á þeim tíma öruggt að fresta þeim.“ Kamilla segir litla andstöðu við bólusetningum við Íslandi. Það séu fáir sem hafni þeim heldur sé það frekar þannig, ef fólk eða börn eru ekki bólusett, að það hafi eitthvað frestað því og þá hafi það farist fyrir. Heilbrigðisyfirvöld vinni nú að því að bæta þeim það upp sem ekki fengu sinn skammt á tilsettum tíma. „Við höfum á sama tíma verið meðvituð um það, eftir að áherslurnar færðust frá Covid í venjubundinn verkefni, að við þyrftum að skoða MMR stöðuna. Bæði hjá þeim sem eru núna í grunnskólum og smábörnum. En því miður vorum við svo óheppin að mislingarnir náðu að komast á skrið í kringum okkur og ná hingað til lands áður en það var farið í þetta átak.“ Eins og fram kom að ofan er hægt að hafa samband í gegnum Heilsuveru vilji fólk panta tíma í bólusetningu eða kanna hvort það falli undir þá hópa sem rætt er um í fréttinni. Heilbrigðismál Bólusetningar Heilsugæsla Heilsa Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólk með mislinga beðið um að taka upp símann Fólk sem telur mögulegt að þau eða börnin þeirra hafi smitast af mislingum eru beðin um að fara ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús. Þess í stað eigi þau að hringja í 1700 eða hafa samband við heilbrigðisstarfsmenn í gegnum netið. 5. febrúar 2024 11:44 Hafa áhyggjur af mögulegum mislingafaraldri Sóttvarnarlæknir segir yfirvöld hafa áhyggjur af útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður á Landspítalanum greindist með sjúkdóminn í gær. Hún segir minnkandi þátttöku í bólusetningum þýða að ekki sé hjarðónæmi gegn sjúkdómnum 4. febrúar 2024 14:02 Mislingar greindust á Landspítalanum Sóttvarnalæknir fékk tilkynningu frá Landspítala í dag vegna mislinga sem greindust hjá fullorðnum einstakling sem kom erlendis frá miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn. Viðkomandi einstaklingur er í einangrun á sjúkrahúsi. 3. febrúar 2024 19:15 Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. 23. janúar 2024 16:06 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Árið 1989 hófst almenn bólusetning á Íslandi með MMR bóluefni við mislingum, rauðum hundum og hettusótt. Fyrir þann tíma fékk fólk einn skammt af öðru bóluefni við mislingum. Hvað varðar hettusótt gekk hún reglulega á Íslandi til ársins 1984 og eru því flestir einstaklingar fæddir fyrir þann tíma taldir varðir. Það sama gildir ekki um einstaklinga fædda frá 1985 til 1987. „Fólk sem er fætt eftir 1974 er flest bólusett við mislingum en hefur mögulega bara fengið einn skammt og af bóluefni sem er bara við mislingum, einþáttabóluefni köllum við það,“ segir Kamilla S. Jósefsdóttir verkefnastjóri hjá embætti landlæknis „Við byrjuðum að bólusetja gegn hettusótt árið 1989 og það eru árgangar frá svona 1988 sem hafa fengið það bóluefni. Sem er samsetta bóluefnið sem þar sem mislingar, hettusótt og rauðir hundar eru allt saman í bóluefni sem við köllum MMR.“ Kamilla segir að þetta bóluefni hafi verið notað strax í tveimur skömmtum, sem er full bólusetning. „Þannig fólk sem er fætt frá 1988, ef að það fékk bólusetningar samkvæmt okkar skema, þá ætti þeir að vera með tvo skammta. Samræmd rafræn skráning 2004 Kamilla segir samræmda rafræna skráningu ekki hafa hafist fyrr í kringum 2002 og hún sé í raun ekki áreiðanleg nema frá um 2004. Upplýsingarnar um það hvort fólk sé bólusett séu því fyrir marga ekki aðgengilegar eða skráðar neins staðar. „Þeir sem fengu bólusetningar fyrir 2004 hafa ekki örugglega aðgang að því rafrænt. Það gætu verið til einhver bólusetningarskírteini heima hjá mömmu og pabba en það gæti líka verið að það hafi týnst eða það hafi gleymst að koma með það í tímann og það ekki skráð.“ Fyrir fólk, eins og mig, sem er fætt í kringum 1985, og finn ekki þessa heilsufarsbók og veit ekki. Hvað ætti maður að gera? „Þú ert næstum því örugglega ekki bólusett við hettusótt og sennilega bara fengið einn skammt af mislingum. Við teljum það ekki lengur fullnægjandi bólusetningu við mislingum.“ Kamilla segir það þó ekki endilega kalla á það að fólk rjúki í bólusetningu. Þess þurfi aðeins ef fólk hefur verið útsett, nánast fjölskylda þess, eða ef það er á leið í ferðalag þar sem mislingar eru að ganga. „Vegna hettusóttarinnar þá er reyndar búið að vera að minnsta kosti frá 2015 lagt til og mælt með að fólk sem er fætt 1985 til 1987 fái MMR bólusetningu, sér að kostnaðarlausu meira að segja.“ Hettusótt gekk reglulega Kamilla segir að þetta gildi aðeins um þessa þrjá árganga því fyrir 1985 hafi hettusótt reglulega gengið og því líklegt að eldri einstaklingar hafi fengið hettusótt. Almenn bólusetning hófst svo, eins og kom fram áður, árið 1989 og tók einnig til einstaklinga fæddra 1988. „En þá kemur inn að við viljum að þessi einstaklingar sæki sér aukaskammt við mislingum ef að það er að fara í aðstæður þar sem er hætta á mislingum.“ Hvar eru þessar aðstæður? „Eins og er þá er eiginlega alveg sama hvert maður er að fljúga ef maður er ekki bara að fljúga í beinu flugi eitthvert þar sem eru engir mislingar í gangi, og meira að segja í beinu flugi þá getur einhver verið í tengiflugi sem er að koma frá mislingasvæði. Mislingar eru einn af þessum agalega smitandi sjúkdómum þar sem er meira að segja talin smithætta í flugvélum með góðu loftflæði sem er þar í gangi,“ segir Kamilla og að flæðið sé hannað til að draga úr smithættu sjúkdóma. Kamilla segir að staðan sé samt sem áður þannig að heilbrigðisyfirvöld verði að forgangsraða því bóluefni sem sé til. Það sé búið að panta meira en að það sé á leiðinni. „Eins og er þá þurfum við að hugsa fyrst og fremst um þessa hópa. Fólk sem er fætt á bilinu 1975 til 1987 sem hefur bara fengið eina mislingabólusetningu ætti að fá aðra bólusetningu ef það fær einhverjar vísbendingar um að þau hafi verið útsett fyrir mislingum og fólk sem er fætt 1985 til 1987 ef að það hefur verið einhvers staðar í tengslum við einstakling sem hefur verið útsettur fyrir hettusótt.“ Veitir ekki vörn við hettusótt eftir smit Kamilla tekur þó fram að MMR bóluefnið geti aðeins veitt vörn eftir að fólk er útsett fyrir mislingum en ekki hettusótt. Það geri ekkert gagn fyrir einstakling sem þegar er smitaður af hettusótt eða hafi verið útsettur. Það geti dregið út líkum af alvarlegum veikinda vegna mislinga með bólusetningu eftir að fólk hefur verið útsett. Þegar um er að ræða útsetningu vegna hettusóttar yrði frekar lögð áhersla á að bólusetja einstaklinga í kringum þann sem var útsettur til að reyna að hindra frekari útbreiðslu. En hvað á fólk að gera? „Ég mæli með að hafa samband í gegnum heilsuveruspjallið eða heilsuveruskilaboð. Því það er mjög mikið að gera og í gangi stór átök við að ná í fólk sem við vitum að við viljum bólusetja eða sem heilsugæslan hefur upplýsingar um að þurfi að bólusetja.“ Hún segir þessa hópa í forgangi sem og börn sem eru óbólusett. Börn fá fyrri skammt í kringum 18 mánaða aldur og seinni skammt í kringum 12 ára aldur. Kamilla segir þau ávallt halda sinni röð. „Hins vegar fólk sem er á leið í ferðalög, sérstaklega á svæðum í Evrópu þar sem eru mikið af mislingum eða að fara á stóra flugvelli. Fólk sem er í þessum sambærilegu hópum á að hafa samband. Fólk sem er ekkert á leiðinni neitt. Þó að það sé í þessum hópum. Ef það hefur ekkert heyrt að neinu í kringum sig, þá verður það að bíða.“ Meira bóluefni á leiðinni Hún segir að bóluefnið sé á leiðinni til landsins og að þau séu að kanna hvort þau geti fengið enn meira. „En þetta er takmörkuð auðlind þannig það verður líklega forgangsröðun áfram í gildi á meðan það er eitthvað í gangi.“ Eftir heimsfaraldur Covid hefur verið greint frá því að dregið hafi úr þátttöku í bólusetningum. Kamilla segir að þetta megi að einhverju leyti skýra af því að á meðan starfsfólk heilbrigðisyfirvalda var að bólusetja við Covid hafi aðrar bólusetningar, eins og MMR, verið settar til hliðar. Því séu einhverjir árgangar barna sem ekki hafi fengið sinn fyrri eða seinni skammt. Það sé verið að vinna að því að bæta úr því. „Það voru ekki mislingar eða hettusótt í gangi og því var alveg á þeim tíma öruggt að fresta þeim.“ Kamilla segir litla andstöðu við bólusetningum við Íslandi. Það séu fáir sem hafni þeim heldur sé það frekar þannig, ef fólk eða börn eru ekki bólusett, að það hafi eitthvað frestað því og þá hafi það farist fyrir. Heilbrigðisyfirvöld vinni nú að því að bæta þeim það upp sem ekki fengu sinn skammt á tilsettum tíma. „Við höfum á sama tíma verið meðvituð um það, eftir að áherslurnar færðust frá Covid í venjubundinn verkefni, að við þyrftum að skoða MMR stöðuna. Bæði hjá þeim sem eru núna í grunnskólum og smábörnum. En því miður vorum við svo óheppin að mislingarnir náðu að komast á skrið í kringum okkur og ná hingað til lands áður en það var farið í þetta átak.“ Eins og fram kom að ofan er hægt að hafa samband í gegnum Heilsuveru vilji fólk panta tíma í bólusetningu eða kanna hvort það falli undir þá hópa sem rætt er um í fréttinni.
Heilbrigðismál Bólusetningar Heilsugæsla Heilsa Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólk með mislinga beðið um að taka upp símann Fólk sem telur mögulegt að þau eða börnin þeirra hafi smitast af mislingum eru beðin um að fara ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús. Þess í stað eigi þau að hringja í 1700 eða hafa samband við heilbrigðisstarfsmenn í gegnum netið. 5. febrúar 2024 11:44 Hafa áhyggjur af mögulegum mislingafaraldri Sóttvarnarlæknir segir yfirvöld hafa áhyggjur af útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður á Landspítalanum greindist með sjúkdóminn í gær. Hún segir minnkandi þátttöku í bólusetningum þýða að ekki sé hjarðónæmi gegn sjúkdómnum 4. febrúar 2024 14:02 Mislingar greindust á Landspítalanum Sóttvarnalæknir fékk tilkynningu frá Landspítala í dag vegna mislinga sem greindust hjá fullorðnum einstakling sem kom erlendis frá miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn. Viðkomandi einstaklingur er í einangrun á sjúkrahúsi. 3. febrúar 2024 19:15 Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. 23. janúar 2024 16:06 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Fólk með mislinga beðið um að taka upp símann Fólk sem telur mögulegt að þau eða börnin þeirra hafi smitast af mislingum eru beðin um að fara ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús. Þess í stað eigi þau að hringja í 1700 eða hafa samband við heilbrigðisstarfsmenn í gegnum netið. 5. febrúar 2024 11:44
Hafa áhyggjur af mögulegum mislingafaraldri Sóttvarnarlæknir segir yfirvöld hafa áhyggjur af útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður á Landspítalanum greindist með sjúkdóminn í gær. Hún segir minnkandi þátttöku í bólusetningum þýða að ekki sé hjarðónæmi gegn sjúkdómnum 4. febrúar 2024 14:02
Mislingar greindust á Landspítalanum Sóttvarnalæknir fékk tilkynningu frá Landspítala í dag vegna mislinga sem greindust hjá fullorðnum einstakling sem kom erlendis frá miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn. Viðkomandi einstaklingur er í einangrun á sjúkrahúsi. 3. febrúar 2024 19:15
Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. 23. janúar 2024 16:06
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent