Hundruð milljóna króna skattasekt staðfest Árni Sæberg skrifar 16. febrúar 2024 15:35 Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag. Vísir/Egill Landsréttur hefur sakfellt karlmann á sextugsaldri fyrir skattalagabrot. Hann var dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 268 milljóna króna í sekt. Ákæruvaldið féllst á það undir rekstri málsins að tiltekin útgjöld hafi talist rekstrarkostnaður og sekt mannsins var lækkuð um 55 milljónir króna, frá því sem hafði verið dæmt í héraði. Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp í dag. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kom fram að Georg Mikaelsson hefði staðið skil á röngum skattframtölum gjaldárin 2010 til 2014 og ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á einkahlutafélaginu GM, sem var skráð á Seychelleseyjum. Í dómi Landsréttar segir að fyrir Landsrétti hafi Georg krafist frávísunar málsins frá héraðsdómi þar sem ákæra hafi efnislega verið byggð á skýrslu skattyfirvalda en ekki á sjálfstæðri rannsókn lögreglu. Landsréttur hafi hafnað kröfunni með vísan til þess að þegar ófullnægjandi rannsókn leiddi til þess að ákæruliðir teldust ekki sannaðir varðaði það ekki frávísun heldur sýknu. Landsréttur hafi fallist á það með héraðsdómi að Georg hefði á tekjuárinu 2009 haft 66.354.336 krónur í tekjur af hlutafjáreign sinni í GM Ltd. Georg hefði komið sér undan greiðslu fjármagnstekjuskatts að fjárhæð 8.097.394 krónur, auk þess sem hann hefði ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á félaginu á skattframtali. Ekki alveg jafnhá sekt og í héraði Undir rekstri málsins fyrir Landsrétti hafi ákæruvaldið fallist á að tiltekin útgjöld teldust rekstrarkostnaður GM Ltd. Þá hafi rétturinn fallist á að önnur tilgreind útgjöld teldust rekstrarkostnaður félagsins. Rétturinn hafi lagt til grundvallar að rekstrarhagnaður GM Ltd. á tekjuárunum 2010 til 2013 hefði numið 180.798.436 krónum og næmi vangreiddur tekjuskattur og útsvar Georgs samtals 81.298.415 krónum og vangreiddur fjármagnstekjuskattur 8.097.934 krónum. Sem áður segir var Georg dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 268 milljóna króna í sekt innan fjögurra vikna, ellegar sæta fangelsi í 360 daga. Þá var honum gert að greiða tvo þriðju málvarnarlauna verjanda síns fyrir Landsrétti, sem voru í heild 15,7 milljónir króna. Í héraði var honum gert að greiða verjanda sínum 22 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp í dag. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kom fram að Georg Mikaelsson hefði staðið skil á röngum skattframtölum gjaldárin 2010 til 2014 og ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á einkahlutafélaginu GM, sem var skráð á Seychelleseyjum. Í dómi Landsréttar segir að fyrir Landsrétti hafi Georg krafist frávísunar málsins frá héraðsdómi þar sem ákæra hafi efnislega verið byggð á skýrslu skattyfirvalda en ekki á sjálfstæðri rannsókn lögreglu. Landsréttur hafi hafnað kröfunni með vísan til þess að þegar ófullnægjandi rannsókn leiddi til þess að ákæruliðir teldust ekki sannaðir varðaði það ekki frávísun heldur sýknu. Landsréttur hafi fallist á það með héraðsdómi að Georg hefði á tekjuárinu 2009 haft 66.354.336 krónur í tekjur af hlutafjáreign sinni í GM Ltd. Georg hefði komið sér undan greiðslu fjármagnstekjuskatts að fjárhæð 8.097.394 krónur, auk þess sem hann hefði ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á félaginu á skattframtali. Ekki alveg jafnhá sekt og í héraði Undir rekstri málsins fyrir Landsrétti hafi ákæruvaldið fallist á að tiltekin útgjöld teldust rekstrarkostnaður GM Ltd. Þá hafi rétturinn fallist á að önnur tilgreind útgjöld teldust rekstrarkostnaður félagsins. Rétturinn hafi lagt til grundvallar að rekstrarhagnaður GM Ltd. á tekjuárunum 2010 til 2013 hefði numið 180.798.436 krónum og næmi vangreiddur tekjuskattur og útsvar Georgs samtals 81.298.415 krónum og vangreiddur fjármagnstekjuskattur 8.097.934 krónum. Sem áður segir var Georg dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 268 milljóna króna í sekt innan fjögurra vikna, ellegar sæta fangelsi í 360 daga. Þá var honum gert að greiða tvo þriðju málvarnarlauna verjanda síns fyrir Landsrétti, sem voru í heild 15,7 milljónir króna. Í héraði var honum gert að greiða verjanda sínum 22 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira