Salah klár og enginn neyddur til að spila of snemma Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2024 13:04 Trent Alexander-Arnold missir af næstu leikjum Liverpool vegna meiðsla. Getty/John Powell Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fann sig knúinn til að svara efasemdaröddum þeirra sem telja að Trent Alexander-Arnold og Dominik Szoboszlai hafi verið látnir byrja of snemma að spila eftir meiðsli. Klopp ræddi við fréttamenn í dag vegna leiksins við Brentford í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á morgun. Hann staðfesti meðal annars að staðan á Mohamed Salah væri góð, eftir að hann meiddist á Afríkumótinu með Egyptum. „Mo er byrjaður að æfa af fullum krafti, og þannig auðvitað sjálfkrafa í baráttu um byrjunarliðssæti. Ibou [Ibrahima Konaté] er ekki lengur í banni. Joe [Gomez] er aftur klár, Conor [Bradley] er kominn aftur, Ali [Alisson] er kominn aftur, svo það er allt jákvætt,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp says that Mo Salah is in contention to start for Liverpool against Brentford He also hit back at suggestions that they rushed Trent Alexander-Arnold back from injury pic.twitter.com/ZR8XO1Oyjg— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 16, 2024 Á meiðslalista Liverpool eru hins vegar meðal annarra Thiago og fyrrnefndir Alexander-Arnold og Szoboszlai. Alexander-Arnold náði aðeins tveimur leikjum eftir hnémeiðsli áður en þau tóku sig upp að nýju á dögunum og hann missir af næstu leikjum, þar á meðal úrslitaleik deildabikarsins gegn Chelsea 25. febrúar. Szoboszlai meiddist sömuleiðis á ný í læri í fyrsta byrjunarliðsleik sínum eftir mánuð frá keppni. En Klopp segir leikmenn aldrei neydda til að byrja of snemma að spila: „Ég þarf að koma einu á hreint. Það var einhver umræða í sjónvarpi um að við gætum hafa þrýst of mikið á Trent að spila, því það hafa komið tvö bakslög sem er mjög óheppilegt og enginn vill það. En þetta eru ólík tilvik og ólíkar aðstæður. Í minni stjórnartíð höfum við aldrei neytt einhvern til að byrja aftur að spila, og munum aldrei gera það,“ sagði Klopp. Hann bætti við að auðvitað væri reynt að fá leikmenn aftur úr meiðslum eins fljótt og hægt væri, en aldrei þannig að þeir væru neyddir til að spila of snemma. Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Klopp ræddi við fréttamenn í dag vegna leiksins við Brentford í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á morgun. Hann staðfesti meðal annars að staðan á Mohamed Salah væri góð, eftir að hann meiddist á Afríkumótinu með Egyptum. „Mo er byrjaður að æfa af fullum krafti, og þannig auðvitað sjálfkrafa í baráttu um byrjunarliðssæti. Ibou [Ibrahima Konaté] er ekki lengur í banni. Joe [Gomez] er aftur klár, Conor [Bradley] er kominn aftur, Ali [Alisson] er kominn aftur, svo það er allt jákvætt,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp says that Mo Salah is in contention to start for Liverpool against Brentford He also hit back at suggestions that they rushed Trent Alexander-Arnold back from injury pic.twitter.com/ZR8XO1Oyjg— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 16, 2024 Á meiðslalista Liverpool eru hins vegar meðal annarra Thiago og fyrrnefndir Alexander-Arnold og Szoboszlai. Alexander-Arnold náði aðeins tveimur leikjum eftir hnémeiðsli áður en þau tóku sig upp að nýju á dögunum og hann missir af næstu leikjum, þar á meðal úrslitaleik deildabikarsins gegn Chelsea 25. febrúar. Szoboszlai meiddist sömuleiðis á ný í læri í fyrsta byrjunarliðsleik sínum eftir mánuð frá keppni. En Klopp segir leikmenn aldrei neydda til að byrja of snemma að spila: „Ég þarf að koma einu á hreint. Það var einhver umræða í sjónvarpi um að við gætum hafa þrýst of mikið á Trent að spila, því það hafa komið tvö bakslög sem er mjög óheppilegt og enginn vill það. En þetta eru ólík tilvik og ólíkar aðstæður. Í minni stjórnartíð höfum við aldrei neytt einhvern til að byrja aftur að spila, og munum aldrei gera það,“ sagði Klopp. Hann bætti við að auðvitað væri reynt að fá leikmenn aftur úr meiðslum eins fljótt og hægt væri, en aldrei þannig að þeir væru neyddir til að spila of snemma.
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira