Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 23-19 | Fram jafnaði Hauka að stigum Dagur Lárusson skrifar 17. febrúar 2024 12:16 Steinunn Björnsdóttir hefur verið algjör lykilmaður í sigursælu liði Framara um árabil. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fram hafði betur gegn Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í dag eftir algjöran viðsnúning í seinni hálfleiknum. Fyrir leik voru Haukar í öðru sæti deildarinnar með 26 stig á meðan Fram var í þriðja sætinu með 24 stig og því gat Fram jafnað Hauka að stigum með sigri. Fyrstu tíu mínútur leiksins voru heldur jafnar en það voru þó yfirleitt gestirnir sem voru með forystuna en eftir tíu mínútur var staðan 3-4. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn byrjuðu Haukar að ná betri tökum á leiknum og var það að stórum hluta vegna þess að Margrét Einarsdóttir var í miklu stuði í marki Hauka. Staðan var 8-11 í hálfleik fyrir Hauka. Í seinni hálfleiknum átti sér stað hinsvegar algjör viðsnúningur. Leikmenn Fram mættu tvíefldir til leiks og tók þá engan stund að vinna upp forskot gestanna og ná forystunni. Eftir tólf mínútur í seinni hálfleiknum var staðan orðin 14-13 og var Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, þá búinn að fá nóg og tók leikhlé. Það leikhlé breytti þó litlu þar sem yfirburður Fram héldu áfram og nú var það komið að Andreu Gunnlaugsdóttir, markverði Fram, að fara á kostum en hún varði hvert skotið á fætur öðru. Haukar náðu aðeins að skora átta mörk í seinni hálfleiknum sem eru ótrúlegar tölur en lokatölur í leiknum voru 23-19. Fram hefur því jafnað Hauka að stigum í deildinni en bæði lið eru með 26 stig. Af hverju vann Fram? Leikmenn Fram mættu svo öflugir til leiks í seinni hálfleikinn og ég held að það hafi komið gestunum á óvart og þeir jöfnuðu sig aldrei eftir það. Stemningin var algjörlega hjá Fram og markvarðslan var betri hjá þeim í seinni hálfleiknum. Hverjar stóðu upp úr? Markmenn beggja liða átti frábæran leik. Margrét varði sautján mörk í marki Hauka og hélt Haukum í leiknum á tímabili. Andrea fékk síðan aðeins á sig átta mörk í seinni hálfleiknum sem er magnað. Hvað fór illa? Það er hreinlega ekki í boði að skora aðeins átta mörk í einum hálfleik en það gerðist hjá Haukum. Öflug vörn hjá Fram en einnig hikandi og lélegur sóknarleikur hjá Haukum. Hvað gerist næst? Haukar eiga leik gegn KA/Þór næstu helgi á meðan Fram mætir Aftureldingu. Einar Jónsson: Við stefnum á að ná öðru sætinu Einar Jónsson.Vísir/Anton Brink „Við spiluðum frábæra vörn, það var það sem gerðist,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, þegar hann var spurður að því hvað gerðist hjá liðinu í seinni hálfleiknum. „Mér fannst við samt spila góða vörn líka í fyrri hálfleiknum en hún varð betri í seinni hálfleiknum og Andrea var virkilega flott í markinu.“ „Við náðum að refsa þeim síðan aðeins betur heldur en í fyrri hálfleiknum og vorum að skora fleiri mörk úr hraðaupphlaupum. Við vorum síðan bara agaðar og skynsamar sóknarlega,“ hélt Einar áfram að segja. Einar telur þennan sigur vera virkilega góðan fyrir komandi vikur í baráttunni um annað sætið. „Við stefnum á að ná öðru sætinu, það er bara þannig en það eru hörku leikir framundan. Ég man ekki hvað við eigum marga leiki eftir en það er ljóst að við verðum að vinna þá leiki sem eftir eru og vonast eftir því að Haukarnir misstígi sig í fleiri leikjum,“ endaði Einar Jónsson á að segja. Díana Guðjónsdóttir: Vorum í vandræðum sóknarlega Díana Guðjónsdóttir.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Mér fannst bakverðirnir hjá þeim koma hátt upp hjá þeim og við lentum í vandræðum með það sóknarlega,“ byrjaði Díana Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari Hauka, að segja eftir leik. „Við vorum í vandræðum sóknarlega en mér fannst við samt sem áður spila góða vörn nánast allan leikinn en það vantaði upp á hinum megin.“ Díana talaði síðan um meiðsli hjá Elínu og Söru Katrínu sem höfðu áhrif á þeirra leik. „Það voru engar breytingar hjá þeim sem komu okkur á óvart í seinni. En við auðvitað þurftum að eiga við meiðsli hjá Söru Katrínu og Elínu sem var ekki að hjálpa okkur. Elín segist vera með svima enn þá en við verðum að bíða og sjá,“ endaði Díana að segja. Olís-deild kvenna Fram Haukar
Fram hafði betur gegn Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í dag eftir algjöran viðsnúning í seinni hálfleiknum. Fyrir leik voru Haukar í öðru sæti deildarinnar með 26 stig á meðan Fram var í þriðja sætinu með 24 stig og því gat Fram jafnað Hauka að stigum með sigri. Fyrstu tíu mínútur leiksins voru heldur jafnar en það voru þó yfirleitt gestirnir sem voru með forystuna en eftir tíu mínútur var staðan 3-4. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn byrjuðu Haukar að ná betri tökum á leiknum og var það að stórum hluta vegna þess að Margrét Einarsdóttir var í miklu stuði í marki Hauka. Staðan var 8-11 í hálfleik fyrir Hauka. Í seinni hálfleiknum átti sér stað hinsvegar algjör viðsnúningur. Leikmenn Fram mættu tvíefldir til leiks og tók þá engan stund að vinna upp forskot gestanna og ná forystunni. Eftir tólf mínútur í seinni hálfleiknum var staðan orðin 14-13 og var Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, þá búinn að fá nóg og tók leikhlé. Það leikhlé breytti þó litlu þar sem yfirburður Fram héldu áfram og nú var það komið að Andreu Gunnlaugsdóttir, markverði Fram, að fara á kostum en hún varði hvert skotið á fætur öðru. Haukar náðu aðeins að skora átta mörk í seinni hálfleiknum sem eru ótrúlegar tölur en lokatölur í leiknum voru 23-19. Fram hefur því jafnað Hauka að stigum í deildinni en bæði lið eru með 26 stig. Af hverju vann Fram? Leikmenn Fram mættu svo öflugir til leiks í seinni hálfleikinn og ég held að það hafi komið gestunum á óvart og þeir jöfnuðu sig aldrei eftir það. Stemningin var algjörlega hjá Fram og markvarðslan var betri hjá þeim í seinni hálfleiknum. Hverjar stóðu upp úr? Markmenn beggja liða átti frábæran leik. Margrét varði sautján mörk í marki Hauka og hélt Haukum í leiknum á tímabili. Andrea fékk síðan aðeins á sig átta mörk í seinni hálfleiknum sem er magnað. Hvað fór illa? Það er hreinlega ekki í boði að skora aðeins átta mörk í einum hálfleik en það gerðist hjá Haukum. Öflug vörn hjá Fram en einnig hikandi og lélegur sóknarleikur hjá Haukum. Hvað gerist næst? Haukar eiga leik gegn KA/Þór næstu helgi á meðan Fram mætir Aftureldingu. Einar Jónsson: Við stefnum á að ná öðru sætinu Einar Jónsson.Vísir/Anton Brink „Við spiluðum frábæra vörn, það var það sem gerðist,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, þegar hann var spurður að því hvað gerðist hjá liðinu í seinni hálfleiknum. „Mér fannst við samt spila góða vörn líka í fyrri hálfleiknum en hún varð betri í seinni hálfleiknum og Andrea var virkilega flott í markinu.“ „Við náðum að refsa þeim síðan aðeins betur heldur en í fyrri hálfleiknum og vorum að skora fleiri mörk úr hraðaupphlaupum. Við vorum síðan bara agaðar og skynsamar sóknarlega,“ hélt Einar áfram að segja. Einar telur þennan sigur vera virkilega góðan fyrir komandi vikur í baráttunni um annað sætið. „Við stefnum á að ná öðru sætinu, það er bara þannig en það eru hörku leikir framundan. Ég man ekki hvað við eigum marga leiki eftir en það er ljóst að við verðum að vinna þá leiki sem eftir eru og vonast eftir því að Haukarnir misstígi sig í fleiri leikjum,“ endaði Einar Jónsson á að segja. Díana Guðjónsdóttir: Vorum í vandræðum sóknarlega Díana Guðjónsdóttir.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Mér fannst bakverðirnir hjá þeim koma hátt upp hjá þeim og við lentum í vandræðum með það sóknarlega,“ byrjaði Díana Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari Hauka, að segja eftir leik. „Við vorum í vandræðum sóknarlega en mér fannst við samt sem áður spila góða vörn nánast allan leikinn en það vantaði upp á hinum megin.“ Díana talaði síðan um meiðsli hjá Elínu og Söru Katrínu sem höfðu áhrif á þeirra leik. „Það voru engar breytingar hjá þeim sem komu okkur á óvart í seinni. En við auðvitað þurftum að eiga við meiðsli hjá Söru Katrínu og Elínu sem var ekki að hjálpa okkur. Elín segist vera með svima enn þá en við verðum að bíða og sjá,“ endaði Díana að segja.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti