Lewandowski og VAR björguðu Barcelona Siggeir Ævarsson skrifar 17. febrúar 2024 20:00 LaLiga - FC Barcelona vs Granada epa11146099 FC Barcelona's Lamine Yamal (L) celebrates after scoring the 1-0 lead during a Spanish LaLiga EA Sports soccer match between FC Barcelona and Granada at Lluis Companys stadium in Barcelona, Spain, 11 February 2024. EPA-EFE/Andreu Dalmau Celta Vigo er í bullandi fallbaráttu og þurfti að eiga við stjörnum prýtt lið Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Robert Lewandowski sá til þess að Celta verður áfram í botnbaráttunni. Lewandowski kom Barcelona yfir undir lok fyrri hálfleiks en Iago Aspas jafnaði strax í upphafi þess seinni. Meðalaldur markaskora í þessum leik rétt í kringum 36 ár. Allt stefndi í jafntefli en liðin fengu sex mínútur í uppbótartíma til að reyna að taka öll þrjú stigin. Þegar uppbótartíminn var svo gott sem á þrotum vildu Börsungar frá vítaspyrnu. Atvikið var skoðað í VAR og vítaspyrna dæmd sem áðurnefndur Lewandowski skoraði úr og tryggði Barcelona öll þrjú stigin. Spænski boltinn
Celta Vigo er í bullandi fallbaráttu og þurfti að eiga við stjörnum prýtt lið Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Robert Lewandowski sá til þess að Celta verður áfram í botnbaráttunni. Lewandowski kom Barcelona yfir undir lok fyrri hálfleiks en Iago Aspas jafnaði strax í upphafi þess seinni. Meðalaldur markaskora í þessum leik rétt í kringum 36 ár. Allt stefndi í jafntefli en liðin fengu sex mínútur í uppbótartíma til að reyna að taka öll þrjú stigin. Þegar uppbótartíminn var svo gott sem á þrotum vildu Börsungar frá vítaspyrnu. Atvikið var skoðað í VAR og vítaspyrna dæmd sem áðurnefndur Lewandowski skoraði úr og tryggði Barcelona öll þrjú stigin.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti