Kvikmyndastjörnur og NFL-leikmenn sýndu körfuboltatakta Smári Jökull Jónsson skrifar 17. febrúar 2024 09:59 Micah Parsons var valinn maður leiksins í nótt en hér sækir hann á Mecole Hardman og ólympíumeistarann í hástökki Gianmarco Tamberi. Vísir/Getty Stjörnuhelgin í NBA-deildinni fer fram nú um helgina og í nótt var komið að árlegum leik þar sem þekktar stjörnur í Bandaríkjunum fengu að láta ljós sitt skína. Stjörnuhelgin í NBA vekur alltaf mikla athygli. Troðslukeppni og þriggja stiga keppni er á meðal þeirra viðburði sem margir bíða eftir en stjörnuleikurinn sjálfur fer fram annað kvöld. CJ Stroud and Jennifer Hudson are READY to go #RufflesCelebGame is now LIVE on ESPN pic.twitter.com/FJ04FC7Cw4— NBA (@NBA) February 17, 2024 Í nótt var mikið um dýrðir en þá mættu Hollywood-stjörnur, tónlistarmenn og stjörnur úr öðrum íþróttum til leiks í hinum svokallaða „All Star Celebrity Game“. Á meðal þeirra sem mættu til leiks voru söngkonan Jennifer Hudson, fyrrum NBA-meistarinn Metta World Peace, leikararnir Dylan Wang og Quincy Isaiah auk tónlistarmannanna AJ McLean, Lil Wayne og 50 Cent. Þá voru NFL-leikmenn áberandi en þeir Puka Nacua, CJ Stroud og Mecole Hardman voru æmttir til leiks en aðeins nokkrir dagar eru síðan Hardman tryggði Kansas City Chiefs sigur í Super Bowl með því að grípa sendingu Patrick Mahomes í framlengingu úrslitaleiksins gegn San Francisco 49´ers. Stephen A. Smith HITS the Crunch Time button!For the next 2 minutes everything counts as DOUBLE #RufflesCelebGame on ESPN pic.twitter.com/OjFGDwIBDE— NBA (@NBA) February 17, 2024 Góð tilþrif sáust en þjálfararnir voru Stephen A. Smith sem fjallar um NBA-hjá ESPN og Shannon Sharpe sem á sæti í frægðarhöll NFL. Leikið var á nokkurs konar gagnvirkum LED-velli sem bauð upp á mikla möguleika og var meðal annars hægt að færa þriggja stiga línuna og lýsa upp völlinn eftir þörfum. Puka Nacua átti líklega tilþrif leiksins þegar hann tróð með tilþrifum en það var Micah Parsons varnarmaður Dallas Cowboys sem var valinn maður leiksins en hann skoraði hvorki meira né minna en 37 stig og tók 16 fráköst fyrir „Team Shannon“ í 100-91 sigri. Puka Nacua THROWDOWN #RufflesCelebGame on ESPN pic.twitter.com/py9qVq4U8S— NBA (@NBA) February 17, 2024 Í kvöld fara fram ýmsar keppnir þar sem leikmenn NBA-deildarinnar sýna listir sínar meðal annars í troðslum og þriggja stiga skotum. Sjálfur stjörnuleikurinn er svo spilaður annað kvöld og verða herlegheitin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 1:00 í nótt. NFL-leikmenn voru áberandi í leik næturinnar en hér má meðal annars sjá þá Mecole Hardman og CJ Stroud.Vísir/Getty NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Sjá meira
Stjörnuhelgin í NBA vekur alltaf mikla athygli. Troðslukeppni og þriggja stiga keppni er á meðal þeirra viðburði sem margir bíða eftir en stjörnuleikurinn sjálfur fer fram annað kvöld. CJ Stroud and Jennifer Hudson are READY to go #RufflesCelebGame is now LIVE on ESPN pic.twitter.com/FJ04FC7Cw4— NBA (@NBA) February 17, 2024 Í nótt var mikið um dýrðir en þá mættu Hollywood-stjörnur, tónlistarmenn og stjörnur úr öðrum íþróttum til leiks í hinum svokallaða „All Star Celebrity Game“. Á meðal þeirra sem mættu til leiks voru söngkonan Jennifer Hudson, fyrrum NBA-meistarinn Metta World Peace, leikararnir Dylan Wang og Quincy Isaiah auk tónlistarmannanna AJ McLean, Lil Wayne og 50 Cent. Þá voru NFL-leikmenn áberandi en þeir Puka Nacua, CJ Stroud og Mecole Hardman voru æmttir til leiks en aðeins nokkrir dagar eru síðan Hardman tryggði Kansas City Chiefs sigur í Super Bowl með því að grípa sendingu Patrick Mahomes í framlengingu úrslitaleiksins gegn San Francisco 49´ers. Stephen A. Smith HITS the Crunch Time button!For the next 2 minutes everything counts as DOUBLE #RufflesCelebGame on ESPN pic.twitter.com/OjFGDwIBDE— NBA (@NBA) February 17, 2024 Góð tilþrif sáust en þjálfararnir voru Stephen A. Smith sem fjallar um NBA-hjá ESPN og Shannon Sharpe sem á sæti í frægðarhöll NFL. Leikið var á nokkurs konar gagnvirkum LED-velli sem bauð upp á mikla möguleika og var meðal annars hægt að færa þriggja stiga línuna og lýsa upp völlinn eftir þörfum. Puka Nacua átti líklega tilþrif leiksins þegar hann tróð með tilþrifum en það var Micah Parsons varnarmaður Dallas Cowboys sem var valinn maður leiksins en hann skoraði hvorki meira né minna en 37 stig og tók 16 fráköst fyrir „Team Shannon“ í 100-91 sigri. Puka Nacua THROWDOWN #RufflesCelebGame on ESPN pic.twitter.com/py9qVq4U8S— NBA (@NBA) February 17, 2024 Í kvöld fara fram ýmsar keppnir þar sem leikmenn NBA-deildarinnar sýna listir sínar meðal annars í troðslum og þriggja stiga skotum. Sjálfur stjörnuleikurinn er svo spilaður annað kvöld og verða herlegheitin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 1:00 í nótt. NFL-leikmenn voru áberandi í leik næturinnar en hér má meðal annars sjá þá Mecole Hardman og CJ Stroud.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Sjá meira