Santos vill hundrað milljónir frá Kimmel Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2024 10:07 George Santos og Jimmy Kimmel. EPA George Santos, fyrrverandi þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur höfðað mál gegn þáttastjórnandanum Jimmy Kimmel, ABC og Disney. Er það vegna þess að Kimmel gabbaði Santos til að taka upp myndband sem notað var til að gera grín að hinum smánaða fyrrverandi þingmanni. Það gerði Kimmel og starfsfólk hans í gegnum forritið Cameo, þar sem hægt er að greiða fólki fyrir taka upp myndbönd eftir ákveðnu handriti. Oft er þetta notað til að fá frægt fólk til að kasta kveðjum á vini og vandamenn. Í lögsókn Santos segir að Kimmel hafi leynt því hver hann væri og þannig platað Santos til að taka upp myndbönd og nota „félagslyndan“ persónuleika hans til að gera grín að sér. Undir fölsku nafni Eins og þekkt er var Santos sem var kallaður „lygni þingmaðurinn“, vikið af þingi undir lok síðasta árs, eftir að hann var ákærður fyrir fjársvik og fyrir að ljúga að þinginu. Skömmu eftir að hann var kjörinn á þing árið 2022 fóru fregnir af ósannindum hans að berast. Meðal annars hafði hann sagt ósatt um að hann væri af gyðingaættum, um menntun sína og um meintan starfsferil sinn hjá fjárfestingafélögum á Wall Street. Hann laug einnig um feril sinn í blaki og um að hann hefði rekið neyðarskýli fyrir hunda og ketti, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni Santos heldur því fram að Kimmel hafi að minnsta kosti fjórtán sinnum sent inn beiðnir í gegnum Cameo þar sem hann sagði ekki hver hann væri raunverulega og beðið hann um að taka upp skilaboð. Þessi skilaboð hafa svo verið sýnd í þætti Kimmel, undir yfirskriftinni: „Mun Santos segja það?“. Minnst fimm myndbönd hafa verið sýnd í þætti Kimmel. Í einu slíku myndbandi fékk Kimmel Santos til að óska meintum sigurvegara í nautakjötsátkeppni til hamingju með að hafa étið 2,7 kíló af nautahakki á hálftíma. Umrætt innslag hefst eftir um sex mínútur og fimmtíu sekúndir í myndbandinu hér að neðan. Í tölvupósti til blaðamanns AP fréttaveitunnar segir Robert Fantone, lögmaður Santos, að falskar beiðnir Kimmels á Cameo hafi verið fyndnar en hann hafi klárlega brotið lög. Santos fer fram á 750 þúsund dali í skaðabætur, hið minnsta, þar sem hann vill að frekari skaðabætur verði ákveðnar í réttarhöldum. 750 þúsund dalir samsvara rúmum hundrað milljónum króna. Bandaríkin Mál George Santos Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Sjá meira
Það gerði Kimmel og starfsfólk hans í gegnum forritið Cameo, þar sem hægt er að greiða fólki fyrir taka upp myndbönd eftir ákveðnu handriti. Oft er þetta notað til að fá frægt fólk til að kasta kveðjum á vini og vandamenn. Í lögsókn Santos segir að Kimmel hafi leynt því hver hann væri og þannig platað Santos til að taka upp myndbönd og nota „félagslyndan“ persónuleika hans til að gera grín að sér. Undir fölsku nafni Eins og þekkt er var Santos sem var kallaður „lygni þingmaðurinn“, vikið af þingi undir lok síðasta árs, eftir að hann var ákærður fyrir fjársvik og fyrir að ljúga að þinginu. Skömmu eftir að hann var kjörinn á þing árið 2022 fóru fregnir af ósannindum hans að berast. Meðal annars hafði hann sagt ósatt um að hann væri af gyðingaættum, um menntun sína og um meintan starfsferil sinn hjá fjárfestingafélögum á Wall Street. Hann laug einnig um feril sinn í blaki og um að hann hefði rekið neyðarskýli fyrir hunda og ketti, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni Santos heldur því fram að Kimmel hafi að minnsta kosti fjórtán sinnum sent inn beiðnir í gegnum Cameo þar sem hann sagði ekki hver hann væri raunverulega og beðið hann um að taka upp skilaboð. Þessi skilaboð hafa svo verið sýnd í þætti Kimmel, undir yfirskriftinni: „Mun Santos segja það?“. Minnst fimm myndbönd hafa verið sýnd í þætti Kimmel. Í einu slíku myndbandi fékk Kimmel Santos til að óska meintum sigurvegara í nautakjötsátkeppni til hamingju með að hafa étið 2,7 kíló af nautahakki á hálftíma. Umrætt innslag hefst eftir um sex mínútur og fimmtíu sekúndir í myndbandinu hér að neðan. Í tölvupósti til blaðamanns AP fréttaveitunnar segir Robert Fantone, lögmaður Santos, að falskar beiðnir Kimmels á Cameo hafi verið fyndnar en hann hafi klárlega brotið lög. Santos fer fram á 750 þúsund dali í skaðabætur, hið minnsta, þar sem hann vill að frekari skaðabætur verði ákveðnar í réttarhöldum. 750 þúsund dalir samsvara rúmum hundrað milljónum króna.
Bandaríkin Mál George Santos Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Sjá meira