Hugmyndafræðin á bak við opinber hlutafélög hefur ekki gengið upp. Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem vill að RÚV ohf verði lagt niður og til verði ríkisstofnun á fjárlögum með sjálfstæða stjórn. Hann segir óþolandi að ríkismiðill stundi samkeppni við litla einkaaðila sem berjast í bökkum.
Ráðherra hefur fengið athugasemdir um slæm umhverfisáhrif sem gætu fylgt nýrri breytingu á lögum um rafrettur. Hann kannast ekki við það að gengið sé fram hjá samráði líkt og þeir sem selja rafrettur hafa kvartað yfir.
Þá heyrum við um hraðakstur barna og fylgjumst með framkvæmdum í Hveragerði.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.