„Þetta er fullkomlega óeðlilegt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. febrúar 2024 15:01 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var harðorður um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Hugmyndafræðin á bak við opinber hlutafélög hefur ekki gengið upp. Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem vill að RÚV ohf. verði lagt niður og til verði ríkisstofnun á fjárlögum með sjálfstæða stjórn. Hann segir óþolandi að ríkismiðill stundi samkeppni við litla einkaaðila sem berjast í bökkum. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins var harðorður um stöðu Ríkisútvarpsins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, en hann hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á umhverfi fjölmiðla. „Þessi hugmyndafræði sem liggur að baki opinber hlutafélög hefur ekki gengið upp og hefur ekki reynst vel og það á ekki eingöngu við um Ríkisúrvarpið.“ RÚV valdi stórkostlegum skaða Hann segir ótækt að ríkisrekstur, á hvaða sviði sem er stundi samkeppni við einkaaðila. Passa verði upp á að ríkisrekstur skaði sjálfstæð einkafyrirtæki sem minnst og hafi sem minnst áhrif á markaðinn. „Það er ekki hægt að halda öðru fram en að Ríkisútvarpið valdi stórkostlegum skaða á íslenskum fjölmiðlamarkaði og særi og veiki starfsemi sjálfstæðra fjölmiðla.“ Meginhlutverk RÚV hafi alltaf verið að varðveita íslenska tungu og menningu og segir Óli tíma til kominn að stofnunin einbeiti sér að því hlutverki. „Styðja við listir, menningarstarfsemi, sögu þjóðar og svo framvegis, veita áræðanlegar og traustar upplýsingar en dagskrágerðin miðar að því að hámarka áhorf til að geta selt síðan auglýsingar vegna þess að þeir eru á markaði. Það er auðvitað það sem einkareknir sjálfstæðir miðlar eiga frekar að gera og Ríkisútvarpið á að einbeita sér að því sem var alltaf hugsunin í upphafi.“ Hann segir mikilvægt að þingið nái saman í þessum efnum. „En því miður er það þannig að fram til þessa hefur meirihluti þingsins ekki verið þessarar skoðunar og þess vegna er staða sjálfstæðra fjölmiðla jafn veikburða og við erum vitni af. Púkinn í fjósinu hans Sæmundar, hann fitnar bara.“ Galin aðför Þá segist hann ekki skila hvers vegna ríkið stundi fjölmiðlarekstur. „Ég get skil marga sem hafa áhyggjur af því að það verði eitthvað gat á markaði ef ríkið sinni ekki ákveðnum þætti í listum og menningu og sögu þjóðarinnar. Og þá skulum við bara gera það þannig, þá skulum við haga ríkisrekstrinum með þeim hætti að það veiki ekki stöðu sjálfstæðra fjölmiðla.“ Tekur hann hlaðvörp sem dæmi en fjölmargir Íslendingar stunda nú atvinnu af því að halda úti litlum og meðalstórum hlaðvörpum. „Sem er orðin mjög fjölbreytt flóra í dag en hvað gerir Ríkisútvarpið þá? Um leið og Ríkisútvarpið verður vart við það að einstaklingar geta fundið sér einhverja syllu á markaði fjölmiðla eins og í hlaðvarpi þá fer það beint í samkeppni við þá og heggur litlu einstaklinganna. Þetta er auðvitað galin aðför.“ Tekjur RÚV aukist þó ekkert hafi gerst í rekstrinum Tekið sé á þessum málum í frumvarpinu, Nái það fram að ganga breytist fjármögnun Ríkisútvarpsins enda fer reksturinn inn í fjárlög og útvarpsgjaldið fellur niður. „Sko í hvert einasta skipti sem einhver íslendingur fagnar sextán ára afmæli eða einhver Íslendingur tekur sig til í bjartsýni og stofnar fyrirtæki þá fjölgar innan gæsalappa áskrifendum Ríkisútvarpsins. Tekjur Ríkisútvarpsins aukast í hvert skipti þó ekkert hafi gerst í rekstrinum. Þetta er fullkomlega óeðlilegt.“ Fjölmiðlar Alþingi Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins var harðorður um stöðu Ríkisútvarpsins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, en hann hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á umhverfi fjölmiðla. „Þessi hugmyndafræði sem liggur að baki opinber hlutafélög hefur ekki gengið upp og hefur ekki reynst vel og það á ekki eingöngu við um Ríkisúrvarpið.“ RÚV valdi stórkostlegum skaða Hann segir ótækt að ríkisrekstur, á hvaða sviði sem er stundi samkeppni við einkaaðila. Passa verði upp á að ríkisrekstur skaði sjálfstæð einkafyrirtæki sem minnst og hafi sem minnst áhrif á markaðinn. „Það er ekki hægt að halda öðru fram en að Ríkisútvarpið valdi stórkostlegum skaða á íslenskum fjölmiðlamarkaði og særi og veiki starfsemi sjálfstæðra fjölmiðla.“ Meginhlutverk RÚV hafi alltaf verið að varðveita íslenska tungu og menningu og segir Óli tíma til kominn að stofnunin einbeiti sér að því hlutverki. „Styðja við listir, menningarstarfsemi, sögu þjóðar og svo framvegis, veita áræðanlegar og traustar upplýsingar en dagskrágerðin miðar að því að hámarka áhorf til að geta selt síðan auglýsingar vegna þess að þeir eru á markaði. Það er auðvitað það sem einkareknir sjálfstæðir miðlar eiga frekar að gera og Ríkisútvarpið á að einbeita sér að því sem var alltaf hugsunin í upphafi.“ Hann segir mikilvægt að þingið nái saman í þessum efnum. „En því miður er það þannig að fram til þessa hefur meirihluti þingsins ekki verið þessarar skoðunar og þess vegna er staða sjálfstæðra fjölmiðla jafn veikburða og við erum vitni af. Púkinn í fjósinu hans Sæmundar, hann fitnar bara.“ Galin aðför Þá segist hann ekki skila hvers vegna ríkið stundi fjölmiðlarekstur. „Ég get skil marga sem hafa áhyggjur af því að það verði eitthvað gat á markaði ef ríkið sinni ekki ákveðnum þætti í listum og menningu og sögu þjóðarinnar. Og þá skulum við bara gera það þannig, þá skulum við haga ríkisrekstrinum með þeim hætti að það veiki ekki stöðu sjálfstæðra fjölmiðla.“ Tekur hann hlaðvörp sem dæmi en fjölmargir Íslendingar stunda nú atvinnu af því að halda úti litlum og meðalstórum hlaðvörpum. „Sem er orðin mjög fjölbreytt flóra í dag en hvað gerir Ríkisútvarpið þá? Um leið og Ríkisútvarpið verður vart við það að einstaklingar geta fundið sér einhverja syllu á markaði fjölmiðla eins og í hlaðvarpi þá fer það beint í samkeppni við þá og heggur litlu einstaklinganna. Þetta er auðvitað galin aðför.“ Tekjur RÚV aukist þó ekkert hafi gerst í rekstrinum Tekið sé á þessum málum í frumvarpinu, Nái það fram að ganga breytist fjármögnun Ríkisútvarpsins enda fer reksturinn inn í fjárlög og útvarpsgjaldið fellur niður. „Sko í hvert einasta skipti sem einhver íslendingur fagnar sextán ára afmæli eða einhver Íslendingur tekur sig til í bjartsýni og stofnar fyrirtæki þá fjölgar innan gæsalappa áskrifendum Ríkisútvarpsins. Tekjur Ríkisútvarpsins aukast í hvert skipti þó ekkert hafi gerst í rekstrinum. Þetta er fullkomlega óeðlilegt.“
Fjölmiðlar Alþingi Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent