Sagði marbletti benda til að Navalní hefði verið haldið niðri Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2024 14:32 Minnisvarðar um Navlní hafa verið reistir víðsvegar um heiminn. Þessi er fyrir fram sendiráð Rússlands í Rúmeníu. AP/Vadim Ghirda Marblettir sem sagðir eru vera á líki Alexei Navalní benda til þess að hann hafi fengið einhvers konar flog þegar hann lést í fangelsi í norðarnverðri Síberíu á dögunum. Líkið var ekki flutt á þann stað sem lík fanga í fanganýlendunni IK-3 eru send. Þess í stað var lík Alexei Navalní flutt í líkhús sjúkrahúss í Salekhard í Síberíu þar sem lögregluþjónar stóðu vörð um það. Sjúkraflutningamaður sem blaðamaður Novaya Gazeta ræddi við sagði lík Navalnís hafa verið marið. Maðurinn taldi nokkuð víst að marblettirnir hefðu myndast við að Navalní hefði verið haldið niðri, líklega vegna einhverskonar flogs. Eins og bent er á í frétt NG segja sérfræðingar mikla vöðvakippi oft fylgifiska eitrunar, eins og eitrunar með Novichok taugaeitrinu. Þá sagði maðurinn einnig að marblettir bentu til þess að einhver hefði reynt endurlífgunartilraunir á Navalní. Heimildarmenn NG segja að enn hafi engin krufning verið framkvæmd og mögulega sé verið að bíða eftir sérfræðingum frá Moskvu. Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi tilkynntu í fyrradag að Navalní hefði dáið eftir göngutúr í fanganýlendu í norðanverðri Síberíu. Hann var sagður hafa misst meðvitund eftir göngutúrinn og eiga endurlífgunartilraunir ekki að hafa borið árangur. Sjá einnig: Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Navalní var 47 ára gamall og einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands. Hann hafði reynt að bjóða sig fram til forseta en var meinað það og hann stofnaði á árum áður samtök sem opinberuðu spillingu embættis- og stjórnmálamanna í Rússlandi. Árið 2020 var eitrað fyrir Navalní í Rússlandi með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var af rússneska hernum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi að útsendarar FSB, stofnuninni sem tók við af KGB, hefðu elt Navalní á þeim tíma þegar eitrað var fyrir honum. Rúmlega fjögur hundruð manns hafa verið handtekinn í Rússlandi fyrir mótmæli eða fyrir að leggja blóm á minnisvarða vegna dauða hans. Sjá einnig: Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Júlía Navalní, eiginkona Alexei, birti í dag mynd af þeim tveimur á samfélagsmiðlum með textanum: „Ég elska þig“. View this post on Instagram A post shared by (@yulia_navalnaya) Rússland Mál Alexei Navalní Vladimír Pútín Tengdar fréttir Júlía Navalní segir að Pútín verði dreginn til ábyrgðar Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, sem sagður er hafa dáið í fangelsi í Síberíu í dag, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar reynist satt að hann sé látinn. 16. febrúar 2024 16:00 Navalní heilsast vel og sendir hátíðarkveðjur Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segist við góða heilsu eftir að hafa fundist í fanganýlendu í Síberíu eftir margra daga leit. Hann sendi fylgjendum sínum hátíðarkveðjur í tilkynningu á X í morgun. 26. desember 2023 13:57 Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32 Navalní hlýtur Sakharov-verðlaunin Rússneski andófsmaðurinn Aleksei Navalní hlaut í dag hin árlegu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir framlag sitt til umbóta í rússneskum stjórnmálum. 20. október 2021 15:21 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Þess í stað var lík Alexei Navalní flutt í líkhús sjúkrahúss í Salekhard í Síberíu þar sem lögregluþjónar stóðu vörð um það. Sjúkraflutningamaður sem blaðamaður Novaya Gazeta ræddi við sagði lík Navalnís hafa verið marið. Maðurinn taldi nokkuð víst að marblettirnir hefðu myndast við að Navalní hefði verið haldið niðri, líklega vegna einhverskonar flogs. Eins og bent er á í frétt NG segja sérfræðingar mikla vöðvakippi oft fylgifiska eitrunar, eins og eitrunar með Novichok taugaeitrinu. Þá sagði maðurinn einnig að marblettir bentu til þess að einhver hefði reynt endurlífgunartilraunir á Navalní. Heimildarmenn NG segja að enn hafi engin krufning verið framkvæmd og mögulega sé verið að bíða eftir sérfræðingum frá Moskvu. Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi tilkynntu í fyrradag að Navalní hefði dáið eftir göngutúr í fanganýlendu í norðanverðri Síberíu. Hann var sagður hafa misst meðvitund eftir göngutúrinn og eiga endurlífgunartilraunir ekki að hafa borið árangur. Sjá einnig: Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Navalní var 47 ára gamall og einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands. Hann hafði reynt að bjóða sig fram til forseta en var meinað það og hann stofnaði á árum áður samtök sem opinberuðu spillingu embættis- og stjórnmálamanna í Rússlandi. Árið 2020 var eitrað fyrir Navalní í Rússlandi með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var af rússneska hernum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi að útsendarar FSB, stofnuninni sem tók við af KGB, hefðu elt Navalní á þeim tíma þegar eitrað var fyrir honum. Rúmlega fjögur hundruð manns hafa verið handtekinn í Rússlandi fyrir mótmæli eða fyrir að leggja blóm á minnisvarða vegna dauða hans. Sjá einnig: Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Júlía Navalní, eiginkona Alexei, birti í dag mynd af þeim tveimur á samfélagsmiðlum með textanum: „Ég elska þig“. View this post on Instagram A post shared by (@yulia_navalnaya)
Rússland Mál Alexei Navalní Vladimír Pútín Tengdar fréttir Júlía Navalní segir að Pútín verði dreginn til ábyrgðar Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, sem sagður er hafa dáið í fangelsi í Síberíu í dag, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar reynist satt að hann sé látinn. 16. febrúar 2024 16:00 Navalní heilsast vel og sendir hátíðarkveðjur Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segist við góða heilsu eftir að hafa fundist í fanganýlendu í Síberíu eftir margra daga leit. Hann sendi fylgjendum sínum hátíðarkveðjur í tilkynningu á X í morgun. 26. desember 2023 13:57 Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32 Navalní hlýtur Sakharov-verðlaunin Rússneski andófsmaðurinn Aleksei Navalní hlaut í dag hin árlegu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir framlag sitt til umbóta í rússneskum stjórnmálum. 20. október 2021 15:21 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Júlía Navalní segir að Pútín verði dreginn til ábyrgðar Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, sem sagður er hafa dáið í fangelsi í Síberíu í dag, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar reynist satt að hann sé látinn. 16. febrúar 2024 16:00
Navalní heilsast vel og sendir hátíðarkveðjur Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segist við góða heilsu eftir að hafa fundist í fanganýlendu í Síberíu eftir margra daga leit. Hann sendi fylgjendum sínum hátíðarkveðjur í tilkynningu á X í morgun. 26. desember 2023 13:57
Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32
Navalní hlýtur Sakharov-verðlaunin Rússneski andófsmaðurinn Aleksei Navalní hlaut í dag hin árlegu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir framlag sitt til umbóta í rússneskum stjórnmálum. 20. október 2021 15:21