Slæmar fréttir fyrir Liverpool en ekki versta martröðin Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 08:00 Diogo Jota lá óvígur eftir á vellinum í fyrri hálfleik gegn Brentford, vegna hnémeiðsla. Getty/Justin Setterfield Leikmenn bættust á meiðslalista Liverpool um helgina þegar liðið vann öruggan 4-1 sigur gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Alvarlegust virtust meiðsli Portúgalans Diogo Jota. Jota og Curtis Jones þurftu báðir að fara af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla, og bættust þar með í hóp með Thiago, Trent Alexander-Arnold, Dominik Szoboszlai, Alisson Becker og Joel Matip sem ekki tóku þátt í leiknum vegna meiðsla. Þar að auki var Darwin Nunez tekinn af velli í hálfleik en Jürgen Klopp sagði að þar hefði verið um varúðarráðstöfun að ræða, til að koma í veg fyrir meiðsli. Curtis Jones Diogo Jota Darwin NunezA costly first 45mins for Liverpool at Brentford, as Jones & Jota pick up injuries and Nunez is replaced at half-time.#LFC | #BRELIV pic.twitter.com/yMyo4c3iry— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 17, 2024 Jota var hins vegar borinn af velli og sást yfirgefa Anfield á hækjum, með hné í spelku. Óvíst er hve alvarleg meiðslin eru en portúgalska blaðið Record segir að miðað við fyrstu skoðun þá sé EM ekki í hættu hjá Portúgalanum. Áætlað sé að hann verði frá keppni næstu tvo mánuðina. Miðað við þetta hefur krossband ekki slitnað en það hefði í för með sér endurhæfingu fram á næsta vetur. Þetta þýðir þó að auk þess að missa af úrslitaleiknum við Chelsea í enska deildabikarnum á sunnudaginn þá missir Jota af fjölda mikilvægra leikja í titilslagnum í úrvalsdeildinni, og í Evrópudeildinni. Klopp sagði Curtis Jones hafa fengið högg neðarlega á legginn, rétt ofan við ökkla. „Við verðum að sjá hvað það þýðir. Þegar Curtis getur ekki spilað þá er eitthvað að því hann leggur allt í sölurnar til að fá að spila,“ sagði Klopp en sagði ekkert óeðlilegt við það að Jones hefði stuðst við hækjur á leið af leikvanginum. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Jota og Curtis Jones þurftu báðir að fara af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla, og bættust þar með í hóp með Thiago, Trent Alexander-Arnold, Dominik Szoboszlai, Alisson Becker og Joel Matip sem ekki tóku þátt í leiknum vegna meiðsla. Þar að auki var Darwin Nunez tekinn af velli í hálfleik en Jürgen Klopp sagði að þar hefði verið um varúðarráðstöfun að ræða, til að koma í veg fyrir meiðsli. Curtis Jones Diogo Jota Darwin NunezA costly first 45mins for Liverpool at Brentford, as Jones & Jota pick up injuries and Nunez is replaced at half-time.#LFC | #BRELIV pic.twitter.com/yMyo4c3iry— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 17, 2024 Jota var hins vegar borinn af velli og sást yfirgefa Anfield á hækjum, með hné í spelku. Óvíst er hve alvarleg meiðslin eru en portúgalska blaðið Record segir að miðað við fyrstu skoðun þá sé EM ekki í hættu hjá Portúgalanum. Áætlað sé að hann verði frá keppni næstu tvo mánuðina. Miðað við þetta hefur krossband ekki slitnað en það hefði í för með sér endurhæfingu fram á næsta vetur. Þetta þýðir þó að auk þess að missa af úrslitaleiknum við Chelsea í enska deildabikarnum á sunnudaginn þá missir Jota af fjölda mikilvægra leikja í titilslagnum í úrvalsdeildinni, og í Evrópudeildinni. Klopp sagði Curtis Jones hafa fengið högg neðarlega á legginn, rétt ofan við ökkla. „Við verðum að sjá hvað það þýðir. Þegar Curtis getur ekki spilað þá er eitthvað að því hann leggur allt í sölurnar til að fá að spila,“ sagði Klopp en sagði ekkert óeðlilegt við það að Jones hefði stuðst við hækjur á leið af leikvanginum.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira