Slæmar fréttir fyrir Liverpool en ekki versta martröðin Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 08:00 Diogo Jota lá óvígur eftir á vellinum í fyrri hálfleik gegn Brentford, vegna hnémeiðsla. Getty/Justin Setterfield Leikmenn bættust á meiðslalista Liverpool um helgina þegar liðið vann öruggan 4-1 sigur gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Alvarlegust virtust meiðsli Portúgalans Diogo Jota. Jota og Curtis Jones þurftu báðir að fara af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla, og bættust þar með í hóp með Thiago, Trent Alexander-Arnold, Dominik Szoboszlai, Alisson Becker og Joel Matip sem ekki tóku þátt í leiknum vegna meiðsla. Þar að auki var Darwin Nunez tekinn af velli í hálfleik en Jürgen Klopp sagði að þar hefði verið um varúðarráðstöfun að ræða, til að koma í veg fyrir meiðsli. Curtis Jones Diogo Jota Darwin NunezA costly first 45mins for Liverpool at Brentford, as Jones & Jota pick up injuries and Nunez is replaced at half-time.#LFC | #BRELIV pic.twitter.com/yMyo4c3iry— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 17, 2024 Jota var hins vegar borinn af velli og sást yfirgefa Anfield á hækjum, með hné í spelku. Óvíst er hve alvarleg meiðslin eru en portúgalska blaðið Record segir að miðað við fyrstu skoðun þá sé EM ekki í hættu hjá Portúgalanum. Áætlað sé að hann verði frá keppni næstu tvo mánuðina. Miðað við þetta hefur krossband ekki slitnað en það hefði í för með sér endurhæfingu fram á næsta vetur. Þetta þýðir þó að auk þess að missa af úrslitaleiknum við Chelsea í enska deildabikarnum á sunnudaginn þá missir Jota af fjölda mikilvægra leikja í titilslagnum í úrvalsdeildinni, og í Evrópudeildinni. Klopp sagði Curtis Jones hafa fengið högg neðarlega á legginn, rétt ofan við ökkla. „Við verðum að sjá hvað það þýðir. Þegar Curtis getur ekki spilað þá er eitthvað að því hann leggur allt í sölurnar til að fá að spila,“ sagði Klopp en sagði ekkert óeðlilegt við það að Jones hefði stuðst við hækjur á leið af leikvanginum. Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Jota og Curtis Jones þurftu báðir að fara af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla, og bættust þar með í hóp með Thiago, Trent Alexander-Arnold, Dominik Szoboszlai, Alisson Becker og Joel Matip sem ekki tóku þátt í leiknum vegna meiðsla. Þar að auki var Darwin Nunez tekinn af velli í hálfleik en Jürgen Klopp sagði að þar hefði verið um varúðarráðstöfun að ræða, til að koma í veg fyrir meiðsli. Curtis Jones Diogo Jota Darwin NunezA costly first 45mins for Liverpool at Brentford, as Jones & Jota pick up injuries and Nunez is replaced at half-time.#LFC | #BRELIV pic.twitter.com/yMyo4c3iry— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 17, 2024 Jota var hins vegar borinn af velli og sást yfirgefa Anfield á hækjum, með hné í spelku. Óvíst er hve alvarleg meiðslin eru en portúgalska blaðið Record segir að miðað við fyrstu skoðun þá sé EM ekki í hættu hjá Portúgalanum. Áætlað sé að hann verði frá keppni næstu tvo mánuðina. Miðað við þetta hefur krossband ekki slitnað en það hefði í för með sér endurhæfingu fram á næsta vetur. Þetta þýðir þó að auk þess að missa af úrslitaleiknum við Chelsea í enska deildabikarnum á sunnudaginn þá missir Jota af fjölda mikilvægra leikja í titilslagnum í úrvalsdeildinni, og í Evrópudeildinni. Klopp sagði Curtis Jones hafa fengið högg neðarlega á legginn, rétt ofan við ökkla. „Við verðum að sjá hvað það þýðir. Þegar Curtis getur ekki spilað þá er eitthvað að því hann leggur allt í sölurnar til að fá að spila,“ sagði Klopp en sagði ekkert óeðlilegt við það að Jones hefði stuðst við hækjur á leið af leikvanginum.
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira